Gríma - 01.09.1945, Page 58
56
GALDRASÖGUR
[Gríma
vera einn mánuð eða sex vikur á Hóli, þegar svo bar
til, að Agata gekk niður fyrir bæinn í góðu veðri.
Fannst henni fluga hrökkva ofan í sig. Fékk hún þegar
hóstakjöltur, gekk inn og lagðist upp í rúm sitt. Veikt-
ist hún þegar mjög og dó að kveldi sama dags. Einar
var ekki heima, er þetta gerðist.
Það sannaðist síðar, að er þetta vildi til, höfðu þeir
áðurnefndu menn, Björn og Halldór, komið eftir veg-
inum sunnan Fellið. Höfðu þeir áð eða staldrað við á
krossgötum suður á Hólsleiti og farið síðan, sem leið
liggur, austur yfir Fljót. Hafði Agata komið út, á með-
an þeir höfðu viðdvöl suður á Leitinu. En af því að
þessir menn voru áður í óvild við Einar, drógu menn
þá ályktun af, að Björn hefði sent Agötu galdraflugu.
En það var þá eigi ótítt, að menn ætluðu að slíkt hefði
við borið áður meðal manna í slíkum tilfellum, þegar
stúlka neitaði manni um eiginorð. Voru það leifar af
forneskjunni að framan. Reiddist Einar Birni og ætl-
aði, að hann hefði drepið fyrir sér konuna. Og Björn
reiddist einnig, er hann heyrði slíkt illmæli eftir Ein-
ari, og urðu þeir fjandmenn þaðan af alla sína daga.
Kvað Björn níðvísur um Einar, en Gísli í Skörðum,
vinur Einars, borgaði fyrir hann og kvað skammir um
Björn. Lenti þeim svo saman, Birni og Gísla, og ortu
argar skammir hvor um annan. Sagt var, að Antoníus
Jónsson prests Stefánssonar á Helgastöðum hefði hjálp-
að Birni um fluguna.
ATH.
Agata var fædd í Miðfirði á Langanesströnd 1782.
Foreldrar hennar voru Jón Þorbergsson og Ingibjörg
Jónsdóttir, sem var seinni kona Jóns. Hálfbróðir
Agötu samfeðra var Þorbergur í Ási í Kelduhverfi.
Þau Einar og Agata giftust 8. júní 1808. Hún dó 29.