Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 47

Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 47
47Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 bíður uppá alhliða lausn fyrir hótelherbergið eða gistiheimilið. Bændablaðið Næsta blað kemur út 8. júní Nánari upplýsingar www.fuglavarnir.is, sala@fuglavarnir.is, sími: 896 1013 Fuglavarnir fyrir íslenskan landbúnað Scarcrow 360 er ný kynslóð fuglavarna sem er sér- hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og þá fugla sem eru hér á landi, líkt og íslenskar gæsir, álftir, máva, starra, hrafna og fleiri tegundir. Notast er við byltingarkennda tækni en aðvörunarhljóð í tækjunum eru þróuð og unnin hér á Íslandi og í Bretlandi. Kristmundur og Ásta Pálmadótt- ir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skagafjörður: Kristmundur verðlaunaður Samfélagsverðlaun Sveitar- félagsins Skagafjarðar voru veitt í annað sinn við setningu Sæluviku. Verðlaunin eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins valdi úr fjölda tillagna sem bárust og var úr vöndu að ráða. Niðurstaðan var sú að Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2017 hlaut Kristmundur Bjarnason, fræðimaður á Sjávarborg. Kristmundur var fyrsti formlegi skjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og gegndi því embætti um áratuga skeið eða allt til ársins 1990. Hann lagði í sinni tíð grunninn að því einstaka safni einkaskjala og ljósmynda sem Héraðsskjalasafn Skagfirðinga býr yfir og munu ekki eiga sinn líka í nokkru öðru héraðsskjalasafni. Hefur safnið þannig notið einstakra ávaxta af fræðistarfi, elju og útsjónarsemi Kristmundar. Kristmundur er löngu landskunnur fyrir fræðastörf sín. Eftir hann liggur fjöldi verka um söguleg efni. Má þar nefna Sögu Sauðárkróks, Sýslunefndarsögu Skagfirðinga, Skagfirskan annál, Jón Ósmann ferjumann og nú síðast ævisögu Gríms Jónssonar; Amtmanninn á einbúasetrinu, sem kom út árið 2008. Kristmundur er einn af stofnendum Skagfirðingabókar, ásamt Hannesi Péturssyni skáldi og Sigurjóni Björnssyni prófessor. Í þeim bókum hefur birst gríðarmikið efni um skagfirska sögu. Kristmundur var afkastamikill þýðandi um áratuga skeið. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.