Bændablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 30

Bændablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Hlynur Óskarsson – Gróðurinn, mórinn og moldin: Bændur og landeigendur í lykilstöðu – Mór geymir langmesta hluta kolefnis sem bundin er í íslenskri náttúru Hlynur Óskarsson dósent fór yfir möguleika Íslands í bindingu kolefnis í erindi sínu „Gróðurinn, mórinn og moldin“ á fræðslu- ráðstefnunni Hvað getur Ísland gert? Útskýrði hann glögg- lega kolefnishringrásina í ljósi aukins styrks gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu, en um fimmtungur af losun frá heiminum stafar af jarðraski sem maðurinn ber ábyrgð á. Landsvæði Íslands er einmitt gott dæmi þess. „Það vill svo til að stór hluti Íslands eru auðnir. Hér geisaði í allnokkrar aldir uppblástur og jarðvegsrof sem gekk á hið gróna land og eyddi því og við höfum risastór svæði sem eru ekkert nema auðnir. Auðnir sem eru ákaflega snauðar af kolefni. Við getum lagt af stað með aðgerðir til að binda aftur kolefni á þessum svæðum,“ sagði Hlynur í erindinu en með landgræðslu og skógrækt á auðnum gæti Ísland bundið mikið kolefni úr andrúmsloftinu og dregið styrk þess í andrúmsloftinu. Mest af kolefni bundið í mólögum „Fullvaxta skógur hefur líka stórt rótarkerfi. Helmingur af lífmassanum, kolefninu, er neðanjarðar. Þannig að þetta kerfi, öfugt við auðnirnar, getur geymt ótrúlegt magn af kolefni sem við getum fjarlægt úr andrúmsloftinu.“ Að sama skapi sagði Hlynur það vera ákaflega mikilvægt að halda í það kolefni sem bundið er í náttúru Íslands, tryggja að það fari ekki út í andrúmsloftið. „Því er það sárgrætilegt að á sama tíma og við erum að stunda landgræðslu og skógrækt þá flæð- ir kolefni úr öðrum hluta náttúru Íslands, úr vistkerfum sem heita mýrar og hafa verið framræstar.“ Mýrar hafa bundið í sig mikið af kolefni vegna þess að þær eru - Mynd / smh - Mynd / Kortavefsjá LbHÍ Bjarni Diðrik Sigurðsson – Áhrif loftslagsbreytinganna á íslenska náttúru: Brugðið getur til beggja vona Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðar- háskóla Íslands, flutti erindið Áhrif loftslagsbreytinga á íslenska náttúru á fræðsluráðstefnunni Hvað getur Ísland gert? sem greint er frá hér að framan á síðum 28 og 29. Bjarni sagði að þessi loftslagsáhrif á Ísland væru að mörgu leyti mjög forvitnileg í því ljósi að á síðustu tuttugu árum hafi hitastig á Íslandi hækkað um 1,5 gráður, en það sé einmitt sú tala sem Parísarsamkomulagið frá desember 2015 stefni á að fara ekki umfram í hlýnun af mannavöldum. Hitafari á Íslandi á síðustu öldum Bjarni byrjaði á því að fara yfir þróun í hitafari á Íslandi á síðustu öldum og þar sem miklar sveiflur hafa orðið. Hann sagði að Ísland væri sérstakt að því leyti að hér væri mesti breytileiki í öllum heiminum í veðurfari. Hann sagði að einhverjir gætu ályktað sem svo að það væri ekkert endilega að hlýna fyrst sveiflur í hitafari væru eðlilegar og það myndi koma kólnunarskeið aftur. Vegna þessa breytileika þyrfti því að leita lengra aftur í tímann og með vísan í gögn Trausta Jónssonar veðurfræðings bendir Bjarni á að frá árinu 1800 til ársins 2000 hafi hlýnað á Íslandi nákvæmlega jafn mikið og að jafnaði í öllum heiminum á sama tíma – eða 0,7 gráður á öld. Gróður þéttist og birki vex hraðar Með Parísarsamkomulaginu er stefnt að því að hitastig á jörðinni hækki ekki um meira en 1,5 gráður til ársins 2030 (miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu). Bjarni segir að vegna sérstakra aðstæðna á Íslandi sé Ísland í raun kennslubókardæmi um þau áhrif sem 1,5 gráða hækkun getur haft á náttúrufar. Ísland sé við þessi hitamörk í dag eftir tuttugu ára hækkun á hitastigi. Gervihnattamælingar hefðu sýnt að gróður þéttist á grónu landi og ógróið land grær, það sé mælt með svokölluðum grænkustuðli. Sá stuðull hefði í raun hækkað um 80 prósent frá 1982 þegar fyrst var farið að mæla þetta með gervihnattamyndum. Ýmislegt annað en hitastig geti þó haft áhrif á þetta, til að mynda beitarþungi. Rannsóknir á gróðurþekju í föstum reitum í högum árin 1998, 2005 og 2015 styðja hins vegar við gervihnattamælingarnar að hitastig hafi bein áhrif á að gróna landið sé að þéttast. Rannsóknir á skógarmörkum og vexti birkitrjáa hafa einnig sýnt fram á áhrif veðurfars. Skógarmörk færast ofar og vaxtarhraði birkis við skógarmörk um allt land er að meðaltali um átta sinnum meiri á síðasta áratug en hann var í kringum árið 1970. Þetta séu klárleg áhrif af hlýnuninni. Þessum áhrifum af gróskunni sé hægt að fylgja í gegnum vistkerfið, til að mynda aukningu á lífrænum efnum í ám sem hafi haft neikvæð áhrif á bleikjustofna. Þannig að það eru ekki bara jákvæð áhrif sem hafa fylgt hlýnuninni á undanförnum áratugum á Íslandi. Bjarni sagði að bændur hafi enn sem komið er nánast eingöngu upplifað jákvæðar breytingar af hlýnuninni; mun fleiri möguleikar væru til að mynda nú í margs konar ræktun. Hvað gerist með hækkandi hitastigi? Bjarni spurði síðan þeirrar spurningar hvað myndi gerast ef það hlýnaði enn meira. Í ljós kemur að ef hlýnunin er á bilinu ein til þrjár gráður er kolefnisjöfnuður graslendis jákvæður – kerfin binda þá meira kolefni úr andrúmsloftinu en sleppt er út. En þegar komið væri nálægt fimm gráðum snerist dæmið við. Þegar fimm gráðunum væri náð þá hrynji kerfið og hringrásin fer að brotna niður með þeim afleiðingum að lífræn efni og næringarefni tapast út í vatnið og kolefni losnar meira út í andrúmsloftið. Þetta sé svokallaður hitastigsþröskuldur. Bjarni ræddi einnig um fjölgun nýrra skordýrategunda sem fylgifisk hlýnunar; það væri líka temprandi þáttur á grósku. Slík þróun gæti líka haft áhrif á þróun landbúnaðar – en íslenskir bændur hefðu til dæmis notið þess alla tíð að hafa lítið þurft að glíma við skordýr með óæskilegum varnarefnum. Það væri áhyggjuefni fyrir íslenskan landbúnað. Fjórar gráður of mikið fyrir náttúruna Að lokum sagði Bjarni að áhrif loftslagsbreytinganna á náttúru Íslands væru vel sýnileg í dag. Áhrif hlýnunarinnar á jarðvegsþætti væru mikilvæg. Miklar neikvæðar breytingar væru hins vegar óhjákvæmilegar ef losun héldi áfram að aukast – hlýnað gæti um allt að fjórar gráður á Íslandi á þessari öld. Það væri of mikil breyting fyrir náttúruna. Landbúnaðurinn og land- nýtinga geirinn væru í lykilhlutverki lausnanna hér á landi. /smh Mynd / smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.