Bændablaðið - 24.05.2017, Side 29
29Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017
Massey Ferguson
Meiriháttar dráttarvélar fyrir meiriháttar bændur
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar
og fáið sérsniðna vél að ykkar höfði.
Til á lager MF5610 , MF5613 og MF6615 Það er ekki að ástæðulausu að Massey Ferguson er ein mest selda dráttarvél undanfarinna ára.
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
TIL SÖLU NÝR GOETHE BÁTUR
Báturinn er 4,5 metrar að lengd, ný uppgerður mótor, nýtt
fiskileitar tæki, 25 hestafla mercury utanborðsmótor.
Kerran á myndinni fylgir
með ásamt slyskjum til að
flytja fjórhjól.
Verð: 600.000.
Frekari upplýsingar í
síma 893 8424 - Sigurður
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
haft sitt að segja um möguleika
jarðarinnar til að binda kolefni –
og fleira mætti tína til. Hún sagði
að lokum að loftslagsmálin væru
algjört forgangsmál á hennar ráð-
herraborði. Ljóst væri að vel þyrfti
að halda á spöðunum svo hægt
væri að standa við skuldbindingar
Íslands í Parísarsamningnum til
ársins 2030. Hún hefði fylgt málun-
um þétt eftir frá því að hún tók við
embætti, því hafi verið ánægjulegt
að skrifa undir samstarfsyfirlýsingu
við fimm aðra ráðherra í ríkisstjórn
Íslands um gerð nýrrar aðgerð-
aráætlunar til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda og auka
kolefnisbindingu. Áætlunin miði að
því að Ísland standi við áðurnefndar
skuldbindingar og varða veginn að
róttækri minnkun losunar til lengri
tíma í samræmi við leiðsögn fræða-
samfélagsins um það hvernig hægt
sé að ná þeim markmiðum að halda
hlýnun andrúmsloftsins vel innan
við tvær gráðurnar.
Áhrifin á Ísland
og endurheimt votlendis
Þá komu þrjú erindi frá kennurum
við skólann; Hlynur Óskarsson dós-
ent talaði um gróðurinn, mórinn og
moldina. Bjarni Diðrik Sigurðsson
prófessor greindi frá áhrifum lofts-
lagsbreytinga á íslenska náttúru.
Umfjöllun um þessi erindi má finna
á næstu opnu.
Að lokum flutti Helena
Guttormsdóttir lektor erindið Að stíga
á kúplinguna og setja í fyrsta gír – sem
var eins konar hugvekja til neytenda
um það sem þeir geta lagt af mörkum
til málefnisins.
Fimm örerindi voru flutt eftir
kaffihlé; Jón Guðmundsson, sér-
fræðingur LbhÍ, Bóndinn og gasið,
Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við
LbhÍ, Frá túninu heima og út í geim,
Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt
við LbhÍ, Landið og þú, Beatrice
Dossah, nemi við Landgræðsluskóla
Háskóla Sameinuðu þjóðanna,
Effects of climate change on land
and livelihoods in Africa and Central
Asia, Richard Komakech, nemi
við Landgræðsluskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, Climate change
in Africa and Central Asia: What needs
to be done?, Guðríður Helgadóttir, for-
stöðumaður Starfs- og endurmenntun-
ardeildar LbhÍ, Gjörbreytt garðyrkja,
Ása Aradóttir, prófessor við LbhÍ,
Land, loft og líffræðileg fjölbreytni
og Ólafur Arnalds, prófessor við LbhÍ,
Moldin og svo maðurinn.
Pallborðsumræður
Loks voru pallborðsumræður sem
Gísli Marteinn Baldursson stýrði
en þar ræddu málin Áslaug Karen
Jóhannsdóttir, blaðamaður á Stundinni,
Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður
og fyrrverandi umhverfisráðherra,
Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi og með-
limur í hópnum París 1,5, Þóra Ellen
Þórhallsdóttir, prófessor við HÍ og for-
maður fyrsta faghóps rammaáætlunar.
Fundarstjóri var Auður
Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda-
og umhverfisdeildar LbhÍ. /smh
Ráðstefnugestir og fyrirlesarar.
Helena Guttormsdóttir.