Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 10
8
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
[Gríma
gleymdar nú. Jón var hinn mesti dugnaðarmaður í hví-
vetna, og hið sama er sagt um konu hans, Valgerði
Ólafsdóttur, systur Stefáns Ólafssonar hins sterka, er
síðar kemur við sögu þessa.
b. Grái hesturinn.
Ragnhildur Jónsdóttir, kona Sigfúss Jónssonar, síð-
asta ábúanda Víðidals, fór eitt sinn sem oftar að tína
kalvið og sprek til eldiviðar í hlíðinni inn og upp af
bænum, og þegar hún hafði tínt saman nægilega mikið
í byrði og var lögð af stað heimleiðis, varð henni litið
niður á sléttlendið þar beint fyrir neðan. Landslagi
þar var þannig farið, að þar var mýrarfláki ekki stór
og lág melalda þar austan við. Brá henni kynlega við,
er hún leit gráan hest standa á mýrarblettinum, því
að engan hest áttu þau hjón með þeim lit. Hesturinn
stóð kyrr í nokkur augnabrögð, en hélt síðan af stað í
áttina að melnum, gekk yfir hann og hvarf að lokum
á bak við hann. Ragnhildur lagði samstundis af stað
heimleiðis og ásetti sér að grennslast betur eftir hesti
þessum; lagði hún leið sína um þær slóðir, þar sem
liún sá hestinn fyrst, en þegar þangað kom, var þar
engin för að sjá eftir hann, og hvergi á þeirri leið, er
hún hafði séð hann ganga; þræddi hún þó leiðina ná-
kvæmlega, að henni fannst. Þegar á melinn kom, sá
hún engan hest. — Þessa sýn færði Ragnhildur síðar
í tal við fjármenn utan úr Lóni, sem gistu hjá þeim
í dalnum, og sögðu sumir þeirra, að sams konar sýn
hefði oftar en einu sinni borið fyrir gangnamenn, sem
þar höfðu verið á ferð. Ragnhildur var dugnaðarkona
mikil, áhugasöm, þrekmikil og hræddist lengi vel
ekkert.