Gríma - 01.09.1945, Side 45
Grima]
SLYSFARASÖGUR
43
an; annars væri slóð eftir ísnum, þar sem bezt væri að
fara, því að föl hafði fallið á hann. En því spurði Árni
bónda um þetta, að hann var hræddur við vötn og
vatnsföll, síðan því hafði verið spáð fyrir honum, að
hann mundi deyja í vatni. Hélt Árni áfram ofan á
Leiruna, fann slóðina, fór eftir henni til Krókeyrar og
þaðan til Akureyrar. Galti var hestur sá kallaður, er
Árni reið, og var talinn hinn bezti klárhestur. — Rak
Árni erindi sín á Akureyri, en þegar hann var ferðbú-
inn, hitti hann kunningja sinn, og af því að Árni
kvaðst ætla heim til sín um kvöldið, varð það úr, að
maður þessi gekk á leið með honum fram á Krókeyri.
Þegar þeir komu þar á slóðina yfir Leiruna, vildi Árni
ekki, að hann færi lengra með sér, en tekur pelaglas
með brennivíni upp úr vasa sínum og býður hon-
um að bragða. Þiggur hinn það og spyr, hvort
hann ætli ekki sjálfur að fá sér hressingu um Jeið. —
„Nei,“ segir Árni; „kunni eitthvað að koma fyrir mig
i kvöld, skal enginn þurfa um að kenna ölæði og of-
drykkju." Lætur hann svo glasið niður aftur, þeir
kveðjast og Árni ríður austur slóðina. — Veður var hið
bezta, að vísu engin birta af tungli, en þó ekki dimmt
til jarðar.
Leið svo kvöldið, að Árni kom ekki til Varðgjár.
Beið bóndi lengi á ferli eftir honum, og varð ekki
svefnsamt það sem eftir var nætur. í dögun fór hann
yfir til Akureyrar til að grennslast um ferðir Árna.
Frétti hann þegar, að hann hefði riðið af stað frá Ak-
ureyri um kvöldið, og þóttist þá vita, að eitthvað
mundi hafa að honum orðið. Fékk hann fjóra menn
með sér til að leita um Leiruna, og þar á meðal rnann
þann, sem gengið hafði með Árna fram á Krókeyrina
kvöldið áður. Um nóttina hafði verið kyrrt veður og