Gríma - 01.09.1945, Side 17

Gríma - 01.09.1945, Side 17
Gríma] SAGA VÍÐIDALS EYSTRA 15 irin greip í hana og hélt sér dauðahaldi, en er þær komu fram í göngin, sem lágu til baðstofunnar, féll snjóflóð yfir bæinn. Mun þeim mæðgum aldrei hafa úr minni liðið brothljóð það og gnýr, sem því fylgdi. Göngin, þar sem þær voru staddar, féllu niður, en þó ekki nema að hálfu leyti. Halldóra þrýstist upp að veggnum undan tré, sem brotnað hafði, og fékk hún við það sára tilkenningu, en dóttir hennar meiddist ekki. Um leið kallaði Halldóra hátt til bónda síns, en fékk ekkert svar. Þegar frá leið, fór hún að reyna að losna úr kreppunni, og eftir mikið strit tókst henni, með aðstoð dótturinnar, að losa um þær, en sárt tók hana í síðuna, þar sem tréð hafði lent á henni, enda reyndist svo síðar, að tvö eða þrjú rif höfðu brotnað. Hún sá brátt, að útkomu von var engin að svo stöddu og eigi annars kostur en að hírast í eldhúsinu. Þegar hún leit fram í göngin, sást eigi annað en niðurfallin og frosin þekjan, brotnar spýtur og snjór, og um afdrif Þorsteins og ungbarnsins fékk hún þegar réttan grun. Eldurinn hafði slokknað, er snjóflóðið skall yfir, en vatn höfðu þær þar í íláti; eigi höfðu þær annað til matar en hrátt hangikjöt. Tók nú að vandast málið, en það grunaði Halldóru þegar, að snjódyngjan yfir eldhúsinu mundi eigi vera þykk. Réð hún það af því, að viðir í eldhúsinu voru fremur grannir og veikir og hefðu því ekki þolað mikinn þunga, og í öðru lagi gat hún greint nótt frá degi í gegnum snjólagið, sem yfir þakinu lá. — Leið svo meira en vika. Þá gerðu þær mæðgur tilraun tiil útgöngu, og tókst hún eftir mikið erfiði. Var ærið ömurlegt um að litast, er þær komu út. Há og víðáttumikil snjódyngja huldi öll bæjarhús- in, nema eldhúsið eitt. Þá var tekið að líða á dag, og fóru þær aftur í fylgsni sitt, en voru fastákveðnar í að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.