Bændablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 38

Bændablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Mjög margir Íslendingar þekktu nafnið Escort lengi vel sem eina af undirtegundum í fólksbílaflota Ford í Bretlandi. Var talsvert selt af honum hér á landi. Færri vita að Escorts (með essi), er hluti af Escorts Group og öflugt fyrirtæki í Indlandi í framleiðslu á dráttarvélum og ýmsum öðrum tækjum. Escorts framleiðir í dag yfir 45 gerðir dráttarvélar frá 25 til 80 hestöfl. Eru þær seldar undir nöfnunum Escorts, Farmtrac, Powertrac og Eurotrac. Þá framleiðir Escort einnig tæki og tól og íhluti fyrir bílaframleiðendur, byggingariðnað, járnbrautaiðnað og verktaka og er einn stærsti framleiðandi heims á stórum bílkrönum (pick and carry cranes). Saga Escorts hófst 1944 Escorts er hluti af Escorts Group á Indlandi sem rekur reyndar sína sögu til 1944. Viðskipti með dráttarvélar voru þar fljótlega mikilvæg og hóf það markaðssetningu á ýmiss konar landbúnaðar- tækjum og dráttarvélum árið 1948 í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Molin í Minneapolis. Árið 1949 hóf það svo sölu á Massey Ferguson dráttarvélum. Árið 1959 var farið að flytja inn til Indlands Massey Ferguson vélar sem framleiddar voru af IMT í Júgóslavíu. Fyrsta Escorts dráttarvélin kom á markað 1965 Landbúnaðartækjadeild Escorts (Escorts Agri Machinery) var síðan sett á fót 1960 með höf- uðstöðvar í Faridabad í Haryana á Indlandi. Var þá hafin fram- leiðsla á dráttarvélum með leyfi frá Ursus. Kom fyrsta Ursus vélin undir nafni Escorts svo á markað árið 1965. Árið 1969 var hafin framleiðsla á dráttarvélum í sam- vinnu við Ford. Samvinnan við Ford, sem nú heitir New Holland og er í eigu Fiat Group, stóð fram til 1996 þegar henni var slitið. Claas kom inn í Escorts árið 1989 og var stofnað sameig- inlegt fyrirtæki Escorts Claas til að framleiða uppskeruvélar „Combine harvesters“. Þá framleiðir Escorts fyrirtæk- ið einnig sérhæfðar litlar dráttar- vélar fyrir ýmiss konar uppskeru- vinnu, m.a. við bómullarrækt. Er fyrirtækið með fjórar verksmiðjur í Faridabad. Árið 1969 hóf Escorts sam- starf við fyrirtækið Pol-Mot í Póllandi árið 1999. Var stofnað sameiginlegt framleiðslufyrirtæki undir nafninu Pol-Mot Escorts þar sem framleiddar eru Escort, Farmtrac og dráttarvélar fyrir Evrópumarkað og einnig Eurotrac fyrir Tyrkland. Var samið við Ihalas Motor í Tyrklandi árið 2009 um sölu og dreifingu á dráttarvél- um frá Escorts í Póllandi undir nafninu Eurotrac. Samsetningarverksmiðja Escorts var sett upp í Gana í Afríku árið 2008 þar sem fram- leiddar eru 2.500 dráttarvélar á ári. Escorts vélar seldar í 41 landi Nú eru Escorts dráttarvélar seldar í um 41 landi, meira að segja í Bandaríkjunum. Þangað eru flutt- ar inn Escorts vélar frá Indlandi, Póllandi og frá LS Tractors í Suður-Kóreu og seldar undir nafninu Farmtrac. /HKr. Escorts dráttarvélar frá Indlandi Matvörukeðjan OzHarvest í Ástralíu fer með matarsóun upp á næsta plan í starfsemi sinni en matvöruverslanirnar eru starf- ræktar um allt landið og bjóða einungis upp á útrunnin eða útlitsgölluð matvæli sem annars hefði verið hent. Það sem meira er að það er í höndum viðskipta- vina verslananna hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir vöruna, sem sagt, þeir leggja þann pening á borðið sem þeim finnst sann- gjarnt fyrir vörurnar. Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangs- mat frá öllum tegundum mat- vælaframleiðenda og -sala eins og af ávaxta- og grænmetismörkuðum, stórmörkuðum, hótelum, heildsöl- um, bændum, veisluþjónustum, verslana miðstöðvum, kaffihúsum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Þar að auki afhendir fyrirtækið nær- ingarríkan mat frítt til meira en 500 góðgerðarsamtaka um alla Ástralíu. Þúsund sjálfboðaliðar „Góðgerðar- og velferðarsamtökin sem við gefum mat til eru af ýmsum toga, eins og fyrir heimilislaust fólk, flóttamenn, frumbyggja, miðstöðv- ar fyrir fólk sem á við áfengis- og vímuefnavanda að etja, fólk sem stríðir við andleg veikindi eða fötlun og aldrað fólk. Við erum með um þúsund sjálfboðaliða um allt land sem hjálpa okkur við smærri og stærri verkefni sem líta öll á það sem mikilvægan þátt að draga úr matarsóun og að útvega mat fyrir þá sem minna mega sín,“ segir Fiona Nearn, upplýsingafulltrúi hjá OzHarvest. Um 60 milljónir máltíða bjargað OzHarvest eru leiðandi samtök í Ástralíu við að bjarga matvælum og er starfrækt í stærstu bæjum landsins ásamt á nokkrum minni svæðum. „Frá árinu 2004 höfum við afhent og útvegað yfir 60 milljón- ir máltíða og bjargað meira en 20 þúsund tonnum af mat sem annars hefðu farið í landfyllingu. Þetta er í raun hugsjón einnar fjölskyldu, þar sem Ronni Kahn var í forsvari og hefur unnið ótrúlegt starf og gerir þetta af mikilli ástríðu. Hugsunin hér er alla daga sú að góðum mat eigi ekki að sóa og að við þurfum hvert og eitt að spila okkar hlut- verk í því að hjálpa fólki sem þarf á því að halda og lítum við á það sem samfélagslega ábyrgð okkar,“ útskýrir Fiona og segir jafnframt: „Ronni fékk lögfræðinga í lið með sér í byrjun til að opna augu stjórnvalda fyrir því að leyfa mat- argjafir af offramleiddum mat til góðgerðarsamtaka. Þessu náðu þeir í gegn árið 2005 og þá fór boltinn að rúlla. Með starfseminni óskar fjölskyldan eftir því að geta útrýmt hungri og matarsóun en einnig að fræða fólk um matarsó- un og matarbjörgun, matvælaör- yggi og sjálfbærni, gera sem flesta að þátttakendum í verkefninu og einnig nýsköpun sem er hjartað í starfseminni. Hvort sem það er að finna nýjar leiðir eða lausnir til að berjast gegn sóun og hungri eða að nota tækni til að virkja Ástrala í að taka þátt í þýðingarmiklu starfi.“ /ehg Verslunin OzHarvest í Ástralíu reynir nýjar leiðir gegn matarsóun: Næra landa sína með útrunnum matvælum UTAN ÚR HEIMI Hugmyndafræðin á bakvið OzHarvest er að bjarga afgangsmat frá öllum tegundum matvælaframleiðenda. Fyllið maga, ekki ruslatunnur, stendur á þessu skilti inni í versluninni til að vekja viðskiptavini til umhugsunar. Taktu það sem þú þarft og gefðu ef þú getur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.