Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Mjög sveiflukennd tölfræði í alifuglaræktinni Átak hefur verið í gangi hjá Búnaðarstofu Matvælastofnunar til að ná fram áreiðanlegri tölfræði í alifuglarækt landsmanna. Þar hefur tölfræðin í gegnum tíðina einkennst af miklum sveiflum sem erfitt hefur verið að sannreyna. Nokkur vandi er á höndum í skráningu á alifuglum m.a. vegna örrar umsetningar og skamms líftíma t.d. í eldi kjúklinga til slátrunar. Tímasetningar samantektar tölfræðigagna skipta því öllu máli þar sem líftími fuglanna er fremur talinn í vikum en mánuðum. Afföll sem oft geta orðið í eldi geta líka ruglað þessa mynd. Áreiðanlegustu tölurnar varðandi kjúklingaframleiðsluna sjálfa er þó án efa að finna hjá sláturhúsunum. Þar er hægt að greina daglegar rauntölur um þá kjúklinga sem fara í vinnslu og á markað hverju sinni Það eru líka tölurnar sem endanlega skipta máli í samantekt á hagtölum Íslands. 358.979 alifuglar á landinu öllu Samkvæmt tölum MAST um alifuglaeign landsmanna 2016–2017, þá voru þeir samtals 358.979. Þar af voru varphænsni eldri en 5 mánaða samtals 196.206 á 301 búi. Þá voru holdahænsni eldri en 5 mánaða 50.590 á 9 búum. Lífungar yngri en 5 mánaða voru 92.807 á 45 búum. Þegar talað er um lífunga eru það ungar sem verið er að ala upp í sláturstærð sem kjúklinga. Talnaskráning á lífungum hófst ekki fyrr en 1992 þegar þeir voru sagðir vera 24.020. Árið 1999 var talan komin í 154.183 unga en hafði hrapaði í 41.031 árið 2002. Þá rauk talan aftur upp og var komin í 200 þúsund árið 2005 og fór mest í 258.543 árið 2007. Engu er líkara en hrun hafi orðið í lífungaeldinu á sama tíma og efnahagshrunið varð 2008, en þá fór talan niður í 75.964 fugla. Hvort einhverjir þeirra nær 200 þúsund lífungar sem fækkunin nam hafi verið sendir í skyndi til Tortóla skal ekki fjölyrt um. Í dag eru lífungar skráðir 92.807 og flestir í Vogum, eða 25.003. Landsmenn áttu einnig 971 aliönd á 75 búum og 183 gæsir á 17 búum. Fullorðnir kalkúnar töldust vera 1.113 á 3 búum, þar af 1.110 í Fljótsdalshreppi og 3 í Dalabyggð. Þá voru 17.005 eldiskalkúnar á 8 búum. Þar af voru 6.002 í Dalabyggð, 6.000 í Ölfusi, 5.000 í Hrunamannahreppi, 2 í Hornafirði og 1 kalkúnn var skráður til heimilis í Vopnafjarðarhreppi. Af öðrum óskilgreindum tegundum alifugla voru skráðir 104 fuglar á 11 búum. Miklar sveiflur í varphænsnatölum Árið 1981 voru skráð 270.695 varphænsni í landinu. Flest voru þau skráð 322.880 árið 1985. Síðan fækkaði þeim jafnt og þétt samkvæmt skráningu til 1997 þegar þau voru 154.884. Nokkuð flökt hefur verið í tölunum síðan og flest urðu varphænsnin á ný 221.167 árið 2011. Síðan hafa verið gríðarlegar sveiflur í skráningunni og munar t.d. um 100 þúsund varphænsni á milli áranna 2014 og 2015, en það ár fór talan niður í 119.811. Nú eru varphænsnin talin vera 196.206. Mestur fjöldinn, eða 63.025 varphænsni, eru skráð í Reykjavík (á Kjalarnesi) og 60.013 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar á eftir kemur Flóahreppur með 23.117 varphænur. Tölur um holdahænsni hafa sveiflast frá 8–290 þúsund Mjög sveiflukenndar tölur eru líka á holdahænsnum síðastliðin 35 ár. Þar voru skráðir 144.721 fugl árið 1981. Fór fjöldinn hæst árið 1990 í 291.190 fugla, en var talinn tveim árum seinna vera 44. 065 fuglar. Frá þeim tíma hafa tölurnar sveiflast frá 20–90 þúsund fugla en fóru lægst í 8.397 holdahænsni árið 2013. Í dag eru holdahænsnin skráð 50.590 og flest í Ásahreppi, eða 21.161, og 15.100 í Ölfusi. /HKr. FRÉTTIR Fjöldi hrossa á Íslandi hefur nánast verið sá sami og fjöldi nautgripa fram undir 2012. Hefur þróunin haldist nokkurn veginn í hendur með litlum frávikum lengst af frá 1981. Samkvæmt nýjustu tölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem líka má sjá á vefsíðu Data Market, voru hross frá hausti 2016 til vors 2017 talin vera 67.186 á 2.470 búum. Árið 2012 voru þau hins vegar talin 77.380 en voru flest 80.582 árið 1996. Athyglisverð er fylgni í stærð hrossastofnsins við stærð nautgripastofnsins í landinu. Það er að segja allt fram til 2012. Þá varð greinilega einhver misbrestur í talnaöflun sem líklega skýrir það að árið 2013 voru einungis skráð 53.021 hross. Við eftirgrennslan Bændablaðsins á þeim tíma þótti ljóst að ekki hafði verið slátrað eða flutt út ríflega 24 þúsund hross á einu ári. Frá þeim tíma hefur verið gert mikið átak í að efla skráningu á hrossum og fá hestaeigendur til að skrá og skila skýrslum um hrossa- eign sína. Erfiðast virðist hafa verið að fá þéttbýl- isbúa til að gefa upp tölur um hrossaeign, en starfs- fólk Búnaðarstofu MAST hefur lagt mikla áherslu á að koma skikk á þessa tölfræði. Rétt skráning mikilvæg Líkt og með skráningu á hrossaeign landsmanna, þá skipta allar búfjártöl- ur miklu máli í hagtölum landsins. Þá er það líka hreint og klárt fjárhags- spursmál fyrir bændur að þeir skili inn skýrslum um búfjár- eign sína ella detta þeir út úr kerf- inu og missa tilkall til stuðnings- greiðslna þar sem það á við. Flest hross í Skagafirði Þegar skoðaður er fjöldi hrossa sem skráður er í einstökum sveitarfé- lögum, þá skera þrjú sveitarfé- lög sig algjörlega úr. Þar trónir Skagafjörður efst með 6.836 hross. Næst kemur Rangárþing eystra með 6.251 hross og í þriðja sæti er Borgarbyggð með 5.249 hross. Áberandi mikil hrossaeign er líka í Húnavatnshreppi, eða 4.166, Húnaþingi vestra þar sem hrossin eru 4.032, Flóahreppi sem er með 2.862 hross og Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem hrossin eru 2.011. Þar á eftir kemur Bláskógabyggð með 1.893 hross, Sveitarfélagið Árborg með 1.627 hross, Hrunamannahreppur með 1.450 hross, Ásahreppur með 1.320 hross, Dalabyggð með 1.279 hross og Akureyri með 1.278 hross, en önnur sveitarfélög eru með færri. Í Reykjavík eru síðan skráð 700 hross og 466 í Kópavogi. Samt mætti ætla að þau væru þar enn fleiri miðað við umfangið í kringum þessa grein á höf- uðborgarsvæðinu. Ekkert hross lengur í Árneshreppi Ef skoðuð eru sveitarfélög sem hafa fæst skráð hross þá er ekkert hross skráð leng- ur í Árneshreppi á Ströndum, en 12 í Vestmannaeyjum líkt og í Vesturbyggð og í Tálknafjarðarhreppi. Þá kemur Sandgerði með 17 hross og Kaldrananes hreppur með 20 hross. /HKr. Suðurnes; 449; 1% Suðurland frá Ölfusi að Hornafirði; 26.762; 40% Höfuðborgarsvæðið; 3.447; 5% Vesturland; 10.450; 15% Vestfirðir; 834; 1% Norðurland; 23.235; 35% Austfirðir; 2.009; 3% Heimild: Búnaðarstofa MAST Bændablaðið / HKr. Samkvæmt nýjum búfjártölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar 2016–2017, þá telst búfé lands- manna nú vera 665.386 gripir auk 358.979 alifugla. Það er samtals 1.024.365 ferfætlingar og fiður- fénaður. Af þessum fjölda eru 80.024 nautgripir á 645 búum. Þar af eru 26.347 þúsund mjólkurkýr og 2.176 holdakýr. Sauðfé á fóðrum telst vera 475.893 skepnur á 2.481 býli. Þá eru 67.186 hross í landinu sem skráð eru á 2.470 bú. Svín eru 3.510 talsins á 19 búum og þá er aðeins verið að tala um fullorðnar gyltur og gelti, en ekki grísi. Síðan eru 38.773 loð- dýr, þ.e. fullorðnir högnar og læður á 39 loðdýrabúum. Að auki teljast alifuglar landsmanna vera 358.979 á 469 búum og þá eru 1.188 geitur í landinu. Nautgripabændur hafa verið að svara ákalli um aukna mjólkur- og nauta kjötsframleiðslu á liðnum árum, m.a vegna aukins ferðamanna- straums. Eftir fækkun í stofninum í þrjú ár í röð frá 2010 hófst kröft- ug fjölgun gripa á árinu 2013. Það er þó ekki hrist fram úr erminni að auka mjólk- og kjötframleiðsluna. Meðgöngutími hjá íslensk- um kúm er að meðaltali í kringum 286 dagar. Kvíga fer ekki að mjólka fyrr en eftir fyrsta burð, eða um tveggja til tveggja og hálfs árs aldur. Þá tekur 18 til 24 mánuði að ala naut upp í sláturstærð. Kúastofninn aldrei stærri Eigi að síður hefur verið að fjölga nokkuð ört í stofnin- um síðan 2013 sem hefur þá þýtt um leið að færri grip- ir hafa farið til slátrunar. Þannig fjölgaði úr 68.776 gripum 2013 í 80.024 2016, eða um 11.248 gripi. Hafa nautgripir aldrei verið eins margir í landinu og nú. 4,2 íbúar um hvern nautgrip Sem dæmi þá voru þeir 52.998 árið 1981. Á árinu 1981 voru 4,3 íbúar um hvern nautgrip, en þá voru íbúar landsins samtals 229.327. Þann 1. janúar 2017, þegar landsmenn voru orðnir 338.349, voru 4,2 íbúar um hvern grip. Þannig að miðað við íbúaþróun stendur nautgripastofninn hlutfallslega nánast í stað en þó með örlítilli stækkun. Gríðarleg fækkun sauðfjár Töluvert aðra sögu er að segja af sauðfjárstofni landsmanna. Á árinu 1981 voru 794.097 vetrarfóðraðar kindur í landinu, eða um 3,5 sauð- kindur á hvern einasta landsmann. Á árinu 2016 var sauðfjárstofninn kominn í 475.893 skepnur, eða um 1,4 kindur á hvern íbúa. Ljóst er að sauðfé hefur því fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum eða um hartnær helming að höfðatölu fjárins og enn meira sem hlutfall af íbúa- fjölda. Frá 1995 hefur sauðfé aldrei farið yfir 500 þúsund vetrarfóðraðar skepnur. Eftir nokkurn stöðugleika í sauðfjárstofninum frá 2003 til 2008 fór stofninn nokkuð að vaxa á nýjan leik. Var hann kominn í 487 þúsund fjár árið 2014. Þá varð fækkun um 14.540 fjár til 2015. Vetrarfóðruðu sauðfé fjölgaði síðan aðeins á milli áranna 2015 og 2016, eða úr 472.461 í 475.893. Það er fjölgun upp á 3.432 skepnur sem virðist samt vera meira en markaðurinn tekur við. Rætt um niðurskurðarþörf Vegna birgðasöfnunar á dilkakjöti í vetur hefur verið rætt um þörf á töluverðum niðurskurði. Binda menn þó vonir við að yfirstandandi átak í markaðssókn kunni að bæta stöðuna umtalsvert. Talið er að umtalsverðir sóknar- möguleikar geti m.a. falist í að kynna dilkakjöt betur fyrir erlend- um ferðamönnum og virðist þar hafa náðst töluverður árangur á síðustu mánuðum. Fjöldi veitingastaða er nú farinn að leggja aukna áherslu á margvíslega matreitt íslenskt dilka- kjöt á sínum matseðlum. /HKr. Suðurnes; 0; 0% Suðurland frá Ölfusi að Hornafirði; 32.416; 41% Höfuðborgarsvæðið; 1.279; 2% Vesturland; 11.829; 15% Vestfirðir; 2.483; 3% Norðurland; 27.186; 35% Austfirðir; 3.454; 4% Heimild: Búnaðarstofa MAST Bændablaðið / HKr. Búfé landsmanna telst vera rúmlega milljón dýr, bæði ferfætlingar og fiðurfé, samkvæmt nýjustu tölum MAST: Nautgripir hafa aldrei verið fleiri en nú – Hefur fjölgað nánast alveg í takt við fjölgun landsmanna frá 1981 en sauðfé hefur fækkað um nær helming á 35 árum Hross landsmanna teljast nú vera 67.186 – Fjöldi hrossa í landinu hefur verið nær alveg samhliða nautgripafjöldanum frá 1981 með örlitlum frávikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.