Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 32
32 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017
Íslenska býflugan á undir höggi að sækja vegna útbreiðslu alaskalúpínu:
Móhumlan í vanda stödd
– bandaríski doktorsneminn Jonathan Willow vill útrýma lúpínunni á Íslandi
Móhumla (Bombus jonellus) er
eina tegund býflugna sem talin
er hafa verið hér á landi frá land-
námi. Hún finnst víða um Evrópu
og N-Asíu og N-Ameríku og
þjónar þar sem mikilvægur frjó-
beri fyrir blómstrandi plöntur.
Tölur um stofnstærð móhumlu
á Íslandi eru ekki fyrir hendi en
að sögn doktorsnemans Jonathan
Willow hörfar hún hratt. Hann
hefur kannað lífskeið og fæðu-
öflun móhumlunnar hérlendis á
undanförnum árum. Niðurstöður
rannsókna hans benda til að
fæðu forði móhumlunnar verði
undir í útbreiðslu alaskalúpínu
(Lupinus nootkatensis).
Fram yfir miðja 20. öldina var
móhumla eina býflugan á Íslandi
eða þar til garðhumla (Bombus hor-
torum) barst til landsins og náði
fótfestu á 6. áratugnum. Síðan hafa
fleiri tegundir býflugna borist hing-
að frá Evrópu og fest sig í sessi
s.s. húshumla (Bombus lucorum)
og rauðhumla (Bombus hypnor-
um) sem fara oft fyrr á stjá en
móhumlan. Á þessum tíma árs má
því sjá býflugur af ýmsum stærðum
og gerðum á kreiki.
Almennt fara drottningar
móhumlunnar á stjá að afloknum
vetrardvala í byrjun maímánað-
ar þar sem þær sækja á snemm-
blómgandi tegundir og þá sér í lagi
víðitegundir. Síðan leitar drottn-
ing sér að holu sem hentar til að
stofna til bús og um mánuði eftir
að hún hefur fundið stað fyrir bú
fara fyrstu þernur á flakk að sinna
búrekstri. Þær afla forða fram að
síðsumri þegar búskap lýkur.
Jonathan segir að þrátt fyrir að
fleiri býflugnategundir hafi numið
hér land sé móhumlan sérstæð
tegund fyrir Ísland, hún hafi ekki
aðeins vistfræðilegt gildi, heldur
einnig menningarlegt vægi því hún
sé okkar landnámsfluga. „Aðrar
býtegundir á Íslandi virðast vera
kærkomnar viðbætur við vistkerfi
Íslands, þótt ákveðnar vísbendingar
séu um samkeppni milli móhumlu
og húshumlu. En móhumlan er eins
íslensk og nokkur býfluga getur
orðið.“
Móhumlan velur íslenskt
Jonathan rannsakaði skordýr í
votlendi og víðerni í New York-ríki
árið 2012. Hann hugði á frekara
nám í skordýrafræðum utan heima-
landsins, Bandaríkjunum. „Ég
skráði mig í umhverfis- og auð-
lindafræði hjá Háskóla Íslands
og, frekar en að halda mig við
rannsóknir á vatnaskordýrum, þá
vöktu áhuga minn skordýr sem
sækja á blómstr andi plöntur í ljósi
þeirra vandamála sem útbreiðsla
alaskalúpínunnar skapar fyrir vist-
kerfi Íslands.“
Hann hannaði því rannsókn í
samstarfi við leiðbeinendur sína,
þau Mariana Tamayo og Magnús
H. Jóhannsson, þar sem hann kann-
aði hvort íslensk skordýr nýttu sér
lúpínu sem fæðu. „Við komumst að
því að fjöldi mikilvægra frjóbera,
m.a. nokkrar ættir flugna, völdu
augljóslega innlendar blómstrandi
plöntur frekar en lúpínuna. Það
átti einkum við um móhumluna,
þar sem hún fannst í innlendum
plöntum í 97% tilvika.“ Í ljósi
þessa segist Jonathan í framhaldi
hafa ákveðið að rannsaka lífshætti
móhumlunnar enn frekar.
„Alaskalúpínan umbreytir
fjölbreyttu móvistkerfi í einhæft
lúpínuvistkerfi. Lúpínutegundir
framleiða ekki blómsafa sem nýst
geta flugunni. Þær plöntur sem hún
sækir í alla jafna er hins vegar að
verða undir í útbreiðslu lúpínunnar.
Þar að auki hefur verið sýnt fram á
að efnið lúpanín, sem getur safn-
ast saman í frjókornum lúpínu,
getur skaðað býflugur. Þetta efni
getur haft neikvæð áhrif á æxlun-
arframvindu, þ.e.a.s. leitt til færri
afkvæma og minni karlflugna sem
veikja tegundina,“ segir hann og
bendir á mikilvægi þess að rann-
saka frekar eituráhrif efnanna á
býfluguna.
Endurheimt blómstrandi flóru
Jonathan segir mikilvægt að standa
vörð um íslensku móhumluna,
ásamt öðrum skordýrum sem sækja
á innlendar blómstrandi plöntur,
enda séu þau grundvöllur fyrir
fjölgun innlendra plantna.
„Mikilvægt er að gæta að
snemmblómgandi plöntutegundum
til jafns við þær sem blómgast seint,
þar sem það stuðlar að framboði
af næringu fyrir móhumluna á öllu
lífskeiði hennar,“ segir Jonathan og
bendir á að til að vernda móhumluna
þurfi að varðveita og endurheimta
fjölbreytta innlenda blómstrandi
flóru í íslenskri náttúru.
Mynd / Erling Ólafsson.
Mynd/ Bernardita Chirino.