Bændablaðið - 21.07.2016, Side 33

Bændablaðið - 21.07.2016, Side 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Aðalinngangurinn að Higashi Honganji séður frá tröppum hofsins. Elsti hluti garðsins er sagður vera frá 10. öld og eru tjarnir í honum að mestu óbreyttar frá þeim tíma. Hleðsla við innganginn að Shosei-en-garðinum. Honganji-hofinu og var um tíma heimilisgarður æðstaprestsins eða ábót hofsins. Óvenjuleg grjóthleðsla og skrautfiskar Við innganginn að garðinum er óvenjuleg og falleg hleðsla sem er hlaðin úr afgangsgrjóti sem notað var í grunna húsanna og við mótun garðsins. Í einum hringlaga steini í hleðslunni má sjá tvö göt. Steinninn mun upphaflega hafa verið hluti af kornmyllu sem var í garðinum. Framan við hús sem er rétt við innganginn í garðinn og var eitt sinn íbúðarhús er tjörn með skrautfiskum og handan þess er lundur með fallega mótuðum furum. Frá innganginum er hægt að ganga hring um garðinn um trjágöng, með- fram lækjum, yfir bogalagaðar stein- brýr og kíkja inn í litla manngerða hella. Stærsta tjörnin í garðinum þekur um einn sjötta af flatarmáli hans og er í laginu eins og hálfmáni. Sagan segir að bakkar tjarnarinnar eigi að líkja eftir sjávarströndum í Norður-Japan og að upphaflega hafi verið fluttur í hana sjór úr Ósakaflóa til að fullkomna verkið. Einn af aðalkostum garðsins er hversu fáir eru þar á ferli og því upp- lagt afdrep fyrir heimsþreytta og veg- móða ferðamenn til að hvíla lúin bein og endurnærast. Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 AkureyriVERKIN TALA

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.