Gríma - 01.09.1945, Side 73
Gríma]
HULDUFÓLKSSÖGUR
71
væri gjöf frá álfkonu til hennar, og hirti það. — Sagði
hún mér sjálf sögu þessa, og sá eg kverið hjá henni.
b. Álfabær í Kvíabekkjardal.
[Eftir handriti Árna Stefánssonar í Litladal].
Þegar Daníel prestur Jónsson hélt Kvíabekk í Ólafs-
firði (1839—59), var til heimilis hjá honum niðurseta,
er hét Þórunn Hinriksdóttir. Var hún fullorðin að
aldri og vexti, en svo vitgrönn, að hún hafði hvorki
lært neitt bóklegt né verklegt; var því ekki hægt að
ætla henni önnur störf en þau, sem engrar kunnáttu
kröfðust, svo sem að bera vatn, moka flór, reka kýr í
haga o. s. frv. Kýr voru venjulega reknar fram að Þver-
vikshálsi á Kvíabekkjardal. Þar á grundunum er geysi-
stór steinn. — Einu sinni þegar Þórunn kom heim frá
kúarekstri, fór hún inn í búr til prestkonunnar, því
að þar var hún vön að borða, en í þetta skipti kvaðst
hún ekki vera svöng og vildi engan mat þiggja. Sagði
prestkonan þá, að venjulega þægi hún mat sinn, og
spurði, hvernig á þessu stæði. Þórunn kvaðst hafa
komið á bæ frammi á dal og borðað þar nægju sína
af góðum mat. „Hvaða vitleysa er í þér,“ mælti prest-
konan, „þar er enginn bær.“ „Jú, það er alveg satt,“
svaraði Þórunn; „eg kom þar inn, og konan gaf mér
nýja ýsu, brauð og smjör, skyr og rjóma, og var mér
ósköp góð. Bóndinn þar heitir Eiríkur; hann var að
búa sig til sjóvar. Heldur sýndist mér hann ófríður
og líta illilega til mín. Fimm börn voru þar, öll ung
og heldur illa til fara. Á meðan eg tafði, fór bóndinn
af stað, en konan hvílslaði að mér, að eg skyldi ekki
verða honum samferða, svo að eg beið þar, þangað til
hann var farinn fyrir stundu. Þá fylgdi konan mér út