Gríma - 01.09.1945, Síða 60
58
GALDRASÖGUR
[Gríma
kistu sína, dró upp svart pils og fékk það dóttur sinni.
„Ef þú ferð í pils þetta næst klæða,“ hélt hún áfram,
„og ferð aldrei úr því aftur, hvorki á degi né nóttu,
þá mun jóðsótt a'ldrei þjá þig.“ Stóð þá eigi lengur á
samþykki stúlkunnar, og giftist hún prestinum. Bún-
aðist þeim hjónum vel, því að prestskonan reyndist
dugleg og hagsýn og virtist hverjum manni vel.
Liðu svo nokkur ár, að hagur prestshjónanna stóð
með miklum blóma, en engin börn eignuðust þau;
voru þó samfarir þeirra hinar ástúðlegustu. Prestur
hafði óljósan grun um, að svarta pilsið konunnar hans
væri engin happaflík, og bað hana bæði með góðu og
illu að fara úr því, en þótt konan væri eftirlát og auð-
sveip manni sínum í öllu öðru, var hún ófáanleg til að
þægja honum í þessu og sat föst við sinn keip. Tók
prestur sér þetta mjög nærri, en fékk eigi að gert.
Það var eitt sumar, daginn fyrir Jónsmessu, að æsku-
vinur og skólabróðir prests úr öðrum landsfjórðungi
kom í heimsókn til hans; var hann fróðleiksmaður og
kunni ýmislegt fyrir sér. Tóku prestshjónin honum
tveim höndum, og höfðu þeir vinirnir margs að minn-
ast og margt hvor öðrum í fréttum að segja. Meðal
annars spurði gesturinn að börnum prests, en hann
varð daufur við og kvaðst engin eiga. Vinur hans kvað
það mikið mein, að svo myndarleg hjón ættu engin
afkvæmi, og spurði, hvort hann gæti hugsað sér nokkra
sennilega ástæðu til þess. Trúði prestur honum þá
fyrir því, að kona hans væri í svörtu pilsi næst sér jafnt
á degi sem nóttu og fengist ekki með nokkru móti til
að fara úr því. Þá varð vinur hans hugsi, þagði um
stund og mælti síðan: „Reynt get eg að kippa þessu í
lag, svo að ykkur verði báðum til góðs. Nú fer heilög
Jónsmessunótt í hönd, en um lágnættið skalt þú syngja