Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 18

Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 18
18 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Framkvæmdir við nýja kynbótabraut í Borgarnesi hafnar: Búast við 2.500 manns á Fjórðungsmót HROSS&HESTAMENNSKA Feigðarför Fákasels: Ingólfshvoll auglýstur til sölu Hestabúgarðurinn Ingólfshvoll í Ölfusi er auglýstur til sölu hjá fasteignasölunni Miklaborg. Um er að ræða um 50 ha jörð og sam- tals um 3.900 m² af fasteignum, þar af rúmlega 2000 m² reiðhöll sem rúmar 750 manns í sæti. Ingólfshvoll fékk veglega upplyftingu fyrir þremur árum í aðdraganda opnunar hestagarðsins Fákasels. Þar var boðið upp á hesta- sýningar og hestatengda afþreyingu en einnig var þar veitingastaður og verslun. Í byrjun þessa árs var hins vegar ljóst að rekstur fyrirtækisins stóð alls ekki undir sér og garðinum var því lokað í febrúar. Fjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90% í Fákaseli en sjóðurinn sérhæfir sig í fjárfestingum á afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða. Samkvæmt fasteignaauglýs- ingu Miklaborgar er fasteignamat eignarinnar tæpar 92 milljónir króna en brunabótamat um 336 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í búgarðinn. /ghp Einu sinni á ári bera áhugamenn um gæðinga saman bækur sínar á stórmóti. Eins og kunnugt er fara Landsmót hestamanna fram annað hvert ár. En þar á milli fá landshelmingar að njóta sín. Í ár er komið að Vesturlandi og Norðurlandi. Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 28. júní til 2. júlí nk. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem mótið er haldið þar í bæ en svæði hestamannafélagsins Skugga er undir það búið að standa undir slíku stórmóti að sögn Inga Tryggvasonar, formanns fram- kvæmdanefndar Fjórðungsmótsins. „Keppnissvæðið er almennt gott og hesthúsin og reiðhöll öll í næsta nágrenni. Aðstaðan er því til fyrir- myndar, ekki síst fyrir keppendur. Hér hafa verið haldin vel heppnuð stórmót á undanförnum árum, nú síðast Íslandsmót yngri flokka árið 2016.“ Stærsta framkvæmd svæðisins er þó uppbygging kynbótabrautar. „Endurvekja á brautina sem var í notkun fyrir um 20 árum og þótti ein sú besta á landinu á sínum tíma,“ segir Ingi. Framkvæmdir við brautina eru nú þegar hafnar og stefnt er á að vígja hana á kynbóta- sýningu þann 6. júní næstkomandi. Fleiri skeiðgreinar Ingi segist búast við um 2–300 keppendum á mótið. Hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sjá um framkvæmd mótsins en þátttökurétt í gæðingakeppni mótsins hafa félagar í þeim félögum, frá Dreyra á Akranesi, Skugga í Borgarnesi, Faxa í Borgarfirði, Glað í Dalasýslu og Snæfelling á Snæfellsnesi. Einnig verður hestamannafélögum í Norðvesturkjördæmi boðin þátttaka í mótinu, þ.e. hestamannafélögum á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og Skagafirði. Þá eiga 68 hross, sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði þátttökurétt á kynbótasýningu mótsins, en miðað er við eignarhlut að lágmarki 25%. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu líkt og á síð- asta Landsmóti og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Keppt verður í opnum flokki í tölti og kappreiðum og munu allir, hvaðan af landinu sem er, geta skráð sig til leiks. Að sögn Inga verður bryddað upp á nýjungum í kappreiðum, þar sem bætt verður við keppnisgreinum. Hóflegur aðgangseyrir Ingi segist vonast eftir um 2.000 gestum á Fjórðungsmót í ár en hóf- legur aðgangseyrir verður á mótið. „Það mun kosta 2.500 kr. inn á mótið, sem er töluvert lægra en á fyrri mótum. Það verður til þess að fólk getur valið að koma t.d. aðeins einn dag án þess að borga voðalega hátt gjald fyrir,“ segir Ingi. Aðstaða fyrir gesti sé einnig góð, enda hefur gistimöguleikum fjölgað til muna í Borgarnesi að undanförnu ásamt annarri þjónustu. Þá verður sett upp tjaldstæði fyrir gesti Fjórðungsmótsins, á Kárastaðatúni, sem er við mótsvæðið. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Horft til heimsleika: Kynbótasýningar hafnar Fyrsta kynbótasýning ársins á Íslandi hófst á Sörlastöðum í Hafnarfirði mánudaginn 22. maí og stendur til 26. maí. Dæmt var mánudag til miðvikudags en yfir- litssýningar fara fram á fimmtu- dag og föstudag. Alls eru 74 hross skráð til dóms. Þar á meðal eru hross sem áður hafa hlotið háa dóma. Alla jafna koma færri hross til dóms á þeim árum sem Landsmót hestamanna er ekki haldið, en hátíðin er talin mikilvægur kynningargluggi fyrir kynbótahross og ræktunarbú. Því leggja ræktend- ur gjarnan áherslu á að vænlegustu hrossin séu í sínu besta formi á þeim tíma og halda því frekar að sér hönd- um á árum milli Landsmóta. Farmiði á heimsmeistaramót fyrir hæstu einkunn Þó er það ekki alltaf svo. Því í ár eygja örfáir ræktendur von um að tefla kyn- bótahrossi fram á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Oirschot í Hollandi dagana 7.–13. ágúst. Tvö kynbótahross frá hverju þátt- tökulandi, ein hryssa og einn stóð- hestur, eru sýnd fyrir dómi á mótinu í þremur aldursflokkum, 5 vetra, 6, vetra og 7 vetra og eldri. Til þess að verða fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu þarf hross að vera fætt hérlendis og vera sýnt í kynbótadómi á þessu ári. Þátttakan er svo iðulega boðin þeim hrossum sem hljóta hæstu aðaleinkunn. Einkunnir í Evórpu Kynbótasýningar íslenskra hrossa í Evrópu hefjast fyrr en á Íslandi og hafa nú þegar allnokkur hross, fædd hérlendis, komið fyrir dóm. Þar má nefna að Starri frá Herríðarhóli hlaut langhæstu einkunn allra hrossa á sýningu í Bæjaralandi Þýskalands í apríl. Hann hlaut 8,69 í aðaleinkunn, 8,26 fyrir sköpulag og 8,84 fyrir kosti. Starri er fæddur 2010 undan Ágústínusi frá Melaleiti og Hyllingu frá Herríðarhóli. Næsthæstu einkunn í þeirri sömu sýningu hlaut Mist frá Hrafnkelsstöðum 1 sem fædd er 2011. Hún hlaut 8,45 í aðaleinkunn, 8,26 fyrir sköpulag og 8,57 fyrir kosti. Eigandi þeirra beggja er Elke Handtmann en sýnandi þeirra var Árni Björn Pálsson. Kynbótasýningar um allt land Ráðgert er að halda 16 kynbóta- sýningar hér á landi í ár. Næstu kynbótasýningar fara fram á Melgerðismelum dagana 10. maí–2. júní, í Fljótsdalshéraði 1. og 2. júní. og á Selfossi 19. maí–2. júní. Lokadagar skráninga og greiðsludaga má nálgast á vefsíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is /ghp Mynd/ghp

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.