Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 54
52 DRAUGASÖGUR [Gríma
djöfulskynngin, og kláfurinn fékk aftur sína réttu
mynd.
Seinna um kvöldið kom utanhéraðsmaður að Nípá
og fékk þar gistingu. Hann hafði villzt í hríðinni og
bölvaði mikið bæði hríðinni og villunni. Var hann að
öllu hinn ruddalegasti maður, og því ekki undarlegt,
þótt eitthvað óhreint fylgdi honum.
e. Þorsteinn peddi og draugarnir tveir.
[Handrit Konráðs Erlendssonar, kennara á Laugum.]
Ingjaldur hét maður. Hann bjó á Grænavatni í
Mývatnssveit. Hann var sonur Jóns bónda á Sveins-
strönd, Ingjaldssonar á Kálfaströnd, Jónssonar. Árni
og Halldór hétu synir hans. Er þeir voru orðnir full-
tíða menn, voru þeir til heimilis á Kálfaströnd. Þá
var það haust eitt um eða eftir 1790, að fé frá Kálfa-
strönd var haft úti í Hrútey. Gerði stórhríð mikla
og rak í vatnið. Þegar upp birti, ætluðu þeir bræður
út í eyna að vitja um féð. Drukknuðu þeir báðir uppi
undir landsteinum í eynni, við svokallaða Rauðhóls-
eyri. Sást, að þeir höfðu farið gætilega og reynt ísinn,
þar til þeir töldu sig sloppna, er þeir voru komnir upp
undir land; en þarna fram af eyrinni hafði haldizt
eyða, meðan á bylnum stóð, en lagt, er lægði, og svo
komið föl yfir. Bræður þessir þóttu ganga mjög aftur,
og sáu þá bæði skyggnir og óskyggnir.
Þegar Þorsteinn Jónsson ríki bjó í Reykjahlíð (frá
1799), var hjá honum systursonur hans, Þorsteinn Jak-
obsson, kallaður „peddi“ (f. á ísólfsstöðum á Tjörnesi
1783). Hann var hið mesta hörkumenni. Var hann
jafnan berhentur á vetrum, hvernig sem viðraði. Hann
gekk margar vetrarferðir á Austurfjöll og þá oft á hálf-