Gríma - 01.09.1945, Page 58

Gríma - 01.09.1945, Page 58
56 GALDRASÖGUR [Gríma vera einn mánuð eða sex vikur á Hóli, þegar svo bar til, að Agata gekk niður fyrir bæinn í góðu veðri. Fannst henni fluga hrökkva ofan í sig. Fékk hún þegar hóstakjöltur, gekk inn og lagðist upp í rúm sitt. Veikt- ist hún þegar mjög og dó að kveldi sama dags. Einar var ekki heima, er þetta gerðist. Það sannaðist síðar, að er þetta vildi til, höfðu þeir áðurnefndu menn, Björn og Halldór, komið eftir veg- inum sunnan Fellið. Höfðu þeir áð eða staldrað við á krossgötum suður á Hólsleiti og farið síðan, sem leið liggur, austur yfir Fljót. Hafði Agata komið út, á með- an þeir höfðu viðdvöl suður á Leitinu. En af því að þessir menn voru áður í óvild við Einar, drógu menn þá ályktun af, að Björn hefði sent Agötu galdraflugu. En það var þá eigi ótítt, að menn ætluðu að slíkt hefði við borið áður meðal manna í slíkum tilfellum, þegar stúlka neitaði manni um eiginorð. Voru það leifar af forneskjunni að framan. Reiddist Einar Birni og ætl- aði, að hann hefði drepið fyrir sér konuna. Og Björn reiddist einnig, er hann heyrði slíkt illmæli eftir Ein- ari, og urðu þeir fjandmenn þaðan af alla sína daga. Kvað Björn níðvísur um Einar, en Gísli í Skörðum, vinur Einars, borgaði fyrir hann og kvað skammir um Björn. Lenti þeim svo saman, Birni og Gísla, og ortu argar skammir hvor um annan. Sagt var, að Antoníus Jónsson prests Stefánssonar á Helgastöðum hefði hjálp- að Birni um fluguna. ATH. Agata var fædd í Miðfirði á Langanesströnd 1782. Foreldrar hennar voru Jón Þorbergsson og Ingibjörg Jónsdóttir, sem var seinni kona Jóns. Hálfbróðir Agötu samfeðra var Þorbergur í Ási í Kelduhverfi. Þau Einar og Agata giftust 8. júní 1808. Hún dó 29.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.