Gríma - 01.09.1945, Page 70
68
TRÖLLASÖGUR
[Grima
bjargið slétt við fjöruna. Hann mun vera um 50 metr-
ar á lengd og allhár framan til, en breiddin varla
meira en 3—4 metrar. Sandur og möl er í botninum,
enda mun sjór ganga inn í hellinn í stórbrimum.
Heyrt hef eg hellinn nefndan Hurðarbjargshelli, en
ekki er það nafn almennt notað. Sagt er, að inn af þess-
um helli sé annar hellir miklu stærri, sem sjór sé bú-
inn að bera sand fyrir. Sigurjón Jósefsson, sem bjó í
Naustavík 1904—’24, sagði mér, að þegar hann kom
fyrst í hellinn, hefði inn úr honum verið hola, sem
koma mátti handlegg inn um. Sagðist hann hafa seilzt
þangað inn með langan broddstaf og sveiflað honum í
hring, en hvergi fundið ti:l veggja. Nú sér þess engin
merki.
I>egar Arnþór galdramaður Ólafsson bjó á Sandi á
síðara hluta 17. aldar, bjó í helli þessum bergrisi sá, er
Ágúll hét. Var hann vinur Arnþórs, og áttu þeir kaup
saman. Lét Arnþór Ágúl hafa landvöru, en fékk sjó-
föng í staðinn. Arnþór sendi húskarla sína á bát til
víkurinnar. Báru þeir það, sem þeir höfðu meðferðis,
inn í hellismunnann og kölluðu: „Ágúlll Ágúll! Sands-
piltar eru komnir.“ Kom þá fram til þeirra það, sem
þeir áttu að hafa með sér til baka. Báru þeir það til
skips, en skildu sinn varning eftir. Aldrei sáu þeir
hellisbúann.
Ekki er þess getið, að Ágúll væri kvæntur eða ætti
niðja. Ætla menn, að hann hafi látizt þar í hellinum og
séu gripakistur hans í innra hellinum, þeim, sem nú er
geymdur bak við sanddyngjuna.