Bændablaðið - 21.07.2016, Page 27

Bændablaðið - 21.07.2016, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Sigursteinn Sveinbjörnsson, fjár- og rekabóndi í Litlu Ávík: Viðarvinnslan úr rekavið góð aukabúgrein Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi hefur búið í Litlu-Ávík alla sína ævi og er með um 220 kindur. Auk þess að vera með fjárbú sagar Sigursteinn við sem rekur á land við Litlu-Ávík. Þrátt fyrir að vera 78 ára gamall er Sigursteinn að gera upp fjárhúsin og segist ekki vera hættur búskap þrátt fyrir að hann hafi fækkað fénu. „Rekinn hefur minnkað talsvert síðasta áratuginn og ég saga líka minna en ég gerði áður vegna aldurs,“ segir Sigursteinn. „Áður fyrr sagaði ég mest girðingastaura en eftir að ég keypti bandsög í samstarfi við Úlfar Eyjólfsson, bónda í Krossnesi, 1994 saga ég mest borð og plankavið. Eftirspurn eftir girðingarstaurum hefur dregist saman og innflutning- ur á þeim aukist. Aftur á móti hefur eftirspurn eftir borðum og plankavið aukist talsvert á sama tíma og dregið hefur úr reka. Borðin eru vinsæl sem klæðningar í sumarhús og plankarnir sem sperrur og bitar. Það hafa alltaf verið áraskipti á reka og svo skilst mér að menn tapi minna af rekanum við fleytingar norður í Síberíu og áður fyrr. Reki í dag er því ekkert á við það sem hann var á árum áður og ég á lítið af timbri í dag og stundum kaupi ég því boli af nágrönn- um mínum ef mikið liggur við.“ Sigursteinn segir að mikið hafi rekið af við árið 1966 og mest af honum hafi farið í girðingarstaura sem voru seldir, notaðir heima fyrir eða til húsbygginga. Minni spýtur voru notaðar til að kynda hús og Sigursteinn kyndir enn íbúðarhúsið í Litlu-Ávik að mestu með rekavið. „Viðarvinnslan hefur því verið ágæt aukabúgrein í gegnum árin.“ Fækkar fénu og gerir upp útihúsin Sigursteinn var með 220 kindur á fóðrum síðastliðinn vetur. Hann seg- ist smám saman vera að fækka fénu en á sama tíma hefur hann verið að gera upp útihúsin og meðal annars að koma upp sjálfvirkum brynningar- búnað fyrir féð. Hann segir ótrúlegan mun að þurfa ekki að bera allt vatn í skepnurnar lengur og kindurnar fljótar að læra að drekka af stút. Sigursteinn sér um allar rúningar sjálfur en viðurkennir að þær séu erfiðari í dag en fyrir tíu árum en á sama tíma segir hann að þær haldi sér í þjálfun. „Ég byrjaði að gera útihúsin upp 2009 og er að mestu búinn með þau að utan og er nú byrjaður að gera þau upp að innan og að endurnýja slár, jötur og milligrindur. Ég gerði upp einn þriðja af húsinu í fyrra og ætla að gera upp einn þriðja af því á þessu ári og vonandi klára ég það á því næsta ef ég endist,“ segir Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi að lokum. /VH Þrátt fyrir að vera að nálgast áttrætt er Sigursteinn að gera upp fjárhúsin í Litlu-Ávík. Megnið af timbrinu er úr rekavið sem hann sagar sjálfur. Sigursteinn Sveinbjörnsson, bóndi í Litlu-Ávík, við gömlu hjólsögina. MYNDIR / VH Talsvert er af góðum girðingarstaurum á hlaðinu í Litlu-Ávík. Sigursteinn kyndir íbúðarhúsið í Litlu-Ávík með rekavið. Skútuvogi 11 www.neyd.is s: 510 8888 Opið alla virka daga 8-18 laugardaga 10-14 Vantar Hurðapumpur K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Tilvalin fyrir þrif á speglum og gleri WV 5 Plus Sogskafan ásamt þurrkklút og þvottaefni COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd: Josefine Unterhauser

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.