Gríma - 01.09.1945, Síða 48

Gríma - 01.09.1945, Síða 48
46 DRAUGASÖGUR [Gríma sængur og lokuðu hurðinni, en jafnskjótt sem þeir lögðust út af, opnaðist hurðin enn og fótatak heyrðist eins og áður. Gáfust þeir þá upp við að loka, en sváfu þó lítið um nóttina. Ekki minntust þeir neitt á þetta við heimafólk daginn eftir. Næsta kvöld fór alveg á sömu leið; hurðin opnaðist alltaf jafnóðum og henni var lokað. Tóku þeir þá það til ráðs, að draga koffort og kistur fyrir hurðina, og hugðu þá, að vel væri um búið. En það kom að litlu haldi; að lítilli stundu lið- inni var öllu því dóti ýtt inn, og dyrnar stóðu galopnar fyrr en varði. Bar þá allmikið á hinu þunga fótataki eins og kvöldið áður. Fóru þeir félagar þá enn á stúf- ana, hlóðu fyrir hurðina að nýju og þóttust búa betur um en í fyrra skiptið. En ekki voru þeir fyrr frá því gengnir en öllu skraninu var ýtt inn á gólf og hurðinni í hálfa gátt á eftir því. — Er ekki að orðlengja það, að hurðin tolldi aldrei aftur að næturlagi, hverjum brögð- um sem þeir beittu, og urðu þeir að sætta sig við að sofa fyrir opnum dyrum, meðan þeir dvöldust í Þver- árdal. Oft heyrðu þeir fótatak og umgang í stofunni, en ekki urðu þeir annars varir. Ekki gátu þeir félagar dulið þetta fyrir öðru heima- fólki, og kom þá upp úr kafinu, að lengi hafði þótt reimt í stofu þessari, og vissi þó enginn neina sérstaka ástæðu til þess. Vorið eftir lét Brynjólfur bónda rífa gamla bæinn ásamt stofunni og reisa nýtt íbúðarhús. Þegar grafið var fyrir undirstöðum, fannst beinagrind af manni í tveggja feta dýpi, einmitt á þeim stað, þar sem stofan hafði staðið. Lá beinagrindin á hellum, sem lagðar höfðu verið í kross undir líkið, og voru beinin svo fú- in, að þau duttu öll í sundur, þegar við þeim var hreyft. Enginn veit neitt um það, hver þama hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.