Bændablaðið - 24.05.2017, Side 16

Bændablaðið - 24.05.2017, Side 16
16 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Það hefur rignt mikið í Breiðdal, Breiðdalsáin er vatnsmikil og það hefur verið erfitt að eiga við bleikjuveiðina, sem átti að byrja núna 1. maí, en það hefur stytt upp og áin hefur minnkað verulega. Það er það góða,“ sagði Sigurd Oliver Staples, Súddi, sem var að kíkja eftir bleikjunni er við hittum hann í Breiðdal fyrir fáum dögum. ,,Já, það er búið að vera erfitt að veiða bleikjuna í vor, mikið vatn í ánni.“ Súddi var þá að gera sig kláran í veiði í ósinn í Fögruhlíðará, þar sem hann hefur oft veitt af bleikjunni. ,,Ég er á báðum áttum með lax- veiðina í Breiðdalsána en Jöklan verður örugglega góð í sumar. Það veiðist vonandi eitthvað af tveggja ára laxi samt í Breiðdalsánni, maður er jú alltaf bjartsýnn með veiðina,“ segir Súddi. Vatnið hefur minnkað í ánni, veiðimenn eru að gera sig klára næstu daga. Bleikjan er örugglega mætt, það er bara að finna hana og fá hana til að taka réttu fluguna. Breytingar hafa orðið á leigumál- um í Tungulæk í Skaftafellssýslu en Valur Blomsterberg hafði tekið svæðið á leigu til 10 ára og greiddi vel fyrir það á hverju ári en er nú að hætta. Samningnum hefur verið sagt upp við Val, en hann rak staðinn í eitt og hálft ár með miklum myndar- brag. Valur sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann tók lækinn á leigu að Tungulækur væri besti sjóbirtings- lækur heims, sem eru orð að sönnu. Veiðin hefur verið ævintýraleg oft og tíðum og fiskurinn vænn. Vel hefur gengið að veiða í lækn- um í vor og veiðimenn fengu fína veiði. Þórarinn Kristinsson, sonur Kristins heitins í Björgun, er víst kominn aftur með veiðimálin í lækn- um eftir þetta leiguævintýri. En ein- hverjar meiri hræringar eru í gangi á svæðinu. GSÍ, Golfsamband Íslands, var stofnað þann 14. ágúst árið 1942 og er elsta sérsamband innan ÍSÍ. Golfíþróttin er gífurlega vinsæl meðal Íslendinga en 16.823 manns voru skráðir meðlimir í golfklúbb á Íslandi í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar voru Íslendingar 332.529 þann 1. janúar árið 2016 og voru því um 5% þjóðarinnar skráðir kylfingar í fyrra. Klúbbar innan GSÍ eru sextíu og tveir, um það bil einn klúbbur á hverja 5.300 Íslendinga. 9-holu vellirnir eru 46 talsins og 18-holu vellirnir eru 18, sem gera í heildina 738 golfholur, eða um eina golfholu á hverja 450 íbúa þessa lands. Eins og okkur Íslendingum einum er lagið skulum við bara gera ráð fyrir að allt þetta sé heimsmet miðað við höfðatölu. Eins og flestir vita er golf spilað með golfkylfum og golfbolta og takmarkið er einfalt, koma boltanum ofan í þessa agnarsmáu holu sem er á hinum enda golfbrautarinnar í sem fæstum höggum. Þó svo að takmarkið sé einfalt er meira en að segja það að koma boltanum á áfangastað á tilætluðum höggafjölda. Í raun má segja að golf sé tvíþætt. Langt spil og stutt spil. Langa spilið eru högg eins og teighögg og lengri högg á braut, stutta spilið eru þá högg eins og styttri högg á braut inn á flatir, vipp og pútt. Öll þessi högg krefjast mismunandi kylfna, því styttra sem höggið á að vera þeim mun meiri flái er á kylfuhausnum sem gerir það að verkum að boltinn flýgur bæði hærra og styttra. Kannski mætti bæta þriðja þættinum við, hugarfarið, sem er stór partur af því að spila golf. Eða eins og einhver sagði: „Golf er spilað á 20 sentimetra löngum velli á milli eyranna á þér.“ Það getur verið mjög fullnægjandi að eiga gott „dræv“, smellhitta kúluna svo hún þeytist þráðbeint á þann stað sem henni var ætlað. Raunin er nú samt sú að meirihluti leiksins fer fram stutt frá flötunum, í kringum þær eða á þeim. Því er mikilvægt að eyða ekki öllum sínum æfingatíma í sveifluna heldur fara á þau svæði sem eru í boði til að æfa högg inn á flatir og pútt. Golf á Íslandi hefur tekið stórstígum framförum síðustu ár sem má kannski rekja til bættrar aðstöðu til æfinga yfir veturna eins og til dæmis Básar í Grafarholti, Hraunkot í Hafnarfirði og æfingaaðstaða í Kórnum sem hefur reyndar verið flutt að mestu í nýtt klúbbhús GKG. Einnig eru þó nokkrir tæknilega fullkomnir golfhermar á höfuðborgarsvæðinu sem menn hafa nýtt sér. Fjöldinn allur af efnilegum kylfingum hafa undanfarin ár flutt til Bandaríkjanna til að spila háskólagolf og er það gífurlegur stökkpallur þar sem hægt er að spila og æfa golf utandyra allan ársins hring. Til dæmis fóru þær Valdís Þóra Jónsdóttir, sem spilar á Evrópumótaröðinni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem spilar á PGA mótaröðinni og hafa verið mikið í umræðunni, utan og spiluðu háskólagolf. Ég er nú enginn golf- sérfræðingur sjálfur svo besta ráðið sem ég get gefið er að „setj’ann beint á pinnann“. Gleðilegt golfsumar, Jóhannes Frímann Halldórsson Boltann á pinnann STEKKUR Þorsteinn Hafþórsson og Edda Brynleifsdóttir á Blönduósi stofnuðu fyrirtækið Vötnin Angling Service vorið 2014 og var hugmyndin að gera út á veiðileiðsögn og að leigja fólki veiðistangir til að fara að veiða í einhverjum af fjölmörgum vötn- um Austur-Húnavatnssýslu. Við hittum Þorstein fyrir skömmu en það styttist í að lax- veiðin byrji fyrir alvöru, eins og í Blöndu, þar sem Þorsteinn þekkir sig vel. ,,Þetta vatt upp á sig mjög fljótt með fyrirtækið og nú í apríl síð- astliðnum var opnuð veiðibúð í nýju húsnæði í gamla bænum á Blönduósi,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: ,,Þar eru leigðar út fullbúnar veiðistangir, seld veiði- leyfi í nokkur vötn og beita,“ segir Þorsteinn enn fremur. En boðið er upp á flugukastnám- skeið á vorin og Þorsteinn starfar sem stangveiðileiðsögumaður allt sumarið. Á veturna má fá leigðan eða keyptan búnað til ísdorgs. Með haustinu er ætlunin að byrja að gera út á kajakferðir með leiðsögn. ,,Hvað varðar mína uppáhalds- veiði þá er það að komast í góða sjóbirtingsá með vinum mínum á haustin, slaka þar á og njóta lífsins eftir sumartörnina í leiðsögn. Besta minning er úr Vatnamótunum þar sem ég setti í alvöru skepnu sem þveraði yfir Skaftána eins og ég væri ekki til. Lagðist svo við hinn bakk- ann og til að gera langa sögu stutta þá gafst ég upp eftir óralangan tíma og lét reyna á græjurnar. Þá losnaði út út honum og ég fékk þríkrækj- una sex upprétta á tveimur krókum,“ sagði Þorsteinn og var allur á iði. Veiðitíminn er stutt undan. Færeyska tónlistarstjarnan Jógvan Hansen: Ætla að veiða en klikkað að gera ,,Jú, ég ætla alveg örugglega að veiða í sumar, alveg pottétt, fátt er skemmtilegra,“ sagði Jógvan Hansen er við hittum hann á hlaupum í vikunni. Jógvan finnst gaman að renna fyrir fisk, en þegar hann flutti frá Færeyjum fyrir rúmlega 8 árum hafði hann lítinn áhuga á veiði. ,,Jú, ég fer í Langá á Mýrum, þar er gaman að veiða á hverju sumri og svo fer maður nokkrum sinnum í silung, silungsveiðin er gefandi. Ég fór í Veiðivötn í fyrra og það er fallegt og gefandi að renna fyrir silunginn þar,“ sagði Jógvan enn fremur. NYTJAR&VEIÐI Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Veiðitíminn er mjög stutt undan Myndir / GB Valur hættur í Tungulæknum Líst vel á sumarið Byrjar laxveiðin með látum? Það styttist í að laxveiðin byrji í Straumunum í Borgarfirði og svo Norðurá í Borgarfirði og Blöndu. Lax er byrjaður að sjást í ánum, eins og Laxá í Kjós. Verður spennandi að sjá hvernig veiðin byrjar, byrjar hún jafnvel með látum? Smálaxinn gæti komið snemma. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Eldislax veiddist fyrir fáum dögum í Hlíðarvatni í Selvogi, sem yfirleitt hefur bara boðið upp á bleikjuveiði. Laxinn var verulega ljótur en fyrst héldu menn að þetta væri regnbogasilungur, sem þetta var alls ekki. Góð bleikjuveiði hefur verið í Hlíðarvatni síðan það var opnað í byrjun maí. Það verður fróðlegt að sjá hvar stærsti lax sumarsins veiðist þetta árið en Laxá í Aðaldal hefur verið sterk og skilaði þeim nokkrum stór- um í fyrra, verulega stórum. En þetta fer allt eftir því hvernig tveggja ára laxinn og þaðan af stærri, skilar sér aftur í veiðiárnar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.