Bændablaðið - 02.11.2017, Side 39

Bændablaðið - 02.11.2017, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 er raunin önnur og eigna- og nýtingarréttur einstaklinga á landi ekki alltaf viðurkenndur og aðgengi að náttúruauðlindum deilt meðal margra án þess að nokkur einn eigi landið. Í Vestur-Afríku eru dæmi um að ólíkir neytendur, karlar, konur, bændur, hirðingjar og kirkjur, hafi sama rétt og aðgang að ólíkum landgæðum eins og beitarlandi fyrir búfé eða skógarnytjum. Einnig getur rétturinn til nytjanna verið mismunandi eftir árstímum. Lögbundin landnýting er oft og tíðum ekki nógu sveigjanleg til að takast á við flókið kerfi landnýtingar. Á hinn bóginn, þar sem landréttindi eru ekki formlega staðfest eða lúta stjórnvöldum, er oft auðvelt að beita þrýstingi til að komast yfir landið og auðlindir þess, samfélaginu og umhverfinu til vansa. Í mörgum þróunarríkjum skorti fullnægjandi lög eða ekki hefur tekist að koma í framkvæmd reglugerðum sem skilgreina heimildir til landnotkunar eða eignarhalds á landi og auðlindum þess. Slíkt getur leitt til sjálftöku einstaklinga eða fyrirtækja á landi með skelfilegum afleiðingum fyrir þá sem nytja landið fyrir. Einnig kemur fyrir að land er eignað einstaklingum eða fyrirtækjum án þess að leitað hafi verið samþykkis samfélaga sem á því búa og nytja eða að samfélögin hafi fengið bætur fyrir landtökuna. Fjölmargir þættir geta valdið því að fólk yfirgefi dreifbýlið, til dæmis átök eða landhremming, og flytji í þéttbýli. Möguleikar til sjálfbærrar landnýtingar geta því takmarkast af lýðfræðilegum orsökum og áhrifum samtímans á frumbyggjasamfélög. Land í almannaþágu Land gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að bindingu kolefnis úr andrúmslofti, hringrás lífrænna efna og vatns og annarra vistfræðilegra þátta sem gagnast samfélögum sem heild. Sé stjórn landnýtingar slæm missir landið getuna til að viðhalda vistkerfinu. Land er mósaík margra vistkerfa sem samfélag manna er hluti af. Ekki er nógu oft litið til hlutverks landsins í almannaþágu við ákvörðun um landnýtingu og áætlanagerð. Gæslumenn lands geta aukið við eða dregið úr neikvæðum áhrifum landnýtingar og þannig skilað betra landi samfélaginu til heilla. Einfaldar ákvarðanir eins og að fella tré eða plægja gróið land losar kolefni út í andrúmsloftið og hefur þannig neikvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Í Nígeríu hafa vatnasvæði áa marglaga nýtingu sem tengjast ólíkum hagsmunaaðilum. Samfélög sem veiða fisk nýta landið yfir regntímann til fiskjar en bændur planta út nytjajurtum á þurrari tímum ársins. Að lokinni uppskeru nytjajurtanna nýta hirðingjar landið til beitar fyrir búfé. Í tilfelli sem þessu er erfitt að ákvarða hverjum landið tilheyrir. Réttindi til nýtingar skarast og nauðsynlegt að forðast misskilning fari af stað umræða um hefðbundið eignarhald á landi. Í mörgum tilfellum tilheyrir land og rétturinn til að nýta það samfélaginu sem samanstendur af ólíkum hópum með ólíkar þarfir til landnýtingar. Skilgreining á landrétti þarf því að greina og taka tillit til ólíkra félagslegra þátta þegar kemur að samningum um landnýtingu. Tengslin við landið Spurningar um eignarhald, réttindi og ábyrgð á landi eru krefjandi og flóknar og því erfitt að orða þær á einfaldan hátt. Svörin tengjast lögum og rétti til landsins og samfélagslegum venjum og hefðum um landnýtingu. Í huga margra tengist hugmyndin um land reisn, menningu og sjálfsmynd og eignarhald á landi hugmyndinni um frelsi, sjálfsmynd og öryggi. Óhindraður aðgangur að landi getur tengst sjálfsmynd fólks og vissunni um samfellu milli kynslóða. Í huga margra er nýtingarréttur á landi grundvallar mannréttindi. Fjöldi fólks nýtur góðs af því að yrkja og nýta landið og öðlast með því andlega og menningarlega sjálfsmynd. Að vera í beinni snertingu við landið getur leitt til betri líkamlegrar og andlegrar heilsu og styrkingar á sjálfsmynd fólks. Í samfélögum þar sem tengslin við landið eru mikil er sjálfbær nýting oft hluti af hefðinni. Undanfarin ár hefur hugmyndinni um tilvistarrétt allra lífvera vaxið ásmegin. Hugmyndin felur í sér að allar lífverur hafi rétt til lífs í sínu náttúrulega vistkerfi. Rannsóknir sýna að hugmyndin á auknu fylgi að fagna í ólíkum samfélögum manna um allan heim og að flestum þyki sjálfsagt að koma í veg fyrir útrýmingu tegunda sé þess nokkur kostur. Gríðarlegur stuðningur fólks til að bjarga tegundum sem eru táknmyndir fyrir dýr í útrýmingarhættu, eins og tígrisdýr og pandabirnir, sem fæst fólk mun sjá í sínu náttúrulega umhverfi, sýnir að viðhald tegundanna tengist ekki eingöngu nýtingarsjónarmiðum. Viðhorf að þessu tagi eru ríkjandi hugmyndir helstu heimspekinga og trúarbragða heimsins, sem á sama tíma krefjast ábyrgðar stjórnvalda þegar kemur að verndun lífríkisins. Leiðtogar allra helstu trúarbragða heims hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir viðurkenna siðferðislega skyldu manna til að vernda það sem eftir finnst af náttúrunni. Menningin gegnir mikilvægu hlutverki í að sameina ólík sjónarmið um það hvernig á að bregðast við breytingum á landi, landnýtingu og landslagi. Ólík menningarsamfélög hafa ólíkar skoðanir á því hvernig nýta skuli land og hvernig þróun þess skal vera. Ytri efnahagsleg öfl geta einnig haft gríðarleg áhrif á landnýtingu og jafnvel tortímt hugmyndum manna um tengsl sín við landið. Árekstrar hefða og nútíma eru dæmigerðir fyrir hnattvæðingu samtímans og auka líkur á ósáttum vegna landnýtingar og yfirráða þeirra. Sumir telja að setja skuli markaðsvirði landsins í forgang og meta það út frá forsendum þess. Aðrir telja að land hafi virði á eigin forsendum og að þær forsendur glatist þegar einungis er litið til þess að hámarka þann efnahagslega arð sem landið geti veitt. Niðurstaða Viðurkenna þarf sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila og tryggja þátttöku þeirra í ákvarðanatöku um landnýtingu, skipulag og stjórnun þess. Hvort sem land er í eigu stjórnvalda, fyrirtækja, samfélaga eða einstaklinga eru allir háðir landi hvað varða heilsu og vellíðan. Mannkynið hefur ekki efni á að líta framhjá þessari staðreynd.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.