Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 41
Gríma]
NOKKRAR ÖRNEFNASAGNIR
39
um. Eftir þennan atburð tóku Fnjóskdælingar upp þá
venju, að láta fylgdarmann vera með prestum sínum,
svo að þeir væru aldrei einir á ferð bæja á milli.
e. Þorkelsgil og Líkvarða.
í landareign Sörlastaða er gil, sem heitir Þorkelsgil.
Örnefni þetta er ekki eldra en frá byrjun 19. aldar, og
er frásögn um það skýr og áreiðanleg. Svo bar til, að
systkin tvö, börn prestsins á Eyjadalsá, lögðu á Valla-
fjall á gamalársdag og ætluðu kynnisferð inn yfir fjall-
ið að Sörlastöðum. Þegar þau voru á fjallinu, brast á
þau norðanhríð með feikna frosti og fannkomu, svo að
þau náðu ekki bæjum. Þegar upp birti, var hafin leit
að þeim, en árangurslaust, og fundust ekki líkin fyrr
en um vorið. Stúlkur tvær frá Bakka fundu lík drengs-
ins í áðurgreindu gili, en lík stúlkunnar fannst niður
við Bakkaá, hjá litlu vörðubroti, sem síðan var kölluð
Líkvarða; en nú sést lítið eftir af vörðu þessari, aðeins
fáir steinar. Líkið fann bóndasonur frá Sörlastöðum,
Þórður að nafni; varð hann síðar stórbóndi og bjó á
Kjarna í Eyjafirði, nafnkunnur maður.
f. Sveinspollur.
í Illugastaðalandi eru að vísu ýmis örnefni, en fáum
þeirra fylgir sögn, nema Sveinspolli, sem er neðan við
túnið á Illugastöðum. Þar drukknaði Sveinn ríki,
bóndi á Illugastöðum, á hvítasunnumorgun 1624.
g. Brynjubrekka.
Fyrir framan Sörlastaði liggur vegur austur yfir
Vallafjall. Heita Katlar, þar sem vegurinn liggur upp
á fjallið. Rétt við veginn neðst í Kötlunum er Brynju-