Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 „Við keyptum jörðina árið 2003, þá hafði ekki verið föst búseta á jörðinni síðan 1971. Við höfum verið að auka fjárstofn jafnt og þétt,“ segja Vignir og Helga á Höfnum á Skaga. „Einnig hefur verið uppbygging á jörðinni en á henni var aðeins íbúðarhús og fjárhús. Í tengslum við æðarbúskapinn hefur verið komið upp æðardúnshreinsun og einnig eru búnar til sængur úr æðardún o.fl. eftir pöntunum.“ Býli: Hafnir á Skaga. Staðsett í sveit: Austur-Húnavatns- sýsla. Ábúendur: Vignir Sveinsson og Helga Ingimars, einnig býr Skafti, sonur okkar, með sína fjölskyldu í öðru húsi á jörðinni. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum 4 börn: Sandra Dögg, Skafti, Ingimar og Alma Dröfn. Tveir smalahundar eru á heimilinu og einn köttur hafður til músaveiða. Stærð jarðar? Jörðin er um 3.100 ha. Ræktað land er um 30 ha. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur, æðar- rækt og hrossarækt. Fjöldi búfjár og tegundir? 560 kind- ur á vetrarfóðrum og slatti af hrossum og um 2.200 æðarkollur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir geta verið mjög misjafnir, þó má segja að á vetrinum eru gjafir kvölds og morgna og unnið við hreinsun á æðardúni. Svo ýmis önnur störf sem þarf að sinna jafnhliða. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er á vorin þegar sauðburður stendur yfir og svo tekur við dúntínsla. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við búumst við að halda okkar striki. Húsakostur verður bættur til að vinnuaðstaða verði enn betri Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í ágætum málum, mætti kannski vera meiri samstaða meðal bænda. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Eins og staðan er í dag eru horfur ekki góðar, en við erum bjartsýn. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við þurfum að leggja mikla áherslu á hvað vörurnar okkar eru vistvænni í samanburði við aðrar þjóðir. Að sjálfsögðu er góð matreiðsla og framsetning á kjöti til ferðamanna á Íslandi góð auglýsing. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, egg, skyr og harðfiskur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er erfitt að gera upp á milli en það var eftirminnilegt þegar nýtt hús var tilbúið fyrir dúnhreinsunina. En við hreinsum allan okkar dún sjálf og tökum í hreinsun frá öðrum. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Sælkerapylsur og nautakjöt á naan-brauði Það getur aldrei farið úrskeiðis að halda partí með flottum pylsum á grillinu. Það má vefja beikoni utan um pylsurnar eða fullkomna daginn með því að gera heimalag- aðan steiktan lauk með pylsunum. Sælkerapylsur Hráefni: › 4–6 flottar pylsur › 4–6 pylsubrauð - bollur › 4–6 beikonsneiðar › 1/3 bolli hunangs BBQ-sósa eða aðrar sósur að eigin vali Steikur laukur › 1 miðlungsstór gulur laukur › 1 bolli af súrmjólk eða mjólk › 1½ bolli hveiti › Salt og ferskur malaður svartur pipar › Um það bil 2-3 bollar af jurtaolíu til að djúpsteikja með Sneiðið laukinn þunnt. Leggðu hann í mjólkina og setjið til hlið- ar í u.þ.b. 30 mínútur. Blandið saman hveiti, salti og pipar í stóra skál. Hitið olíu í stórum pottinum, á meðalhita (eða í djúpsteiking- arpotti). Hreinsið umfram mjólk af laukn- um og setjið laukinn í hveiti. Dreifið úr honum þannig að hann festist ekki saman og setjið í sigti til að taka af allt umfram hveiti. Steikið laukinn í heitri olíu þar til hann er orðinn gulbrúnn. Takið hann þá upp úr pottinum og dreif- ið á pappír sem drekkur í sig alla umfram olíu. Vefjið beikoni utan um pylsurnar og dýfið þeim í BBQ-sósu í stórri skál. Grillið pylsurnar þar til beikonið er stökkt. Setjið eldaðar pylsur í pylsubrauð með sósu og stökkum laukum. Súrdeigs naan-brauð › 1 bolli súrdeigsgrunnur (líka hægt að setja 5 g ger) › 1/2 bolli heit mjólk (við rúmlega stofuhita, hægt hitað í örbylgjuofni) › 1/4 bolli grísk jógúrt › 1 tsk. lyftiduft › 2 bollar hvítt hveiti eða heilhveiti › ögn sjávarsalt › 1 matskeið brætt smjör › Hvítlaukur og kryddjurtir (uppáhalds kryddjurtirnar þínar) Blandið saman súrdeigsgrunni (eða geri), mjólk og jógúrt í skál. Hrærið saman þar til þetta er orðið slétt. Bætið við lyftidufti og öllu hveitinu (eða heilhveitinu). Hrærið þar til deigið hefur blandast alveg saman. Það verður nokkuð klístrað. Setjið filmu yfir skálina eða hylj- ið með rökum klút og látið deigið lyftast á heitum stað í tvær til þrjár klukkustundir. Þegar deigið hefur hvílt sig (og stækkað aðeins) færið það þá yfir á borð sem búið er að strá hveiti yfir. Hnoðið þar til áferðin er orðin slétt – í eina mínútu eða tvær. Setjið aðeins meira af hveitinu á hend- urnar til að koma í veg fyrir að það festist við ykkur. Forhitaðu bök- unarplötu eða pönnu yfir m i ð l u n g s háum hita. Skiptu deiginu í 8 stykki. Rúllið hverju stykki út í um það bil hálfs sentimetra þykkt. Penslið deigið með olíu og setjið það á plötuna undir grill í ofn- inum eða steikið á pönnunni. Snúið við og eldið í 30 sekúndur til eina mínútu á hvorri hlið. Endurtakið með restina af deiginu. Þegar búið er steikja deigið er brauðið penslað með bræddu smjöri og setjið loks krydd að eigin vali yfir. Gott að framreiða með steik. Súrdeigs naan-brauð › Kjöt - ein lítil steik › meðlæti sem gott er að hafa með › 1 búnt ferskt kóríander › 2 lime og rífið börkinn yfir því hann gefur ferskt bragð Steikið kjötið. Til að fá það miðlungseldað þarf líklega að steikja það í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. Það fer eftir þykktinni. Setjið það svo til hliðar svo kjötið geti hvílt. Skerið þunnt og framreiðið með lime-báti, fersku kóríander, sal- ati og ögn af sýrðum rjóma – eða majónesi sem búið er að blanda við gríska jógúrt og hvítlauk. Gott er að rífa lime-börk yfir með fínu rifjárni. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Hafnir á Skaga Vignir Sveinsson og Helga Ingimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.