Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 7

Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 7
7Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Græðum Ísland er yfirskrift á nýju sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem ýtt var úr vör við Þjófafoss í Þjórsá laugardaginn 13. maí sl. Verkefnið felst í því að bjóða ferðamönnum, nemendahópum og fyrirtækjum, erlendum og íslenskum, að taka þátt í endurheimt örfoka lands. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd standa fyrir verkefninu en það er unnið í sam- starfi við Hekluskóga, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Þá nýtur verkefnið framlög úr söfnun WOW air meðal farþega fyrirtækisins, ásamt styrkjum frá umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu og Ferðafélagi Íslands. Í sumar mun verkefnið fara fram á Hekluskógasvæðinu á Suðurlandi en jafn- framt er leitað að fleiri hentugum svæðum víðs vegar um land. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi styrkir verkefnið nú á fyrsta ári og því er sérstök áhersla lögð á að fá sjálfboða- liða frá Bandaríkjunum í ár. Það voru einmitt sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan í Bandaríkjunum sem, ásamt félagsmönnum Landverndar, gróðursettu birkiplöntur við land Þjófafoss við setningarathöfn verkefnisins. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslu- stjóri, er verndari verkefnisins. „Ég fagna mjög þessu átaki og tel að það veki með verðugum hætti athygli á þessu brýna verkefni okkar þjóðarinnar, að endurheimta landkosti. Það er í anda landgræðslustarfsins að það komi sem allra flestir, innlendir og erlendir gestir, að þessu þýðingarmikla verkefni því að við Íslendingar erum svo óendanlega rík af illa förnu landi að verkefnin eru nánast óþrjótandi,“ segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem er verndari verkefnisins. /ghp MÆLT AF MUNNI FRAM Þegar ritgleði þáttagerðarmanns-ins ber hann af leið sannleikans, þá er skilyrði að skrifa leiðréttar skýringar og forða frekara tjóni og æru- missi. Til allrar blessunar hafa lesendur stundum samband og leiða sannleikann í ljós. Þannig fór einmitt í síðasta þætti, að ég „skáldaði“ skýringar við tvær ger- semisvísur Guðmundar Sigurðssonar, útvarpsmanns frá Borgarnesi. Vísurnar, sem til allrar lukku voru rétt skráðar, orti Guðmundur á sjúkrahúsi á árinu 1960, og ekki sérstaklega ortar til stofufélaga Guðmundar líkt og mér fórust orð, held- ur var stofufélagi Guðmundar, Grímur Jónsson, héraðslæknir í Hafnarfirði, sá er fyrst fékk að heyra þær frá munni Guðmundar. En axarsköft leiða stundum til ánægjulegra eftirmála, og var svo þetta sinnið, er sonur Guðmundar, Guðmundur B. Guðmundsson læknir, lifandi í hárri elli, sendi þættinum hin réttu tildrög að vísunum. Eina andvökunótt Guðmundar á sjúkra- húsinu orti hann semsé þessar vísur og lét Grím heyra fyrstan. En í bréfaskriftum okkar Guðmundar B. Guðmundssonar bar margt fróðlegt á góma, og fleiri vísur fylgdu eftir ættmenni hans. Steinbjörn Jónsson frá Háafelli í Hvítársíðu, síðar kenndur við Syðri-Velli V.-Hún., var ömmubróðir Guðmundar og fljúgandi hag- yrðingur. Þessa vísu orti hann í minningu dapra uppvaxtardaga þar í sveit: Þekki ég myrkur, hret og hjarn en hvorki ást né blíðu, þegar ég var bitabarn bænda í Hvítársíðu. Sem betur fer lifir margt af vísum Steinbjarnar. Þessa vísu orti hann einhverju sinni til varnar Skúla Guðmundssyni alþm.: Verkamestur hefur hann hlotið verstu skeyti. Þann ég bestan þekkti mann þó að flestu leyti. Og til fjöllynds pilts, sem makaðist víða, orti Steinbjörn: Lífið tók og lífið gaf, líst mér snotur sýnum þessi nýja árgerð af unnustunum þínum. Í verðmætum bréfaskrifum Guðmundar B. Guðmundssonar til þáttarins fylgdu fleiri vísur eftir föður hans, Guðmund Sigurðsson, útvarpsmanns frá Borgarnesi: Orðsins gandur ekki snar er að vanda staður. Heilagur andi aldrei var okkar bandamaður. Þessa afmælisvísu orti Guðmundur til vinar: Þótt lífið bætti tug og tug við tímann sem það gaf okkur, hefjum glös og hugarflug, á himnum rennur af okkur. En víkjum ögn til atburða síðustu daga. Nýlega barst þættinum einn af efnisríkum póstum Davíðs Hjálmars Haraldssonar á Akureyri. Hugur Davíðs starfar mjög í hendingum, og eru ófá hugverk hans ort við lestur dagblaða ellegar við sjónvarpsgláp. Í vikunni fylgdist Davíð með útsendingu frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Það væri lítið gert úr lesendum vísnaþáttarins ef með þessari kostulegu limru hans þyrfti frekari skýringar. Myndmálið er einstakt og efni limrunnar augljóst hverjum þeim sem gripi hefur einhvern tíma alið: Úr sveitinni kom hann sem kálfur en kunnur varð síðar um álfur. Með bísperrtan halann af heyinu stal‘ann en helminginn át bara sjálfur. 178 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga. Myndir / Áskell Þórisson LÍF&STARF Sjálfboðaliðaverkefninu Græðum Ísland hleypt af stokkunum: Brýnt að endurheimta landkosti

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.