Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 28
26
SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI
[Gríma
Leið nú fram á túnaslátt og heyannir, svo að lítið
var um ferðir manna bæja í milli í Suðurdal. En er
átján vikur voru af sumri, taldi Jón sýslumaður víst,
að fjölgað mundi vera hjá Sigríði í Víðivallagerði,
söðlaði hest sinn og reið þangað, ásamt fylgdarmanni
sínum. Þegar þangað kom, brá þeim mjög í brún, því
að bæjarhúsin voru niður rifin og ekkert eftir annað
en tómar tóttirnar. Var þar enginn til frásagnar, svo
að sýslumaður tók það ráð, að ríða til Valþjófsstaðar og
hafa tal af Böðvari presti; grunaði hann þegar, að
prestur mundi vita eitthvað um hvarf þeirra systkina
og ef til vill hafa átt þátt í því. Svaraði prestur því
einu, að hann hefði sjálfur haft um nóg að hugsa
heima fyrir um annatímann og því ekki ilátið sig ann-
arra hagi skipta. Fékk sýslumaður enga ljósari vitn-
eskju og varð að hverfa heim við svo búið, en grunaði
prest um. vitorð með þeim systkinum eftir sem áður.
Lét hann þegar safna mönnum um sveitina, og urðu
þeir tuttugu saman; leituðu þeir þrjá sólarhringa sam-
fleytt um Fljótsdalsöræfi, en hvergi varð systkinanna
vart, og var þá leitinni hætt.
Eftir sauðburð vorið eftir er þess getið, að Böðvar
prestur kom að máli við sauðamann sinn og mælti:
„Nú þarf eg að eiga nokkuð undir trúnaði þínum, og
skiptir miklu, að þú reynist mér áreiðanlegur." Spurði
sauðamaður, hvers hann beiddist af sér. Prestur svar-
aði: „Þú skalt taka tólf ær tvævetrar með lömbum og
reka þær suðvestur á Maríutungur; þar skaltu skilja
þær eftir, en binda áður sendibréf þetta milli horna
einnar ærinnar. Ef þú leysir erindi þetta vel af hendi
og segir engum frá því, muntu þiggja góð laun af
mér..“ Sauðamaður játaði þessu og daginn eftir lagði
hann af stað með ærnar; gerði hann allt svo sem prest-