Gríma - 01.09.1945, Side 35

Gríma - 01.09.1945, Side 35
Gríma] SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI 33 farinn að óttast um hann. Sagði Ólafur presti af hljóði allt hið sannasta af ferð sinni og komu í afdalinn, en prestur lét vel yfir og lofaði guð, er hann frétti, að systkinunum og dóttur þeirra liði vel, en karl og kerl- ing væru úr sögunni. Varð það að samkomulagi, að þeir segðu engum frá þessum atburðum og að Þórður settist að hjá presti fyrst um sinn. Svo bar við á útengjaslætti sumarið eftir, að ókunn- ur maður, ríðandi ljósum hesti, kom framan Suðurdal, reið í hlað á Valþjófsstað og gerði boð fyrir prest. Tók prestur honum mjög vinsamlega, sat á tali við hann lengi dags, en að kvöldi, er húskarlar komu af engjum, bað prestur þá að fylgja gestinum fram í Hvamminn, sem svo er kallaður. Kvaddi maður þessi prest með virktum, og báðu þeir vel hvor fyrir öðrum. Þegar í Hvamminn kom, voru þar tólf sauðir vænir í einu húsinu, og bað maðurinn húskarlana að færa þá presti. „En það verður að slátra þeim þegar í kvöld,“ mælti hann, „því að ekki verða þeir hamdir hér í byggð, heldur munu þeir þjóta á fjö'll, ef þeim gefst færi til þess.“ Síðan kvaddi hann mennina og reið greitt fram dalinn, en sauðunum var silátrað um kvöldið, og þóttu þeir óvenjulega vel mörvaðir. Á Hofi í Álftafirði vildi svo til á þessu sama sumri, aðfaranótt hvítasunnudags, að karl nokkur varð þess var að prófastur gekk ofan og dvaldist lengi úti; klædd- ist kari þá fyrir forvitni sakir og gekk út til að sjá, hvað á seyði væri. Varð hann einskis var í fyrstu, en þóttist bráðlega heyra mannamál úr kirkju, læddist að glugganum og gægðist inn um hann. Sá hann þá pró- fast standa alskrýddan fyrir altari, en við gráturnar krupu roskinn maður og kona og ung stúlka; var pró- fastur að veita þeim sakramenti. Ekki kannaðist karl 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.