Gríma - 01.09.1945, Page 19
Gríma]
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
17
bæjar sömu leið, sem vinnumaðurinn hafði farið.
Gekk ferðin niður gjótuna slysalaust með hans hjálp,
en máttfarnar voru þær mæðgur og fegnar voru þær
húsaskjólinu, þegar þær bar að garði á Hvannavöllum
og fengu að njóta aðhlynningar eftir allar hörmung-
arnar og hrakninginn. Vinnumaðurinn, sem mæðgun-
um barg, var þá um tvítugsaldur og hét Jón Jónsson;
hann var bróðir Ragnhildar, konu Sigfúss, sem frá
verður sagt hér á eftir. Jón var örðlagður fjör- og fim-
leikamaður fram á elliár. — Mæðgumar dvöldust báð-
ar á Hvannavöllum í hálfan mánuð. Þá buðu hjón í
Markúsarseli í sömu sveit dóttur Halldóru til sín. Fór
hún þangað og var hjá þeim í mörg ár. Þær sögðu síðar
báðar, að þær mundu tæplega hafa ílifað af aðra nótt
undir steininum á brúninni. Þá nótt gekk veður til
norðurs með frosti, og úr því gerði harðindatíð. —
Ekki veit eg, hvort reynt var að komast í Víðidal fyrr
en á útmánuðum; en þá var farið þangað og leitað að
líkum Þorsteins og barnsins. Þau fundust og voru
grafin þar efra. — Telja má víst, að sauðfénaður Þor-
steins hafi gengið í Kollumúla og verið þar áfram það
sem eftir var vetrar. Kýr og hestar hafa eflaust farizt í
snjóflóðinu, þó að af því fari engar sögur.
Þegar Stefán Ólafsson frétti um snjóflóðið í Víðidai
og afdrif Þorsteins, varð honum þetta að orði: „Þetta
var eg búinn að segja, að honum yrði ekki mikið úr
kofunum mínum, bannsettu grjóninu því arna.“ Stef-
án vildi telja fólki trú um, að hann væri gerningamað-
ur, svo að það hefði beyg af honum. — Sigfús segir í af-
reksmannasögum sínum, að Þorsteinn flytti í Víðidal
frá Hafursá í Skógum; einnig, að dóttir hans, sem af
komst úr snjóflóðinu með móður sinni, væri móðir
Sigurðar Eiríkssonar kaupmanns á Höfðabrekku í
2