Gríma - 01.09.1945, Page 61
Gríma]
GALDRASÖGUR
59
aftansöng í kirkjunni og kona þín og eg ein manna.
Skulum við þá sjá, hvernig um kann að skipast.“ Prest-
ur féllst á þetta, og um kvöldið stungu þeir upp á því
við prestskonuna, að hún gengi með þeim út í kirkju til
aftansöngs. Hún kvaðst þess albúin, og undir lágnætt-
ið gengu þau þrjú í kirkju; fór prestur fyrir altarið,
en þau prestskonan og gesturinn tóku sér sæti sitt
hvoru megin við það. Hófu þau svo sönginn og drógu
eigi af. Að nokkurri stundu liðinni kom lítill drengur
inn eftir kirkjugólfinu, gekk að hnjám prestkonunn-
ar, leit á hana sorgmæddum álösunaraugum og mælti:
„Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs. — Eg
átti að verða biskup.“ Svo hvarf hann aftur fram
kirkjugólfið. Prestskonunni varð afar hverft við þetta
og fölnaði upp, en þó hélt hún söngnum áfram.
Stundu síðar kom annar drengur að hnjám hennar og
mælti: „,Illa gerðir þú móðir mín, að varna mér lífs. —
Eg átti að verða sýslumaður.“ Svo hvarf hann aftur
fram í kirkjuna. I þetta skipti varð prestskonunni enn-
þá meira bilt en áður, svo að hún svitnaði og skalf, en
með herkjum gat hún þó haldið söngnum áfram. En
þá kom lítil stúlka að hnjám hennar og mælti bljúgri
barnsröddu: „Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér
lífs. — Eg átti að verða prestskona.“ Þá stóðst prests-
konan ekki mátið og hné í ómegin niður úr sætinu,
um leið og stúlkan hvarf frá henni. I sama bili stukku
þeir að prestur og vinur hans, sviptu af prestskon-
unni svarta pilsinu í einu vetfangi, báru hana sjálfa
inn í bæ til rúms síns, en pilsið brenndu þeir til
ösku. Eigi er þess getið, að prestskonunni yrði meira
um atburð þenna en orðið var, en það var eins og
fargi væri létt af prestinum, og var hann vini sínum
mjög þakklátur. Svo var sem lánið léki við prests-