Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 13
13Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Ný könnun sem greiningar-
fyrirtækið Agri analyse vann
fyrir Landbúnaðartryggingar
í Noregi sýnir að einungis 19%
bænda nota alltaf öryggisbelti
þegar þeir keyra um á traktorum
sínum.
Niðurstöðurnar valda mönnum
áhyggjum þar sem ökumaður
traktors er í jafnmikilli hættu eins
og aðrir bílstjórar á vegum úti og
því skynsamlegt að nota þar til
gerðan öryggisbúnað.
Í könnuninni segja 29%
svarenda að þeir noti oftast belti á
meðan 23% svarenda segjast aldrei
nota öryggisbelti þegar þeir keyri
traktora sína.
Það eru ekki í gildi lög í landinu
sem kveða á um að ökumenn
traktora skuli ávallt vera spenntir
undir stýri eins á við um aðra
ökumenn. Í sumum tegundum
nýrra traktora er búið að koma
fyrir svokölluðum fastspenntum
búnaði sem á að nota þegar það er
sýnileg hætta á veltu. Skýrsla sem
Rannsóknarstofnun byggðamála í
Noregi sendi nýverið frá sér sýnir
að traktor er það tæki sem oftast
er hægt að tengja við óhöpp og
slys á bóndabæjum en um 14% af
slysum tengjast traktorum beint.
Á árunum 2011–2013 hafa níu af
sautján banaslysum í landbúnaði
tengst notkun á traktorum.
/ehg - Bondebladet
Sala og ráðgjöf
Sími 540 1100
www.lifland.is Reykjavík
Lyngháls
Akureyri
Óseyri
Borgarnes
Borgarbraut
Blönduós
Efstubraut
Hvolsvöllur
Ormsvöllur
Úrval vöru fyrir
sauðfjárbóndann
Orkuríkt kjarnfóður með 24% próteini.
eykur meltanleika próteina. Hentar þar sem
þörf er á sterku fengieldi.
Þú kaupir 1 stórsekk af Ærblöndum og færð 2 Sauðfjárfötur í kaupbæti.
Þú kaupir 12 smásekki af Ærblöndum og færð 1 Sauðfjárfötu í kaupbæti.
Þú kaupir 1 stórsekk af Ærblöndum og 4 Sauðfjárfötur.
Þú kaupir 12 smásekki af Ærblöndum og 2 Sauðfjárfötur.
Ærblanda LÍF
Hagkvæmur valkostur með 15%
próteininnihaldi sem byggir á jurtaafurðum.
Hentar vel með miðlungsgóðum heyjum.
Sauðfjárfatan er ný vara hjá Líflandi sem er
sérstaklega ætluð íslensku sauðfé og er auðug af
lífsnauðsynlegum stein- og snefilefnum.
Fatan inniheldur AO-mix, blöndu náttúrulegra
andoxunarefna sem minnka álag á frumur þegar
efnaskipti eru hröð, t.d. á seinnihluta meðgön-
gu og um burð. Í samspili við E-vítamín og selen
hefur andoxunarblandan jákvæð áhrif á frjósemi,
heilbrigði og ónæmiskerfi fjárins.
Innbyrðis hlutfall kalsíum og fosfórs er til þess
fallið að minnka líkur á
stoðkerfisvandamálum
og doða við burð.
Sauðfjárfatan inni-
heldur engin erfðabreytt
hráefni.
Kynntu
þér kos
ti
óerfðab
reytta
kjarnfó
ðursins
NÝTT!
Ærblanda
háprótein
Verð
m. vsk.
Án vsk.
25 kg 2.870 2.315
500 kg 52.499 42.338
Ærblanda
Líf
25 kg 2.260 1.823
500 kg 41.720 33.645
Sauðfjárfata
20 kg
4.200 3.387
Verð
Tilboðið gildir til og með 31. esember 2017.
KYNNINGARTILBOÐ – SÆKTU EÐA FÁÐU SENT FRÍTT
Helmingur norskra bænda sleppir
öryggisbeltum í traktorum
Innanlandsflug:
Lítils háttar fjölg-
un farþega
Alls fóru um 385 þúsund farþegar
um flugvelli landsins á fyrri helmingi
ársins ef Keflavíkurflugvöllur er
frátalinn. Fjöldinn er mun minni
en í fyrri uppsveiflum. Þetta kemur
fram á vefnum turisti.is.
Nærri fjórtán þúsund fleiri
farþegar nýttu sér ferðir frá
innanlandsflugvöllunum á
fyrri helmingi ársins og nam
heildarfjöldinn 385 þúsundum.
Hlutfallslega var aukningin
langmest á Akureyri, eða um tíund,
en samdrátturinn mestur á Húsavík
og í Vestmannaeyjum, eða rúmlega
13 prósent, samkvæmt nýjum tölum
frá Isavia. Á Ísafjarðarflugvelli jókst
farþegafjöldinn lítillega, eða um 1,7
prósent.
Þar sem flestar ferðir eru til og
frá Reykjavík þá stóð flugvöllurinn
í Vatnsmýri undir rúmlega
helmingi farþegafjöldans og þar
fjölgaði ferðum um 2,3% fyrstu
sex mánuðina en á landsvísu nam
aukningin 3,5%. Viðbótin á fyrri
helmingi síðasta árs var nærri tvöfalt
meiri, eða 6,7%.
40% vöxtur á Keflavíkurflugvelli
Sem fyrr er vöxturinn á
Keflavíkurflugvelli miklu meiri en
í innanlandsfluginu en þar fjölgaði
farþegum um 40% á tímabilinu
janúar til júní og til samanburðar
má nefna að það fer nærri að
brottfarar- og komufarþegar á
Keflavíkurflugvelli í febrúar hafi
verið jafnmargir og heildarfjöldi
farþega á innanlandsflugvöllunum
fyrstu sex mánuði ársins.
Fjöldi farþega í innanlandsflugi
helst í hendur við almenna þróun
í efnahagslífinu síðastliðinn
aldarfjórðung. Þannig voru þeir
langflestir í uppsveiflunum í
kringum aldamótin og aftur á
metárunum 2007 og 2008 þegar
fjöldinn fór upp í um 480 þúsund
fyrstu sex mánuðina. Hagvöxtur
síðustu ára hefur hins vegar ekki
skilað sér í álíka fjölda farþega í
innanlandsfluginu og ekki heldur
sú staðreynd að fjöldi erlendra
ferðamanna hefur fimmfaldast á
milli áranna 2008 og 2017, úr 184
þúsund í 974 þúsund á fyrri helmingi
hvers árs. Vefurinn bendir á að hafi
beri í huga nýlegar skekkjur sem
fram hafa komið í talningu og veltir
því einnig upp hvort farþegum í
innanlandsflugi hefði í raun farið
fækkandi síðustu ár ef ekki væri fyrir
erlendu ferðamennina. /MÞÞ
Mynd HKr.