Gríma - 01.09.1945, Side 17
Gríma]
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
15
irin greip í hana og hélt sér dauðahaldi, en er þær
komu fram í göngin, sem lágu til baðstofunnar, féll
snjóflóð yfir bæinn. Mun þeim mæðgum aldrei hafa
úr minni liðið brothljóð það og gnýr, sem því fylgdi.
Göngin, þar sem þær voru staddar, féllu niður, en þó
ekki nema að hálfu leyti. Halldóra þrýstist upp að
veggnum undan tré, sem brotnað hafði, og fékk hún
við það sára tilkenningu, en dóttir hennar meiddist
ekki. Um leið kallaði Halldóra hátt til bónda síns, en
fékk ekkert svar. Þegar frá leið, fór hún að reyna að
losna úr kreppunni, og eftir mikið strit tókst henni,
með aðstoð dótturinnar, að losa um þær, en sárt tók
hana í síðuna, þar sem tréð hafði lent á henni, enda
reyndist svo síðar, að tvö eða þrjú rif höfðu brotnað.
Hún sá brátt, að útkomu von var engin að svo stöddu
og eigi annars kostur en að hírast í eldhúsinu. Þegar
hún leit fram í göngin, sást eigi annað en niðurfallin
og frosin þekjan, brotnar spýtur og snjór, og um afdrif
Þorsteins og ungbarnsins fékk hún þegar réttan grun.
Eldurinn hafði slokknað, er snjóflóðið skall yfir, en
vatn höfðu þær þar í íláti; eigi höfðu þær annað til
matar en hrátt hangikjöt. Tók nú að vandast málið,
en það grunaði Halldóru þegar, að snjódyngjan yfir
eldhúsinu mundi eigi vera þykk. Réð hún það af því,
að viðir í eldhúsinu voru fremur grannir og veikir og
hefðu því ekki þolað mikinn þunga, og í öðru lagi gat
hún greint nótt frá degi í gegnum snjólagið, sem yfir
þakinu lá. — Leið svo meira en vika. Þá gerðu þær
mæðgur tilraun tiil útgöngu, og tókst hún eftir mikið
erfiði. Var ærið ömurlegt um að litast, er þær komu
út. Há og víðáttumikil snjódyngja huldi öll bæjarhús-
in, nema eldhúsið eitt. Þá var tekið að líða á dag, og
fóru þær aftur í fylgsni sitt, en voru fastákveðnar í að