Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 69
Grlma]
TRÖLLASÖGUR
67
erfiði verra en í meðallagi og hugsar skessunni þegj-
andi þörfina. Þegar mál er komið til að halda heim á
leið með féð, ætlar skessan að stökkva niður af baki
hans, en þá heldur bóndi sem fastast um hnésbætur
henni og sleppir ekki tökunum, hvernig sem hún brýzt
um. Er ekki að orðlengja það, að hann dröslar skess-
unni á baki sér heim að bæ í Myrkárdal og þaðan út og
niður að efsta fossinum í ánni; steypir hann henni
fram af sér í fossinn, og lætur hún þar líf sitt. Gengur
bóndi eftir það til bæjar og er þá bæði móður og þrek-
aður eftir viðureignina. Fréttir hann vinnumann eftir
viðkynningu hans við skessuna og er hann fær að vita
allt hið sanna, finnst honum vinnumaður hafa sýnt
furðanlegt þrek, er hann hafði þolað svo þunga byrði á
baki sér dögum saman. Segist hann ekki framar ætla að
vera því mótfallinn, að þau ættust, vinnumaður og
dóttir sín, ef það væri vilji þeirra beggja. Giftust þau
síðan, tóku við búi í Myrkárdal að bónda látnum og
bjuggu þar vel og lengi.
Upp frá þessu var efsti fossinn í Myrká nefndur
Geirufoss, en nafnið afbakaðist í Geirafoss, þegar
fyrnast tók yfir atburð þenna.
b. Ágúll.
[Handrit Konráðs Erlendssonar, kennara á Laugum].
Meðfram Skjálfandaflóa vestanverðum er sæbratt
mjög og víðast hengibjörg með sjó fram. Suðvestur-
horn flóans heitir Bjargakrókur. Niður frá Króknum
hefur áður heitið Hurðarbjarg. Það nafn er nú glatað.
Norðan við Hurðarbjarg hverfur inn lítil vík. Veit
hún móti norðaustri, og er sandfjara fyrir víkurbotn-
inum, en standbjörg allt hið efra. Hellir skerst inn í
5*