Gríma - 01.09.1945, Page 26

Gríma - 01.09.1945, Page 26
24 SAGA VÍÐIDALS EYSTRA [Gríma í hálendið kom, sligaðist hesturinn og lá þar dauður. en kvarnarsteinarnir komust aldrei lengra. Hefur aldr- ei heyrzt, að aðrir en Sigfús hafi rekizt á kvarnarsteina þessa, enda munu þeir nú vera signir á kaf í mosann. En hitt mun sönnu næst, að hin gamla munnmælasaga eigi við rök að styðjast. Þegar þeir feðgar, Sigfús og Jón, fluttust alfarnir úr Víðidal, voru flest bæjarhús vel stæðileg og útihús ekki síður. Enginn varð þó til að flytjast þangað, enda áraði eigi vel fyrst á eftir og vetur voru fremur harðir. Land- sjóður keypti þá eitt húsið fyrir lftið verð; var það skemma, og átti hún að vera sæluhús fyrir ferðamenn, sem legðu leið sína um þessar slóðir. Fúnuðu því öll húsin niður smátt og smátt, og munu nú, þegar þetta er ritað, eigi önnur hús uppi standandi í Víðidal en sæluhús þetta. Jón Sigfússon kvæntist konu þeirri, er Helga Þor- steinsdóttir hét; eignuðust þau þrjá syni, og eru tveir þeirra mállausir. Þriðji sonurinn, Þorsteinn að nafni, var hinn mesti efnismaður, þrekmikill og ágætur smið- ur. Hann andaðist 25 ára gamall úr lungnabólgu, og var að honum hinn mesti mannskaði. — Jón býr enn að Bragðavöllum með aðstoð hinna mállausu sona sinna; er hann nú rúmlega áttræður. — Aðeins ein manneskja lézt í Víðidal, á meðan þeir feðgar bjuggu þar. Var það kona, Þórlaug að nafni, systir Helgu, konu Jóns. Hún var móðir Helga hreppstjóra Einarssonar á Melrakkanesi, sem einnig dvaldist þar með þeim feðgum fram að fermingaraldri. Lík Þórlaugar var flutt að Stafafelli og jarðað þar. Var þetta um vetur, en sökum ötullar hjálpar Lónmanna gekk líkflutning- urinn greiðlega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.