Bændablaðið - 02.11.2017, Side 34

Bændablaðið - 02.11.2017, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Í lok seinni heim s- styrjaldar innar hófst mikið uppbyggingar skeið og þörf skapaðist fyrir landbúnaðar tæki af öllum stærðum og gerðum til matvæla framleiðslu og fjöldi fyrirtækja sá hag sinn í framleiðslu þeirra. Newmans og synir var stofnað árið 1923 til að framleiða lamir og lokur fyrir glugga og hurðir. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar urðu eigendaskipti á fyrirtækinu og nýir eigendur juku við framleiðsluna og hófu framleiðslu á 25 hestafla rafmagnsmótorum. Aftur urðu eigendaskipti 1944 og við framleiðsluna bættist framleiðsla á pumpum, keðjum, kúlulegum, járnsteypumótum, rofum og plógblöðum. Fyrsti Newman-inn Eftir lok seinni heimsstyrjaldar- innar sá fyrirtækið tækifæri í framleiðslu á dráttarvélum í yfirgefinni vopnaverksmiðju í heimasveit sinni, Grantham í Lincoln-skíri á Englandi. Árið 1948 setti það fyrsta traktorinn undir heitinu Newman á markað. Fyrsta týpan sem kallaðist C hafði þótt einfaldur að allri gerð og eins strokka. Traktorinn var þriggja hjóla, eitt að framan en tvö að aftan, og hægt var stilla hjólabilið að aftan fyrir misbreiðar plógraðir. Slíkt þótti nýlunda á þeim tíma, þrátt fyrir að slíkt þekktist hjá bæði Ferguson og Fordson. Þrátt fyrir að C-týpan hafi reynst ágætlega var framleiðslu hennar fljótlega hætt. Newman AN3 Í kjölfar týpu C setti Newman á markað dráttarvél, árið 1949, sem kallaðist AN3. Sá traktor var 11 hestöfl, fjögurra strokka, þrír gírar áfram og einn aftur á bak. AN3 týpan var lítil og létt dráttarvél sem þótti mjög nýtískuleg í útliti. Hún var á þremur gúmmí- hjólum og allar línur ávalar og mjúkar og var einkennislitur þeirra appelsínugulur. Newman AN3 þóttu afbragðs góðar dráttarvélar til síns brúks, léttar í stýri og meðfærilegar, en verðið óheyrilega hátt. Árið 1949 var vélin verðlögð á 240 pund en Fordson E27N, sem var þrisvar sinnum aflmeiri á 226 pund. Valið vafðist því sjaldan fyrir mönnum og Newman varð undir í samkeppninni vegna verðsins en ekki gæðanna. Framleiðslu Newman dráttarvéla var því hætt snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Reksturinn heldur áfram Þrátt fyrir að framleiðsla Newman dráttarvéla hafi ekki verið fjárhagslega hagkvæm gekk annar rekstur fyrirtækisins vel. Fyrirtækið hélt áfram framleiðslu á rafmagnsmótorum sem seldust vel víða um heim og ekki síst í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn er gríðarstór. Um tíma störfuðu um 1.500 manns hjá Newman eingöngu við að setja saman rafmagnsmótora og rafmagnspumpur. Fútúrískur safngripur Newman dráttarvélar eru fáséðar í dag og seljast fyrir hátt verð til safnara enda einstaklega fallegir traktorar og fútúrískir í hönnun í anda vísindaskáldsagna fimmta og sjötta áratugar síðustu aldar. /VH Newman – „fútúrískir” framtíðartraktorar Slow Food Chefs‘ Alliance er verkefni innan alþjóðlegu Slow Food-hreyfingarinnar sem felst í grunninn í því að verja líffræðilega fjölbreytni með sterku tengslaneti sem telur hátt í níu hundruð matreiðslumenn. Á dögunum komu saman um tvö hundruð manns úr þessum hópi í bænum Montecatini Terme í Toskana-héraði á Ítalíu til að leggja á ráðin um það hvernig þeir geta lagt hönd á plóg til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum og Skál á Hlemmi Mathöll, var í þessum hópi. „Chef's Alliance er í raun og veru hugsjónasamtök innan Slow Food þar sem kokkar mynda afl saman í að vinna að einhverju sem tengist mat og matarmenningu að einhverju leyti. Það getur verið allt frá að grafa upp gamlar uppskriftir, styrkja smáframleiðendur sem eru að gera öðruvísi hluti, tækla matarsóun og stuðla að notkun á hráefni sem kannski selst ekki,“ segir Gísli um verkefnið. Hvannarmajónes með ítölsku lambi „Fyrsta kvöldið á Ítalíu var ég þátttakandi í að elda kvöldverð þar sem við elduðum fyrir 180 Chef's Alliance-kokka frá Ítalíu. Ég notaði ítalskt lamb og gerði tartar úr því og bar fram með hráefni sem ég kom með frá Íslandi; hvannarmajónes, þurrkaðan leturhumar og brennt smjör. Ítalirnir voru svakalega ánægðir með þennan rétt og notkunina á ítölsku lambi. Þetta eru bragðtegundir sem eru líklega allt öðruvísi en þeir eru vanir,“ segir Gísli um þátttöku sína. Í tilkynningu frá Slow Food- hreyfingunni eftir viðburðinn segir að matvælaframleiðsla sé ein af helstu orsökum loftslagsbreytinganna, þar sem rekja megi um 21 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum til hennar. Um iðnvæðingu í matvælaframleiðsluferlinu sé að ræða sem feli í sér aukna notkun efna og véla, vatns og ekki síst val á dýrum og fræjum svo að þau geti gefið sem mest af sér. Þessi þróun sé stærsta ógnin við líffjölbreytni heimsins. Slow Food-hreyfingin stendur gegn þessu ferli og styður við þá bændur sem framleiða á sjálfbæran hátt og samkvæmt aldagömlum aðferðum, svo þær gleymist ekki. Gildi Slow Food að leiðarljósi Að sögn Gísla var áhugavert fyrir hann að hlusta á hvernig Chef‘s Alliance þróast í öðrum löndum. „Hreyfingin er einna sterkust í Hollandi en hún er þó rosalega mismunandi milli landa – sem þarf alls ekki að vera slæmur hlutur. Ég fékk það á tilfinninguna að það sé ekki allt klippt og skorið varðandi þetta verkefni og að þeir aðilar sem eru innan samtakanna geta í raun og veru þróað það eftir sínum aðstæðum – en auðvitað með gildi Slow Food að leiðarljósi. Ég sá að kokkar geta haft mikil áhrif á að vernda vörur úr Presidia [litlir hópar smáframleiðenda sem vinna að varðveislu á gæðamatvöru sem er í útrýmingarhættu] með samheldni að leiðarljósi eins og gert er í Ítalíu. Ég sá einnig að í Skotlandi er mjög víðtækt hverjir „fá“ að vera partur af Chef's Alliance-hreyfingunni og ekki bara kokkar á veitingastöðum.“ /smh Gísli Matthías var fulltrúi Íslands á Slow Food Chef‘s Alliance viðburði: Matreiðslumenn sameinast gegn yfirvofandi loftslagsbreytingum – Hugsjónastarf um sjálfbærni og varðveislu líffjölbreytni Gísli í góðra vina hópi, þriðji frá hægri, í bænum Montecatini Terme í Toskana á Ítalíu. UTAN ÚR HEIMI Gísli notaði ítalskt lamb og gerði úr því tartar, með hvannarmajónesi, leturhumri og brenndu smjöri. Myndir / Úr einkasafni

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.