Bændablaðið - 02.11.2017, Side 21

Bændablaðið - 02.11.2017, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 vatnsskorts í sumar. Samkvæmt frétt BBC höfðu bændasamtökin Coldiretti lýst því yfir að tapið væri orðið í ágúst um 2 milljarðar evra, eða sem nemur rúmlega 24,8 milljörðum íslenskra króna. Eins og flestir þekkja eru Ítalir miklir vínframleiðendur og eru með drjúga hlutdeild af ólífu- og ólífuolíuframleiðslu heimsins. Í 9 löndum Evrópusambandsins voru framleidd 2.322.300 tonn af ólífuolíu á árinu 2016. Áætlað er að sú framleiðsla falli niður í 1.923.300 á þessu ári, en uppgjörsárið í ólífugeiranum er talið frá septemberlokum til 1. október árið eftir, ekki ósvipað íslenska kvótaárinu. Ólífuframleiðslan á Ítalíu minnkar um helming Til samanburðar þá var heims- framleiðsalan á ólífuolíu á árinu 2016 samtals 3.168.600 tonn. Framleiðsla ESB-landanna níu á árinu 2016 var því rúmlega 73% af heimsframleiðslunni samkvæmt tölum Alþjóða ólífuráðsins (International Olive Oil Council). Þar framleiddu Spánverjar langmest, eða 1.401.600 tonn 2015/2016 og Ítalía kom næst með 463.700 tonn. Nú er áætlað að framleiðslan á Spáni detti niður í 1.311.300 tonn, eða um 7% og á Ítalíu niður í 243.000 tonn, eða um nær helming eða 48%. Vegna þurrkanna og samdráttar í ólífuuppskeru var búið að vara við því á markaðnum að búast mætti við verulegum verðhækkunum á ólífuolíu í vetur. Miklar sveiflur í verði Meðalverð á Extra Virgin olíu var mjög hátt á árunum 2014 til 2015 og fór hæst í rétt rúmar 600 evrur hver 100 kg á Bari markaði á Ítalíu. Það sem nefnt er Extra Virgin olía er úrvalsolían sem fæst úr fyrstu pressun á ólífunum. Verðið lækkaði mikið í kjölfar mikillar framleiðslu á árunum 2015 til 2016 og fór lægst í tæplega 340 evrur á hver 100 kg í desember 2015. Í júní 2016 tók verðið að stíga mjög hratt og var komið í um 565 evrur í nóvember 2016 í framhaldi af metuppskeru á Spáni og á Ítalíu. Hæst fór það svo í nærri 620 evrur hver 100 kg í lok febrúar 2017. Síðan fór verð lækkandi alveg fram í ágúst á þessu ári þegar það var í um 540 evrum hver 100 kg. Ekki er því ólíklegt að ný met verði slegin í verði á þessari gerð ólífuolíunnar í vetur og að það fari vel upp fyrir 600 evrur á hver 100 kg. Meðaltals kostnaðarverð við hreinsun á ólífuolíu hefur fylgt svipuðum sveiflum og markaðsverð á Extra Virgin olíu og fór hæst í um 395 evrur fyrir hver 100 kg í ágúst 2015 og náði sama marki í mars 2017. Svipað hefur verið á verði á Ítalíu og Spáni en þó örlítið lægra á Spáni. Um 98% ólífuræktarinnar kemur frá löndum við Miðjarðarhaf Samkvæmt skýrslu sem International Olive Council gerði um framleiðslukostnað á ólífuolíu 2015 voru þá ræktaðar ólífur á 11 milljónum hektara í 47 löndum um allan heim. Uppskeran fer fram frá október fram í apríl á norðurhluta jarðarinnar og frá apríl fram í júlí á suðurhlutanum. Um 98% heimsframleiðslunnar kemur frá löndum við Miðjarðarhaf. Um 12.000 olíumyllur eru starfræktar í heiminum til að pressa ólífur. Um 80% þeirra eru hátækniverksmiðjur sem eru með svokallað „centrifugal system“ en enn er þó töluvert um að gamaldags steinkvarnir séu notaðar við vinnsluna. Ólífuolían er lítt eða ekki notuð til steikingar, heldur beint til neyslu með brauði, pasta, grænmeti og öðrum mat. Ólífuolían er aðeins um 1,7% af allri neysluhæfri jurtaolíu og dýrafitu sem notuð er við matargerð og er framleidd í um 184 milljónum tonna á ári. Ólífurækt er ekki síður snar þáttur Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.