Gríma - 01.09.1945, Side 15

Gríma - 01.09.1945, Side 15
Gríma] SAGA VÍÐIDALS EYSTRA 13 áformi hans og lét á sér skiljast, að hann skyldi ekki taka sér þar bólfestu. Ekki er hægt að vita með sann- indum, hvort þetta hefur verið sama vorið, sem hann fór í könnunarferðina, en Sigfús telur hann hafa reist bæinn þar vorið 1835. Trjávið í bæjarsmíði fékk hann hjá rekabændum í Álftafirði og Lóni, flutti hann á hestum inn Múladal og reisti nauðsynlegustu bæjarhús um vorið. Daufleg þótti honum vistin þar og fátt mun hann hafa haft af hjúum, enda munu fáir hafa kosið að dveljast þar. Eg man eftir, að amma mín, Hildur Bryn- jólfsdóttir, sagði frá því, að eitt árið hefði drengur á fermingaraldri verið hjá honum. Um veturinn hvarf drengurinn og fannst aildrei síðan, þótt hans væri leit- að, að því er Stefán sagði sjálfur, en menn grunuðu hann sjálfan um að hafa fyrirkomið drengnum; er þó alls óvíst, hvort það mál hefur nokkuð verið rannsak- að. Upp frá því tók ekki betra við um hjúahaldið, því að nú urðu allir tortryggnari í Stefáns garð en áður hafði verið, enda eigi að undra, þótt menn forðuðust hann almennt. Ekki bætti það heldur um, að hann vildi telja mönnum trú um, að ekki væri neinum holilt að vera í óvináttu við sig, og gaf stundum í skyn, að sumir þeir, sem hefðu sýnt sér mótþróa, hefðu vegna kunnáttu hans hlotið grimmilega hefnd. Var í sam- bandi við þetta fullyrt, að Stefán hefði hrætt Guð- mund bónda í Hnaukum til að láta dóttur sína í árs- vist til hans. En Guðmundur Hjörleifsson á Starmýri fór á eftir honum og tók stúlkuna af honum. á miðri leið, hvað sem Stefán sagði. — Loks ileið að því, að Stefán gafst upp við búskapinn í dalnum og fluttist burt þaðan 1840. Sigfús segir, að Anna kona hans hafi flutzt austur á Hérað til skyldmenna sinna, en Stefán sjálfur hafði verið á reiki, ýmist hjá Valgerði systur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.