Gríma - 01.09.1945, Page 24

Gríma - 01.09.1945, Page 24
22 SAGA VÍÐIDALS EYSTRA [Gríma ur sat á rúmi sínu, en ekki hreyfði hún sig, þegar þeir kölluðu til hennar, heldur leit hálftryllingslega til þeirra. Þeir gerðu enn tilraun til að hrinda upp bæjar- dyrahurðinni, en fundu þá, að hlaðið var upp með henni að innanverðu. Rufu þeir þá þekjuna á bæjar- dyrunum og smugu þar inn; var hlaðið grjóti upp fyrir miðja hurð. Ragnhildur varð sárfegin komu þeirra feðga, en það var eins og hún ætti erfitt um að tala fyrst í stað. Kýr, ásamt ungum kálfi, var byrgð í húsi þar á túninu; hafði hún ekki verið mjólkuð í tvo daga. Þegar Ragnhildur fór að ná sér og hressast, sagði hún þeim feðgum, að þessir dagar, sem þeir voru að heim- an, mundu sér aldrei úr minni líða, meðan sér entist líf; var hún treg til að segja frá, hvað fyrir sjónir henn- ar hefði borið, en hark og brak í viðum húsanna hafði hún stundum heyrt. Fyrst á eftir þorði hún ekki að vera ein, eftir það er rökkva tók, og ef eitthvert óvænt atvik kom fyrir, sem olli hávaða, sérstaklega að nætur- lagi, varð hún hálfsmeyk. Sjálf sagði hún síðar, að aldr- ei hefði hún náð sér að fullu eftir þetta. — Frá þessu sagði Sigfús úti í sveit nokkru síðar. Þegar búið í Víðidal stækkaði, fór þangað vinnu- maður, sem Bjarni Þorsteinsson hét; hann var albróðir Helgu, konu Jóns Sigfússonar. Var Bjarni þar þangað til flutt var úr dalnum vorið 1898. — Tvisvar kom það fyrir, að blota gerði ofan í mikinn snjó, sem hlaðið hafði í logni, en frost gerði á eftir. Varð þá slíkt hörku- hjarn, að hvergi sá á strá upp úr, og varð þá að flýja með féð fram í byggð, þar sem náðist til jarðar. Mjög var erfitt að afla heyja. Þótt túnið yrði nokkuð víðáttu- mikið, gaf það eigi af sér nema 40 hesta, og útheyskap varð að reyta saman á víð og dreif um mýrasund og lágar; með því móti var hægt að afla svo sem 100 hesta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.