Gríma - 01.09.1945, Page 61

Gríma - 01.09.1945, Page 61
Gríma] GALDRASÖGUR 59 aftansöng í kirkjunni og kona þín og eg ein manna. Skulum við þá sjá, hvernig um kann að skipast.“ Prest- ur féllst á þetta, og um kvöldið stungu þeir upp á því við prestskonuna, að hún gengi með þeim út í kirkju til aftansöngs. Hún kvaðst þess albúin, og undir lágnætt- ið gengu þau þrjú í kirkju; fór prestur fyrir altarið, en þau prestskonan og gesturinn tóku sér sæti sitt hvoru megin við það. Hófu þau svo sönginn og drógu eigi af. Að nokkurri stundu liðinni kom lítill drengur inn eftir kirkjugólfinu, gekk að hnjám prestkonunn- ar, leit á hana sorgmæddum álösunaraugum og mælti: „Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs. — Eg átti að verða biskup.“ Svo hvarf hann aftur fram kirkjugólfið. Prestskonunni varð afar hverft við þetta og fölnaði upp, en þó hélt hún söngnum áfram. Stundu síðar kom annar drengur að hnjám hennar og mælti: „,Illa gerðir þú móðir mín, að varna mér lífs. — Eg átti að verða sýslumaður.“ Svo hvarf hann aftur fram í kirkjuna. I þetta skipti varð prestskonunni enn- þá meira bilt en áður, svo að hún svitnaði og skalf, en með herkjum gat hún þó haldið söngnum áfram. En þá kom lítil stúlka að hnjám hennar og mælti bljúgri barnsröddu: „Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs. — Eg átti að verða prestskona.“ Þá stóðst prests- konan ekki mátið og hné í ómegin niður úr sætinu, um leið og stúlkan hvarf frá henni. I sama bili stukku þeir að prestur og vinur hans, sviptu af prestskon- unni svarta pilsinu í einu vetfangi, báru hana sjálfa inn í bæ til rúms síns, en pilsið brenndu þeir til ösku. Eigi er þess getið, að prestskonunni yrði meira um atburð þenna en orðið var, en það var eins og fargi væri létt af prestinum, og var hann vini sínum mjög þakklátur. Svo var sem lánið léki við prests-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.