Bændablaðið - 02.11.2017, Side 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Lagt er til í nýlegri skýrslu frá
Rannsóknamiðstöð Háskólans á
Akureyri að Breiðdalshreppur
sameinist Fjarðabyggð. Sam
eining við Fljótsdalshérað er
ekki útilokuð. Skýrslan var
unnin að beiðni sveitarfélagsins.
Skýrsluhöfundar eru Hjalti
Jóhannesson landfræðingur
og Arnar Þór Jóhannesson
stjórnmálafræðingur. Skýrslan
ber heitið Breiðdalshreppur
– Samfélags greining og sam
einingar kostir.
Rekstur Breiðdalshrepps
hefur verið þungur undanfarin
ár, íbúum hefur fækkað verulega
í kjölfar samdráttar í útgerð og
atvinnuástand er ótryggt. Í upphafi
þessa árs bjuggu 182 íbúar á
Breiðdalsvík. Flestir voru íbúar
sveitarfélagsins árið 1980 eða
372 talsins. Reynt hefur verið að
sporna við frekari fækkun m.a.
með því að úthluta byggðakvóta.
Einnig fengu Breiðdælingar
aðild að verkefninu Brothættar
byggðir, sem er verkefni á vegum
Byggðastofnunar til stuðnings
samfélögum í varnarbaráttu.
Afkoma sveitarsjóðs hefur
batnað
Afkoma sveitarsjóðs hefur að því
er fram kemur í skýrslunni farið
batnandi með miklu aðhaldi í
rekstri og auknum framlögum
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga,
en hlutfall skulda af tekjum
sveitarfélagsins hefur lækkað úr
199% á árinu 2014 í 141% í árslok
2016. Samkvæmt reglugerð um
fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga og
eftirlit með fjármálum sveitarfélaga
skal skuldahlutfallið ekki vera
hærra en 150%.
Niðurstaða skýrslunnar er engu
að síður sú, að með hliðsjón af
verkefnum sveitarstjórnarstigsins
fái Breiðdalshreppur ekki staðið
undir rekstri sínum í núverandi
mynd. Lýðfræðilegir þættir eins
og hækkandi meðalaldur mæli
einnig með sameiningu við annað
sveitarfélag.
Samrekstur skóla skynsamleg
ráðstöfun
Af þeim tveimur augljósu
kostum sem Breiðdalshreppur á í
stöðunni, að sameinast annaðhvort
Fjarðabyggð eða Fljótsdalshéraði,
telja skýrsluhöfundar að land
fræðileg rök geri Fjarðabyggð að
fýsilegri kostinum. Breiðdalsheiði
sé verulegur farartálmi á vetrum,
sem dragi m.a. úr möguleikum
á hagræðingu í skólamálum, en
samrekstur skólanna á Breiðdalsvík
og Stöðvarfirði er talin skynsamleg
ráðstöfun fyrir báða skóla, bæði
fjárhagslega og faglega. Jafnframt
er tekið fram, að gert sé ráð fyrir
skólahaldi í báðum skólum eftir
sem áður.
Lítil og óhagstæð rekstrareining
Breiðdalshreppur er lítil og
óhagstæð rekstrareining sem leiðir
af sér brothætta stjórnsýslu, segir í
skýrslunni. Sveitarfélögum hefur
fækkað hér á landi undanfarna
áratugi og verkefni þeirri hafa
aukist, sem kallar á meiri stjórnsýslu
og umsvif en áður með tilheyrandi
kostnaði. Breiðdalshreppur hefur
ekki farið varhluta af þessari þróun,
íbúum hefur fækkað umtalsvert á
liðnum árum. Samsetning íbúa er
með þeim hætti að hlutfallslega
fleiri karlar eru þar búsettir en konur
og meira er af eldra fólki en ungu.
Vægi undirstöðu atvinnu grein
anna, landbúnaðar og sjávarútvegs
hefur minnkað hin síðari ár, en
ferðaþjónusta aukist. Ágætis gróska
er í sveitarfélaginu og nýsköpun.
Störfum við ferðaþjónustu hafi
fjölgað og hafi að hluta til náð
að vega upp á móti fækkun starfa
í landbúnaði og sjávarútvegi.
Atvinnulíf standi engu að síður
óstyrkum fótum.
Viðræður um sameiningu rökrétt
næsta skref
Benda skýrsluhöfundar á að
erfitt gæti orðið að fá íbúa til að
gefa kost á sér í sveitarstjórn og
nefndir hreppsins til framtíðar litið.
Merkjandi sé minni pólitísk þátttaka
en áður var, kjörsókn hefur dregist
saman. Eins er nefnt í skýrslunni
að ýmsir innviðir í Breiðdalshreppi
þarfnist viðhalds og endurbóta, svo
sem götur, fráveita, skóli og þær
leiguíbúðir sem hreppurinn á.
Viðræður um sameiningu
sveitarfélaga séu því rökrétt næsta
skref. Af landfræðilegum ástæðum
sé sameining við Fjarðabyggð besti
kosturinn með samlegð í huga. Þó er
sameining við Fljótsdalshérað ekki
útilokuð en bent á að Breiðdalsheiði
sé verulegur farartálmi yfir
vetrarmánuði. Í slíkum tilvikum
lægi leiðin á milli byggðakjarnanna
um annað sveitarfélag. /MÞÞ
Lagt til að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð:
Þungur rekstur, íbúum fækkar
og atvinnuástand ótryggt
FRÉTTIR
Landsmót Smalahundafélags
Íslands 2017 í Biskupstungum
– Íslensku kindurnar erfiðar, sagði enski dómarinn
Landsmót Smalahundafélags
Íslands var haldið dagana 21.
og 22. október 2017 í Austurhlíð
Biskupstungum og hafði
Smalahundadeild Árnessýslu
umsjón með mótinu.
Dómari var Anthony Boggy
Warmington og kom hann frá
Englandi fyrir tilstuðlan International
Sheepdog Society. Veður var einkar
hagstætt fyrri dag keppninnar, en
bætti í vind og dálítil rigning seinni
daginn.
Keppnisbrautin var krefjandi, en
að sama skapi mjög skemmtileg.
Ekki síst vegna þess að völlurinn
var leitóttur og stundum hurfu bæði
kindur og hundur sjónum smalans.
Þá reyndi á taugar smalans sem þurfti
að setja allt sitt traust á hundinn.
Dómarinn hafði orð á því að
íslenskar kindur væru erfiðari en
hann ætti að venjast og reyndi því
mjög á hæfni hundanna að stjórna
þeim.
Keppt var í Aflokki, Bflokki
og unghundaflokki. Í ár var sú
nýbreytni að keppt var að 110 stigum
í Aflokki, en ekki 100 stigum eins
og síðustu ár. Stigaskorið er þó að
meðaltali lægra en oft hefur verið.
Margir féllu á tíma og dómarinn var
ófeiminn við að víkja mönnum úr
braut fyrir minnstu yfirsjónir.
Aðeins einn keppandi náði
að klára Aflokks brautina innan
tímamarka, en það var Sverrir
Möller með hundinn Gutta. Allir
keppendur fengu tvö rennsli og gilti
samtala þeirra til úrslita. Úrslit voru
eftirfarandi:
A-FLOKKUR:
Flóknasta og lengsta brautin,
110 stiga braut, 350 m úthlaup,
15 mín, 8 keppendur.
1) Aðalsteinn Aðalsteinsson og
Doppa frá Húsatóftum (62+74)
136 stig
2) Elísabet Gunnarsdóttir og
Panda frá Daðastöðum (60+60)
120 stig
3) Svanur Guðmundsson og
Korka frá Miðhrauni (48+65)
113 stig
Unghundaflokkur:
Hundar yngri en 3 ára, 100 stiga
braut og 150 m úthlaup, 12 mín,
fimm keppendur.
1) Maríus Snær Halldórsson og
Elsa frá Hallgilsstöðum (53+55)
108 stig
2) Aðalsteinn Aðalsteinsson og
Snerpa frá Húsatóftum (52+36)
88 stig
3) Einar Atli Helgason og Kría
frá Snartarstöðum (0+60) 60 stig
BFLOKKUR: Fyrir byrjendur
og reynsluminni hunda/eigendur,
100 stiga braut, 200 m úthlaup, 12
mín, 2 keppendur:
1) Einar Atli Helgason og
Strumpur frá Snartarstöðum
(0+68) 68 stig
2) Marsibil Erlendsdóttir og Rotti
frá Dalatanga (0+35) 35 stig
Aukaverðlaun:
Stigahæsta tíkin og stigahæsti
karlhundurinn í Aflokki fengu
verðlaunin besta tíkin og besti
hundurinn. Féllu þau í hlut Doppu
frá Húsatóftum (136 stig) undir
stjórn Aðalsteins Aðalsteinssonar
og Smala frá Miðhrauni undir
stjórn Halldórs Sigurkarlssonar
(103 stig).
Eftirtaldir aðilar styrktu mótið og er
þeim hér með þakkað kærlega fyrir:
Baldvin og Þorvaldur, Landstólpi,
Fóðurblandan og SS. /AJH
Sigurvegarar í A-flokki.
Sigurvegarar í unghundaflokki.
Sigurvegarar í B-flokki.
Dómari í keppninni var Anthony
Boggy Warmington.
Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi. Mynd / HKr.
Skagabyggð vill sameiningarviðræður við
sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu
Sveitarstjórn Skagabyggðar
hefur ákveðið að slíta
fyrirhuguðum viðræðum um
sameiningu við Sveitarfélagið
Skagafjörð, en snúa sér þess í
stað að viðræðum um hugsanlega
sameiningu sveitarfélaga í
AusturHúnavatnssýslu.
Forsvarsmenn Skagabyggðar
hafa tilkynnt sveitarstjórnum
Blönduósbæjar, Skagastrandar
og Húnavatnshrepps um þessa
ákvörðun sína. Þar með hafa allar
sveitarstjórnirnar fjórar í sýslunni
samþykkt að hefja formlegar
viðræður um sameiningu.
Skagabyggð hóf sameiningar
viðræður við Skagafjörð í byrjun
sumars. Eftir að sveitarfélögin í
AusturHúnavatnssýslu ákváðu að
kanna hvort grundvöllur væri fyrir
sameiningu allra sveitarfélaganna í
sýslunni tók málið nýja stefnu hjá
Skagabyggð.
Álitlegri kostur að sameinast
Austur-Húnavatnssýslu
Sveitarstjórn Skagabyggðar hélt
íbúafund í liðnum októbermánuði
þar sem kynnt var skýrsla um
stöðu og framtíð sveitarfélaga.
Einnig var á fundinum lögð fram
skoðanakönnun meðal íbúa þar
sem spurt var hvort þeir vildu
hefja viðræður um sameiningu við
önnur sveitarfélög og þá hvaða.
Meirihluti þeirra sem
svöruðu könnuninni voru
andvígir sameiningu við önnur
sveitarfélög en meirihluti þeirra
sem svöruðu seinni spurningunni
töldu álitlegri kost að sameinast
AusturHúnavatnssýslu heldur en
Skagafirði. Af öllum greiddum
atkvæðum vildu 69,45%
sameiningu við sveitarfélögin
í AusturHúnavatnssýslu,
19,45% vildu sameiningu við
Sveitarfélagið Skagafjörð og
11,1% skiluðu auðu.
Í bókun sveitarstjórnar
Skagabyggðar frá 12. október
síðastliðnum kemur fram að
sveitarstjórnin telur að það geti
orðið sveitarfélögunum í Austur
Húnavatnssýslu til framdráttar að
hefja sameiningarviðræður.
Á fundinum var ákveðið að fara
í sameiningarviðræður þrátt fyrir
að meirihluti íbúa sem svöruðu
skoðanakönnuninni hafi verið því
andvígir. /MÞÞ
Upplýsingamiðstöð Austur-Húnavatnssýslu:
775 gestir frá 27 löndum
Alls komu 775 gestir frá 27 löndum
í Upplýsingamiðstöð ferðamála í
AusturHúnavatnssýslu í sumar.
Flestir voru þeir Þjóðverjar,
Bandaríkjamenn, Kínverjar og
Frakkar.
Flestir voru á aldrinum 25–44
ára, eða 48% af heildarfjöldanum,
þar á eftir kom aldurshópurinn
45–49 ára, eða 35% og 16–24 ára,
eða 10%. Fimm prósent gestanna
voru 60 ára og eldri.
Upplýsingamiðstöðin var
opnuð í byrjun júní og var opin
alla virka daga í sumar. Henni var
lokað 15. september síðastliðinn.
Upplýsingamiðstöðin er til húsa í
Héraðsbókasafninu að Hnjúkabyggð
á Blönduósi og er hún eingöngu
opin yfir sumarmánuðina. Hún var
fyrst opnuð 9. júní 2016. Þar er hægt
að nálgast upplýsingabæklinga,
ferðakort, göngukort ásamt
því að fá upplýsingar um m.a.
gistimöguleika, afþreyingu,
veitingar, færð og skipulagðar ferðir
í AusturHúnavatnssýslu að því er
fram kemur á vefnum huni.is. /MÞÞ