Gríma - 01.09.1945, Síða 31

Gríma - 01.09.1945, Síða 31
Gríma] SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI 29 svaraði Ólafur. „Ekki þykir mér það trúlegt,“ svaraði hinn, „en sýndu mér bréfið, og mun eg kannast við rithönd séra Böðvars, ef þú skýrir -rétt frá.“ Sýndi Ólaf- ur honum þá bréfið, en hinn leit á og mælti: „Rit- höndin er séra Böðvars, og muntu enginn njósnar- maður vera; ættir þú að njóta hans af okkar hendi, og er illt til þess að vita, að þú hefur setið hér í allt kvöld beinalaus, en ert bæði votur og hrakinn. Skulu nú dregin af þér vosklæði og fengin önnur þurr.“ Var það og þegar gert og Ólafi veittur hinn bezti beini. Hús- bóndi var hinn kátasti, spurði tíðinda úr byggðum og mælti meðal annars: „Hvað ætla menn, að orðið hafi af þeim systkinum frá Víðivallagerði, er hurfu þaðan forðum?" „Að því eru ýmsar getur leiddar," svaraði Ólafur; „ætla sumir, að þau hafi týnt sér, en aðrir, að þau hafi leitað í óbyggðir og muni hafa notið ásjár og aðstoðar séra Böðvars til þessa.“ „Það mun líka sann- ara reynast," mælti bóndi, „og erum við nú hér stödd öll þrjú, þessi hin sömu systkini og dóttir okkar, sem nú er tvítug að aldri. Var það að ráðum og tilvísun séra Böðvars, að við leituðum í dal þenna, sem næstum því engir byggðamenn þekkja, þótt hér hafi öldum saman hafzt við útlagar og óbótamenn, að minnsta kosti öðruhvoru, ef ekki all-taf. Fórum við hingað með allt lausafé okkar og hittum fyrir einn kotbæ. Bjuggu þar karl og kerling ein manna, og gistum við hjá þeim fyrstu nóttina. Hafði eg karlinn að rekkjunaut, en hafði andvara á mér, því að ískyggilega leizt mér á hjón þessi. Varð eg þess var um nóttina, að karl seild- ist niður með rúmstokknum og dró upp sveðju bitur- lega, en þá var eg fljótur að grípa um úlnlið honum, og af því að aflsmunar kenndi, er til sviptinga kom, fékk eg náð sveðjunni af honum. Átti eg þá vald á lífi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.