Gríma - 01.09.1945, Síða 44
42
SLYSFARASÖGUR
[Gríma
drif stúlkunnar. En þegar Ari Vigfússon bjó á Hamri
(1842—1860), fann hann mannsbeinagrind í fyrrnefnd-
um hellisskúta. Þóttust menn vita, að beinin væru af
stúlku þessari, sem sagnir lifðu enn um, þótt nafn
hennar væri gleymt. Er hellirinn síðan nefndur Stúlku-
hellir.
Ari hlóð fyrir hellismunnann, en rótaði beinunum
ekki. Hellirinn er svo lítill, að aðeins er hægt að skríða
inn í hann. Hefur stúlkan leitað þar skjóls í óveðrinu
og látizt þar. Og þarna lá hún öll þessi ár rétt við al-
faraveg, án þess að nokkur yrði hennar var, þar til er
Ari af einhverri tilviljun leit inn í skútann. — Þegar
Jón Jónasson frá Grænavatni bjó á Hofstöðum um
1875, hafði hann Hólkot undir. Lét hann þá beitar-
húsamann sinn taka beinin og bera þau heim í Hof-
staði. Voru þau síðan flutt til greftrunar að Skútustöð-
um. Enn sjást þess merki, að hlaðið hefur verið fyrir
hellismunnann, og er skútinn auðþekktur á því.
b. Drukknun Árna frá Draflastöðum.
[Handrit Hannesar Ó. M. Berglands. Sögn Jóns Jónssonar blinda frá
Mýlaugsstöðum, móðurbróður Árna.]
Laust fyrir jól árið 1839, átti Árni Jónsson, sem bjó
á Draflastöðum í Fnjóskadal, leið til Akureyrar, til
þess að sækja ýmislegt smávegis til jólanna. í vesturleið
kom hann við á Varðgjá, og bað bóndi hann að kaupa
fyrir sig lítilræði í kaupstaðnum; lofaði Árni því og
kvaðst konra þar aftur við í norðurleið; gerði hann ráð
fyrir að halda áfram heim um kvöldið, því að rifahjarn
væri og veðurhorfur góðar. Spurði hann um, hvernig
ísinn á Leirunni mundi vera. Bóndi sagði traustan ís
fram á marbakka, en þunnan og ónýtan þar fyrir fram-