Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Fyrr í haust kom upp vírussýking í
íslenskum tómötum og smit staðfest
á þremur býlum. Samkvæmt
b r á ð a b i r g ð a n i ð u r s t ö ð u m
Matvælastofnunar er smit að finnast
á flestum stærri tómatabýlum
á Suðurlandi. Vírusinn er ekki
skaðlegur mönnum og finnst í
innfluttum tómötum.
Brynjar Ómarsson forstöðu-
maður plöntu sjúkdómasviðs
Matvælastofunar, sagði í
samtali við Bændablaðið að
bráðabirgðaniðurstöður sýndu
að Pepino mósaík vírus, PepMV,
sýking væri orðin nokkuð útbreidd
hjá stórum tómataframleiðendum hér
á landi.
„Bráðabirgðaniðurstöðurnar sýna
að vírusinn er að finna á tólf býlum
á Suðurlandi og í ríflega helmingi
stærri býlanna.“
Margs konar smitleiðir
Að sögn Brynjars er enn verið
að kortleggja dreifinguna og að
samkvæmt henni sé sýkingin
staðbundin á Suðurlandi. „Þar sem
vírusinn er bráðsmitandi og berst
með snertismiti geta smitleiðir verið
margs konar, til dæmis með fólki
eða umbúðum og hvoru tveggja.
Vírusinn lifir í fjórtán daga í fatnaði
og smitleiðir því margar.“
Vinnur að gerð upplýsingaefnis
„Helsta leiðin til að eiga við
vírussjúkdóma í plöntum er með
hreinlæti og almennar sóttvarnir.
Sem stendur er Matvælastofnun
að útbúa upplýsingaefni og staðlaða
verkferla fyrir innlendar aðstæður
sem er fyrsta skrefið til að koma
málinu í fastan farveg.“
Sýktar plöntur geta verið án
einkenna
Brynjar segir að Matvælastofnun hafi
fyrst borist fregnir af sýkingunni í
haust en hann segir erfitt að meta
hvenær hún hafi komið fyrst upp.
Hann segir einnig ómögulegt að
segja hvernig sýkingin hafi borist
til landsins og það gæti hafa verið
með fólki eða sýktum innfluttum
tómötum.
„Plöntur geta verið sýktar án
þess að fram á þeim komi einkenni.
Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig
slíkt hefur verið á milli býla hér.
Breytileikinn á því getur verið mikill
og margir þættir sem geta haft áhrif á
hvort einkenni komi fram eða ekki.“
Samkvæmt upplýsingum
Bændablaðsins er algengast að
einkenni sýkinga komi fram á haustin.
Skaðlaust fólki
Brynjar segir að staðfest sé að
Pepino mósaík vírus í tómötum sé
skaðlaus fólki og að ekki sé ástæða
til að hann berist í aðrar plöntur hér
á landi.
„Þrátt fyrir það er mikilvægt að
koma í veg fyrir frekara smit eins
og hægt er með ýtrasta hreinlæti
en þar sem vírinn er ekki skaðlegur
mönnum hefur ekki verið gripið til
þess að stöðva sölu á afurðum frá
sýktum býlum, hvorki hér á landi
né í nágrannalöndunum.“
Víða landlægur vírus
PepMV er landlægur í tómatarækt
víða um Evrópu og þar á meðal
löndum þaðan sem mikið er flutt
inn af tómötum til Íslands. Þrátt
fyrir það náðist að útrýma honum
í Finnlandi og einnig á býlum
í Noregi og Svíþjóð, að sögn
Brynjars.
„Það er of snemmt að segja til
um hvort þessi vírus sé kominn
hingað til lands til að vera eða
hvort okkur tekst að koma böndum
á hann,“ segir Brynjar Ómarsson,
fagsviðsstjóri plöntusjúkdómasviðs
Matvælastofnunar að lokum. /VH
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur:
Gróðurstöðin Hæðarenda hlýtur viður-
kenningu fyrir lífræna ræktun
Miðvikudaginn 18. október
síðastliðinn veitti stjórn
N á t t ú r u l æ k n i n g a f é l a g s
Reykjavíkur (NLFR) eigendum
gróður stöðvarinnar Hæðarenda
Grímsnesi, Svanhvíti Konráðs-
dóttur og Ingvari S. Ingvarssyni,
viðurkenningu fyrir áratugastarf á
sviði lífrænnar ræktunar matjurta.
Svanhvít og Ingvar hafa ásamt
starfsfólki sínu ræktað lífrænar
matjurtir með framúrskandi gæðum,
merkingum og frágangi áratugum
saman. Ræktunin á Hæðarenda
er aðallega á kartöflum, káli og
gulrótum en þó einnig ýmislegt
annað í minna mæli. Sem betur
fer er eftirspurn eftir lífrænum
matjurtum sífellt að aukast á Íslandi
og á gróðurstöðin Hæðarenda stóran
þátt í þeirri góðu þróun.
Viðurkenningin er veitt
samkvæmt lögum NLFR sem kveður
á um að tilgangur félagsins sé m.a.
að efla ræktun óspilltra matvæla.
Stjórn NLFR óskar Svanhvíti,
Ingvari og starfsfólki þeirra
innilega til hamingju með þessa
viðurkenningu og vonar að þetta
verði til þess að efla þau enn frekar í
þessari bragðgóðu og heilsusamlegu
framleiðslu.
Vert er að minna á slagorð NLFR,
„berum ábyrð á eigin heilsu“.
FRÉTTIR
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir,
Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Sunnlensk sveitarfélög í
allsherjar þrif á nýju ári
Ein af þeim tillögum sem
sveitarstjórnarmenn á
Suðurlandi samþykktu á
ársþingi Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga (SASS) 19. og 20.
október var tillaga umhverfis-
og skipulagsnefndar þingsins
sem fjallaði um sameiginlegt
sunnlenskt átak árið 2018.
Tillagan gengur út á það
að farið verði í sameiginlegt
sunnlenskt átak í almennri tiltekt
og umhverfisþrifum í tilefni af 100
ára fullveldisafmæli Íslands.
Áhersla verði lögð á
skynsamlega flokkun og
endurvinnslu og SASS hafi
forgöngu um þetta mál fyrir
hönd Sunnlendinga. Tillagan var
samþykkt samhljóða. /MHH
Pepino mósaík vírus, PepMV, tómötum:
Bráðabirgðaniðurstöður sýna
sýkingu á tólf býlum
Pepino mósaík vírusinn,
PepMV, var fyrst greindur
á ávexti sem kallast
melónupera, Solanum
muricatum, í Perú árið 1974.
Sýking af völdum vírussins
er talin alvarleg hvar sem
hún kemur upp og dregur
úr uppskeru.
Vírussins varð fyrst
vart í Evrópu í Hollandi og
Bretlandseyjum árið 1999
og hefur breiðst til flestra
landa álfunnar. Samkvæmt
upplýsingum EPPO,
samtaka um plöntur og
plöntuheilbrigði í Evrópu
og við Miðjarðarhafið, er
hann algengastur í tómötum sem
ræktaðir eru undir gleri.
Á Spáni hafa einkenni sýkingar
vegna vírussins fundist í gróðri við
gróðurhús og á rannsóknarstofu
hefur verið sýnt fram á að PepMV
getur smitast í aðrar tegundir
plantna af náttskuggaætt, til dæmis
eggaldin og kartöflur. Ekki er vitað
um að slíkt smit hafi átt sér stað að
sjálfsdáðum.
Mjög smitandi
PepMV er mjög smitandi og berst
milli plantna með mönnum og
verkfærum auk þess sem hann
getur borist með innfluttum
tómötum milli landa og milli
gróðurhúsa með vindi.
Einkenni sýkingar af völdum
PepMV koma aðallega fram á
haustin og á veturna en á öðrum
árstímum geta plöntur verið
sýktar án þess að einkenni komi
fram.
Einkenni koma yfirleitt fram
tveimur til þremur vikum eftir
sýkingu. Þau geta lýst sér í
dvergvexti og litabreytingum á
blöðum, gulum eða brúnum
misstórum blettum. Auk
þess geta blöð verpst og
komið fram á þeim blöðrur.
Á stöngli og blómum
geta komið fram brúnar
rákir og sýkingin hefur
letjandi áhrif á blóm- og
aldinmyndun. Aldin geta
virst misþroskuð og á þeim
litamunur sem minnir á
rautt og gult mósaík- eða
marmaramunstur.
Smitleiðir
Rannsóknir sýna að
plöntuhlutar eins og lauf,
rætur og aldin geta hýst mikið
magn af vírusnum og að hann geti
leynst í þurrum plöntuhlutum í
allt að þrjá mánuði. Einnig er
talið að hann smitist út í jarðveg
og afrennslisvatn.
Vírusinn getur einnig lifað
utan á fræjum og smitast með
þeim. Dæmi er um að PepMV
hafi lifað á fatnaði í að minnsta
kosti 14 daga.
Vitað er að býflugur sem
notaðar eru til að frjóvga
tómatplöntur geta borið veiruna
milli plantna. /VH
Pepino mósaík vírus
Tómatar sýktir af Pepino mósaík vírus.
Brynjar Ómarsson.
þingsins. Mynd / MHH
Ágangur búfjár í landi Brimness:
Kostnaður við viðbótargirðingu
allt að 2,5 milljónir
Ágangur búfjár í landi Brimness
í Ólafsfirði hefur verið til
umfjöllunar hjá bæjarráði
Fjallabyggðar undanfarið.
Lögð hefur verið fram umsögn
deildarstjóra tæknideildar vegna
málsins, en þess hefur verið krafist
að Fjallabyggð myndi bregðast
við ágangi bjúfjár og að þéttbýli í
sveitarfélaginu yrði girt af.
Í umsögn deildarstjóra kemur
fram að þéttbýlið í Ólafsfirði er girt
af og nær girðingin að Brimnesá
til norðurs. Í sumar hafi búfénaður
sótt yfir ána og þannig komist inn
í þéttbýlið. Til að koma í veg fyrir
þennan ágang þarf að framlengja
girðinguna yfir Brimnesá og norður
fyrir Múlagöng. Áætlaður kostnaður
við girðinguna er 2–2,5 milljónir
króna.
Bæjarráð hefur falið deildarstjóra
tæknideildar að ræða við Vegagerðina
um mögulega kostnaðarþátttöku og
samþykkir að vísa málinu til gerðar
fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. /MÞÞ