Gríma - 01.09.1945, Side 51

Gríma - 01.09.1945, Side 51
Gríraa] DRAUGASÖGUR 49 verið karlmaður, myndarlegur, gáfaður og skapfestu- mikill. Hafði Guðmundur mikinn áhuga fyrir fundi þessum, og hyggur sögumaður minn, að víst hafi hann skrifað lýsingu og nákvæma mælingu af hauskúpunni. Þorsteinn á Hjaltastöðum var, sem fyrr getur, draumspakur og dulskyggn. Hann vildi nú freista þess, hvort sér eigi tækist að verða neins vísari um þann, sem höfuð þetta hefði borið í lifanda lífi. Tók Þor- steinn höfuðið, lét það undir kodda sinn og svaf þann- ig á því í þrjár nætur. — Tvær fyrstu næturnar dreymdi hann ekkert né varð neins var, en þriðju nótt- ina heyrði hann, er hann svaf, sárt neyðaróp kven- manns, svo hátt og skerandi, að hann vaknaði við það þegar í stað. — Um morguninn sagði Þorsteinn þeim sonum sínum, að eigi væri sem hann og þeir hefðu ætlað, að höfuðið væri af karlmanni. — Guðmundur Þorláksson kom þar þenna sama dag. Mótmælti hann því mjög ákveðið, að höfuðið gæti verið konuhöfuð; til þess væri heilabúið of stórt. Stældu þeir um þetta, og hélt Þorsteinn fast við sitt. Loks varð það úr, að Guðmundur mældi höfuðstærð allra karlmanna þar á bænum og áætlaði húð, hár og hold. Reyndist það svo, að höfuðið, þótt stórt sýndist, hafði dálítið minna heilabú en höfuð nokkurs af karlmönnum þeim, sem þarna voru mæld. Þótti það þá sýnt, að hauskúpa þessi mundi vera af konu. — Hauskúpa þessi var síðar sett niður í leiði í kirkjugarðinum að Flugumýri. Hjaltastaðir eru gamalt stórbýli, (100 hdr. að fornu mati) og brann bærinn tvisvar sinnum á síðastliðinni öld; fyrra sinni í tíð séra Ólafs Þorvaldssonar og síðara sinni, þá er Eggert Briem sýslumaður hinn eldri bjó þar. Þegar þarna var grafið, fundust menjar brunanna, bæði aska og einnig fannst þar innsigli Skagafjarðar- 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.