Gríma - 01.09.1945, Side 21

Gríma - 01.09.1945, Side 21
Gríma] SAGA VÍÐIDALS EYSTRA 19 Sigurður Björnsson, síðast bóndi á Þvottá, hefur sagt mér þessa sögu: Eitt vor lá eg á greni, ásamt Sig- fúsi, í innstu drögum á Múladal; höfðum við verið þar nokkra sólarhringa og sofið og haldið vörð til skiptis. Síðast var refurinn eftir, og veittist erfitt að fanga hann, þótt við sæjurn honum bregða fyrir við og við. Grenið var í urð, og þar fyrir ofan brött skriða; að ofan var klettabelti, en beint upp af greninu var mjó gjóta, þar sem gott var uppgöngu. Árla dags var eg orðinn mjög svefnþurfi og bað Sigfús að halda vörð og vekja mig gætilega, ef refurinn nálgaðist. Hafði eg sofið litla stund, er Sigfús ýtti við mér og benti mér upp í skriðuna; stóð refurinn þar hjá litlum steini. Eg greip byssuna, en hvellhettan kveikti ekki. Refur- inn stökk af stað upp í gjótuna, og í sömu svifum tók Sigfús til fótanna á eftir honum, en þegar þeir voru komnir upp í miðja gjótuna, skipaði eg Sigfúsi að víkja til hliðar; í sama bili féll refurinn fyrir skotinu. — Mér sýndist heldur draga saman með Sigfúsi og rebba, einkum fyrst. Dánarbú séra Markúsar Gíslasonar á Stafafelli var selt við opinbert uppboð vorið 1891. Veturinn áður var hinn bezti, og kvikfénaður því í afbragðs standi. Gemlingarnir, sem þar voru seldir, voru ágætlega fram- gengnir og urðu óþægir í snúningum, þegar reka átti þá í rétt; voru þeir seldir síðast. Á uppboðsþinginu var fjöldi manns, og þar á meðal Sigfús og Jón sonur hans. Þegar reka átti gemlingana í rétt, sluppu tveir þeirra og voru eltir, en þeir voru miklu meira í lofti en við jörðu. Sigfús stóð og horfði á þóf þetta, en er honum tók að leiðast, fleygði hann af sér treyjunni og tók á sprett á eftir gemlingunum; greip hann þegar annan þeirra og afhenti þeim, er næstur var, og síðan gerði 2*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.