Bændablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 40

Bændablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Í heimsókn í Central Valley í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum: Umfangsmesta og gjöfulasta landbúnaðarsvæði heims farið að láta á sjá vegna ofnotkunar á vatni – Með aukinni ræktun vatnsfrekra nytjaplantna jókst dæling grunnvatns allan ársins hring með alvarlegum afleiðingum Í Los Angeles, sunnan við San Gabriel-fjöllin, óx upp kvik- myndaiðnaður við upphaf 20. aldar, kenndur við Hollywood, og nærði óseðjandi hungur almenn- ings fyrir afþreyingu. Norðan við sömu fjöll er land- svæði sem fæðir annars konar hungur, kennt við Central Valley og hefur frá lokum 19. aldar orðið að umfangsmesta og gjöfulasta land- búnaðarsvæði heims. Tegundir nytjaplantna, uppruni vinnuafls og þróun landbúnaðar í dalnum eru allt í senn saga fjölbreytni, nýbreytni, tækni og fjármagns. Hins vegar hafa ýmsar afleiðingar þessarar sögu komið fram sem skýr merki um hættuástand sem bregðast ber við. Rót vandans er að hluta til sjálfur landbúnaðurinn og fyrirkomulag sem fest hefur í sessi undanfarna öld. Landbúnaðarsaga Kaliforníu Central Valley er stærsta landsvæði af hágæða jarðvegi í heiminum. Þegar Spánverjar komu til svæð- isins við lok 18. aldar eru frumbyggj- ar taldir hafa verið um 300.000 og höfðu fram að því stundað ólíkar tegundir veiða og landbúnaðar í yfir 10.000 ár. Skipulagður landbúnað- ur Spánverja notaðist við vinnuafl frumbyggja, gjarnan neyddir til vinnu og skírnar við kaþólska trú. Korn- og nautgriparækt Spánverja var undir umsjón trúboðsstöðva (Mission) sem voru þungamiðja valds og framkvæmda um gervalla Kaliforníu. Með sjálfstæði Mexíkó frá Spáni árið 1821 og yfirtöku þeirra á land- svæði núverandi Kaliforníu gerðu lýðveldissinnar kröfu um eignarupp- töku á löndum spænsku kirkjunnar og skildi helmingur eigna tilheyra frumbyggjum svæðisins. Lönd lentu þó að mestu leyti í höndum valdamikilla fjölskyldna frá Mexíkó, og við tók tímabil stórra nautgripabúgarða sem seldu húðir til vaxandi markaða á austurströndinni. Undir 25 ára stjórn Mexíkó jókst íbúafjöldi þessa fyrrum fámenna landsvæðis hægt með samsetn- ingu Mexíkóbúa og aðfluttra íbúa Bandaríkjanna, en áhugi hinna síð- arnefndu á að ná svæðinu undir sína stjórn fór vaxandi. Rimma á landa- mærum Texas og Mexíkó árið 1846 gaf James Polk forseta átyllu til stríðs við nágranna sína, sem tveimur árum síðar höfðu glatað öllu landsvæði Kaliforníu auk svæða sem nú sam- anstanda af 8 ríkjum Bandaríkjanna. Tímamót urðu í Kaliforníu þegar gull fannst nálægt Sacramento árið 1848 og við tók tímabil gríðarlegrar fólksfjölgunar landnema og innflytjenda með vaxandi eftirspurn eftir jarðnæði með hnignun nautgripabúa sem misstu beitarlönd og starfskraft. Landbúnaður á tímum gullæðisins var að miklu leyti takmarkaður við nautgripi og korn en önnur matvæli gjarnan innflutt, skýr merki um vannýtingu landsvæðisins. Mikill vöxtur upp úr 1890 ein- kenndist af aukinni ræktun ávaxta í stað korns og náðu býli ríkis- ins hámarki árið 1949, samtals 137.000. Ekrufjöldi minnkaði fyrir vikið, en gjöfull jarðvegur, heppi- legt loftslag og notkun nýjustu vél- tækni gaf af sér uppskeru sem líkt og í tilfelli bómullar var tvöföld landsmeðaltali. Helmingur allra traktora Bandaríkjanna voru árið 1951 á ökrum Kaliforníu, sem vísar í framúrstefnu bænda ríkisins og stöðu þess sem leiðandi á ýmsum sviðum. Notkun grunnvatns jókst hratt upp úr 20. öldinni með auk- inni ræktun vatnsfrekra tegunda og var dæling grunnvatns hvorki mæld né takmörkuð með lögum þar til árið 2014. Afleiðingarnar eru ógn við landbúnað sem og stöðugleika mannvirkja í Kaliforníu. Á markað Vaxandi borgir líkt og San Francisco hafa frá miðri 18. öld verið mikilvægur markaður fyrir landbúnaðarafurðir í Kaliforníu, allt frá upphafi gullæðis til uppgangs tölvutækninnar í Sílikondalnum. Auk stórmarkaða hafa íbúar flestra borga ríkisins aðgang að bændamörkuðum sem eru gjarnan haldnir um helgar. Meðal frægra markaða Kaliforníu má nefna Ferry Building markaðinn í San Francisco, þar sem landbúnaðarafurðir eru markaðssettar og verðlagðar fremur sem lúxusvörur, en hins vegar er fjöldi bændamarkaða að evrópskri fyrirmynd sem veita bændum ódýran vettvang til að selja vörur sínar milliliðalaust um helgar, líkt og undir I-80 hraðbrautinni í Sacramento. Skuggi af hraðbrautinni er kærkominn yfir sumarmánuðina, en á febrúarmorgni eru seljendur flestir í þykkum jökkum þær fjórar klukkustundir sem markaðurinn er opinn. Pallbílum er lagt fyrir aftan bása og borð sem bera ólíkar afurðir, enda ríkið eitt fjölbreyttasta landbúnaðarsvæði heims með um 250 tegundir í ræktun. Jarðarberjabóndi ók sex klukkustundir frá Ventura-héraði nálægt Los Angeles vegna hærra verðlags á mörkuðum hér nyrðra, akstur sem gengur ef til vill gegn hugmyndafræði slíkra markaða um nálægð við framleiðslu, en staðfestir markaðslögmál framboðs og eftirspurnar. Fyrir 48 árum hjálpaði Mark Gustafson föður sínum að gróðursetja valhnetu- og pekantré á bökkum Sacramento-árinnar þar sem hann sér nú einn um uppskeru og umhirðu á 30 ekrum. Hann sagði þessar tegundir þola vel flóð líkt og áttu sér stað í febrúarmánuði síðastliðnum, en óvenjulega mikil úrkoma vetrarins ógnaði stöðugleika stíflumannvirkja, einna helst Oroville-stíflu. Þar sem nær allar ár ríkisins hafa verið virkjaðar eða stíflaðar eru hin náttúrulegu flóð löngu liðin tíð og reynir verulega á bændur og borgir ríkisins þegar jafn óvenjulegir atburðir eiga sér stað. Á tali við seljendur kom í ljós mikilvægi slíkra markaða fyrir smábúskap. Jason Cuff ræktar matjurtir á 5 ekrum og segir 25% af sölunni fara fram á þessum eina degi markaðarins, en það tók hann þrjú ár að fá úthlutað plássi sem kostar hann um 2.300 kr. á viku. ræktunar. Myndir / Svavar Jónatansson hagnaði. Central Valley er einstakt og risastórt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.