Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 20
18
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
[Gríma
Mjóafirði (f 1922) og að hún færist í snjóflóðinu
mikla á Seyðisfirði í febr. 1885, en hann kæmist nauðu-
lega af. Það er rangt, sem Sigfús segir, að mæðgurnar
hafi bjargazt fram í Lón, og það var eingöngu glögg-
skyggni Jóns á Hvannavöl'lum að þakka, að þær björg-
uðust, eins og áður er sagt. — Sjá annars afreksmanna-
sögur Sigfúss, bls. 225—226.
c. Sigfús Jónsson og Jón sonur hans.
Það má telja víst, að um 40 ár hafi liðið frá snjófilóð
inu í Víðidal, þangað til byggð hófst þar að nýju, en
það var vorið 1884. Sigfús Jónsson, sem lengi bjó á
Hvannavöllum, næstur á eftir Áma, flutti þangað
með Ragnhildi konu sinni og Jóni svni þeirra, sem þá
var milli fermingar og tvítugs. Sigfús var orðlagðui
fjör- og fimleikamaður og framúrskarandi lipur til
allra handatiltekta. Eru mönnum ógleymanleg mörg
viðvik hans, einkum ef hann var vitund hreifur af
víni. Stökk hann þá léttilega jafnfætis yfir söðlaðan
hest, og honum var það leikur einn að taka stekkjar-
lömb og haustlömb á hlaupi. — Kona nokkur, er var
eitt eða tvö ár í vist á Hvannavöllum, þegar Sigfús bjó
þar, hefur sagt þessa sögu:
Einu sinni var Sigfús að draga upp klukku, sem hékk
á fjöl, negldri frá rúmgafli í sperrukjálka þar í bað-
stofunni. Á klukkunni héngu tvö lóð í festi, misjöfn
að þyngd, og þegar hún var dregin upp, var þyngra
lóðinu lyft alveg upp að gangverki hennar. Á meðan
Sigfús var að draga klukkuna upp, brotnaði naglinn,
sem hún hékk á, en um leið brást Sigfús við og greip
hana í fallinu á miðri fjölinni með svo miklum hraða,
að ekki festi auga á tilburðum hans.