Gríma - 01.09.1945, Side 73

Gríma - 01.09.1945, Side 73
Gríma] HULDUFÓLKSSÖGUR 71 væri gjöf frá álfkonu til hennar, og hirti það. — Sagði hún mér sjálf sögu þessa, og sá eg kverið hjá henni. b. Álfabær í Kvíabekkjardal. [Eftir handriti Árna Stefánssonar í Litladal]. Þegar Daníel prestur Jónsson hélt Kvíabekk í Ólafs- firði (1839—59), var til heimilis hjá honum niðurseta, er hét Þórunn Hinriksdóttir. Var hún fullorðin að aldri og vexti, en svo vitgrönn, að hún hafði hvorki lært neitt bóklegt né verklegt; var því ekki hægt að ætla henni önnur störf en þau, sem engrar kunnáttu kröfðust, svo sem að bera vatn, moka flór, reka kýr í haga o. s. frv. Kýr voru venjulega reknar fram að Þver- vikshálsi á Kvíabekkjardal. Þar á grundunum er geysi- stór steinn. — Einu sinni þegar Þórunn kom heim frá kúarekstri, fór hún inn í búr til prestkonunnar, því að þar var hún vön að borða, en í þetta skipti kvaðst hún ekki vera svöng og vildi engan mat þiggja. Sagði prestkonan þá, að venjulega þægi hún mat sinn, og spurði, hvernig á þessu stæði. Þórunn kvaðst hafa komið á bæ frammi á dal og borðað þar nægju sína af góðum mat. „Hvaða vitleysa er í þér,“ mælti prest- konan, „þar er enginn bær.“ „Jú, það er alveg satt,“ svaraði Þórunn; „eg kom þar inn, og konan gaf mér nýja ýsu, brauð og smjör, skyr og rjóma, og var mér ósköp góð. Bóndinn þar heitir Eiríkur; hann var að búa sig til sjóvar. Heldur sýndist mér hann ófríður og líta illilega til mín. Fimm börn voru þar, öll ung og heldur illa til fara. Á meðan eg tafði, fór bóndinn af stað, en konan hvílslaði að mér, að eg skyldi ekki verða honum samferða, svo að eg beið þar, þangað til hann var farinn fyrir stundu. Þá fylgdi konan mér út
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.