Bændablaðið - 02.11.2017, Side 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Harðari samkeppni og aukin sala í
gegnum erlendar bókunarsíður er
veruleiki sem ferðaþjónustubændur
búa við. Áhersla á gæði og aukna
þjónustu er það sem mun fleyta
bændum áfram í samkeppninni
að mati Sævars Skaptasonar,
framkvæmdastjóra Hey Iceland,
sem heldur um þessar mundir upp
á eins árs afmæli nýja vörumerkisins
sem tók við af Ferðaþjónustu bænda
og Icelandic Farm Holidays.
Sævar hélt erindi á uppskeruhátíð
Félags ferðaþjónustubænda þar sem
hann fór yfir helstu áskoranir og
tækifæri sem liggja í greininni um
þessar mundir. Miklar breytingar
hafa orðið á síðustu árum en félagar í
Hey Iceland eru nú 176 talsins. Í máli
Sævars kom fram að gífurleg fjölgun
hefur verið í hópi ferðaskrifstofa
og ferðaskipuleggjenda á síðustu
misserum.
„Mikil og hörð samkeppni er við
erlenda aðila en til að mynda er talið
að AirBnB velti 4–6 milljörðum á
Íslandi,“ sagði hann. Sævar sagði
að ekki dygði að setja lappirnar upp
í sófa og gefast upp heldur yrði að
grípa tækifærin sem væru fjölmörg
að hans mati.
„Það er margt í gangi. Við
á skrifstofunni höfum spýtt í
lófana, sett okkur sóknaráætlun og
unnið eftir henni. Við höfum bætt
tæknina og eytt umtalsverðum
fjármunum í endurnýjun á sölu- og
bókunarhugbúnaði. Sóknarfærin felast
í því að bæta og auka þjónustu við
viðskiptavininn,“ sagði Sævar.
Hann sagði að margt hefði breyst
í ferðaþjónustu bænda og nýjar vörur
spryttu fram. Þjónustan hefði þróast frá
því að selja eingöngu gistingu í að selja
samsetta þjónustu, s.s. bílaleigupakka
(bíll, gisting og afþreying). Sýnileiki
og framboð á afþreyingu hjá
bændum væri líka vaxandi sem væri
fagnaðarefni. Sævar sagðist telja að
í framtíðinni þyrftu menn að ákveða
hverjir hefðu aðgang að gistirýminu
þegar upp er staðið og spurði hvort
láta ætti erlendum bókunarþjónustum
um að selja gistirýmið eða halda
viðskiptunum hér heima. Hann
sagði sambúð ferðaskrifstofu og
gistiaðila þurfa að þjóna hagsmunum
beggja en það væru mikil tækifæri
í vöruþróun og gæðamálum. Sævar
hvatti ferðaþjónustubændur að taka
ákveðin skref inn í Vakann, sem er
gæðakerfið sem Hey Iceland hefur
tekið upp.
Gengisáhættan veruleg
Velta Hey Iceland var rúmlega 2,2
milljarðar í fyrra en Bændaferðir,
sem er utanlandsdeild skrifstofunnar,
er um 1/3 af rekstrinum. Að
sögn framkvæmdastjórans gegna
Bændaferðir mikilvægu hlutverki í því
að minnka gengisáhættu sem er veruleg
og hefur valdið aðilum í ferðaþjónustu
hérlendis miklum erfiðleikum upp á
síðkastið.
„Fjársjóður okkar samstarfs er
bændurnir og þær vörur sem hópurinn
hefur fram að færa,“ sagði Sævar að
lokum í sínu erindi um leið og hann
fagnaði sérstaklega nýju fólki og nýrri
kynslóð í ferðaþjónustunni.
Samstarfssamningur undirritaður um uppsetningu á hleðslustöðvum til sveita:
Bændur bjóða rafbílanotendum upp á hleðslu í hlaði
Á nýliðinni uppskeruhátíð Félags
ferðaþjónustubænda, sem haldin
var á Smyrlabjörgum í Hornafirði
fyrr í vikunni, var verkefninu
„Hleðsla í hlaði“ formlega hleypt
af stokkunum. Markmið þess
er að hvetja bændur til þess að
setja upp hleðslustöðvar fyrir
rafbíla á sínum búum og ýta
þannig undir umhverfisvænni
samgöngumáta. Áætlað er að fyrstu
hleðslustöðvarnar verði teknar
í gagnið á næstu mánuðum hjá
nokkrum ferðaþjónustubændum.
Undirbúningshópur á vegum
Hey Iceland, Bændasamtakanna
og Orkuseturs hefur unnið að
verkefninu frá því í vor og nú
þegar eru rúmlega 20 bændur og
rekstraraðilar í ferðaþjónustu sem
hafa sýnt áhuga á að setja upp
hleðslustöð. Málið hefur meðal
annars verið kynnt í Bændablaðinu
og í beinum samskiptum við hóp
ferðaþjónustubænda og fleiri aðila.
Í haust bárust tilboð frá fyrirtækjum
sem sérhæfa sig í uppsetningu og
rekstri rafhleðslustöðva en gengið var
til samninga við fyrirtækið Hleðslu
ehf. sem hefur meðal annars annast
uppsetningu á hleðslustöðvum við
verslunina IKEA í Garðabæ.
Bændur geta haft tekjur af
rafmagnssölu
Fjallað var um rafbílavæðinguna og
tækifærin sem liggja í uppsetningu
hleðslustöðva fyrir bændur á
uppskeruhátíðinni. Ólafur Davíð
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Hleðslu ehf., hélt erindi um kosti
sem væru í boði og þá möguleika
sem bændur hafa til þess að selja
þjónustuna. Í máli hans kom fram að
bændur séu sérlega heppilegur hópur
til að sinna þessari þjónustu. Þróunin
sé þannig að rafbílaeigendur hlaða
bílana sína heima hjá sér á nóttunni
og þess vegna sé minni áhersla á
uppsetningu hleðslustöðva í borgum
og bæjum. Hins vegar sé brýnt að
byggja upp gott net hleðslustöðva
í dreifbýli og þar séu fáir betri en
bændur til að sinna þjónustunni.
„Það eru ýmsir möguleikar í
boði, bæði litlar hleðslustöðvar sem
kosta ríflega 100 þúsund krónur og
upp í stöðvar sem kosta um 450
þúsund krónur auk virðisaukaskatts.
Hraðhleðslustöðvar eru dýrari en þær
kosta á bilinu 1,5–2,4 milljónir króna
auk vsk. Ýmsar greiðslulausnir
eru fyrir hendi en seljandinn getur
ákveðið hvort hann selur þjónustuna
beint, í gegnum greiðslumiðlun
á netinu eða hreinlega leyfir
viðskiptavinum sínum að hlaða án
endurgjalds,“ segir Ólafur Davíð.
Nú eru um 1.500 rafbílar í landinu
og þeim fer ört fjölgandi að sögn
forsvarsmanna bílaumboða.
Jafn sjálfsagt og þráðlaust net
Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá
Bændasamtökunum, tók þátt í starfi
undirbúningshópsins. Hann segir
að því sé spáð að rafhleðslustöðvar
verði jafn sjálfsögð þjónusta í
ferðaþjónustu og þráðlaust net er
í dag.
„Það er mikilvægt að bændur
grípi tækifærið og láti til sín taka
í rafbílavæðingunni. Með þessu
leggjum við okkar af mörkum
gagnvart umhverfinu, auk þess
sem bændur geta haft af þessu
tekjur. Það er líka mikilvægt fyrir
byggðirnar að bjóða upp á hleðslu
fyrir rafbílaeigendur og ferðamenn
því með því móti eru þeir viljugri
að ferðast um sveitirnar. Þétt net
hleðslustöðva er grundvöllur þess
að bílaleigur breyti sínum bílaflota
og meðal annars þess vegna hvetjum
við fleiri bændur til þess að stökkva á
vagninn. Þetta er stórt umhverfismál
og hefur sitt að segja við að minnka
útblástur gróðurhúsalofttegunda,“
segir Tjörvi.
Vilja fleiri bændur til samstarfs
Í samstarfssamningi sem gerður
var við Hleðslu ehf. kemur fram
að fyrirtækið sér um sölu og
uppsetningu á hleðslulausnunum
auk þess að veita bændum ráðgjöf.
Samstarfshópur BÍ, Orkuseturs og
Hey Iceland mun hins vegar halda
utan um tengslanet bændanna
sem taka þátt og vinna að
markaðssetningu þjónustunnar.
Þeir sem hafa hug á því að
kynna sér frekar möguleikana við
uppsetningu hleðslustöðva fyrir
rafbíla geta haft samband í netfangið
berglind@heyiceland.is og skoðað
vef Hleðslu ehf. sem er með slóðina
www.hlada.is
FRÉTTIR
Samstarfssamningur á milli BÍ, Hey Iceland, Orkuseturs og Hleðslu ehf. um átak í uppsetningu á hleðslustöðvum
til sveita var að sjálfsögðu undirritaður á húddi rafbíls. Frá vinstri: Tjörvi Bjarnason frá BÍ, Ólafur Davíð
Guðmundsson frá Hleðslu ehf. og Berglind Viktorsdóttir hjá Hey Iceland.
Gæðamál, sala þjónustu á erlendum bókunarvélum og nýliðun til umræðu á uppskeruhátíð Félags ferðaþjónustubænda:
Hey Iceland-vörumerkið er eins árs
Björgvin Jóhannesson í Höfðabrekku, formaður Félags ferðaþjónustu-
bænda, og Sölvi Arnarsson í Efstadal, sem situr í stjórn félagsins.
Sævar Skaptason.
Sigurlaug Gissurardóttir, fyrrverandi formaður Félags ferðaþjónustu-
bænda, var heiðruð á uppskeruhátíðinni og þökkuð vel unnin störf.
Hér er hún að skera afmælistertusneið fyrir Bryndísi Pjetursdóttur,
markaðsstjóra Hey Iceland.
Hjónin Hulda E. Daníelsdóttir og Gunnlaugur Jónasson á Gistihúsinu
Þau fengu staðfestingu þess efnis afhenta á uppskeruhátíð Hey Iceland.