Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Undanfarin misseri hafa verið
miklar framkvæmdir hjá
bændum sem miða að því að auka
dýravelferð. Ráðgjafar miðstöð
landbúnaðarins hefur komið að
því að ráðgefa og aðstoða bændur
í nýbyggingum og breytingum
á mismikinn hátt frá stofnun
fyrirtækisins árið 2013.
Sú ráðgjöf hefur falist í
rekstrarráðgjöf, kostnaðar-
útreikningum, innra skipulagi
húsnæðis og möguleikum varðandi
breytingar á gömlum húsum. Frá
því að RML var stofnað 2013 hefur
bútækniráðgjöf til bænda verið
takmörkunum háð varðandi skil á
teikningum til yfirvalda.
Samstarf við arkitekta- og
verkfræðistofuna AVH ehf
RML hefur verið að leita að
heppilegum samstarfsaðila varðandi
það að koma ráðgjöfinni í þann
farveg að hægt sé að bjóða bændum
þjónustu frá hugmynd að fullbyggðu
gripahúsi. RML hefur hingað til
vantað samstarf við teiknistofu með
skrifstofur nálægt viðskiptavinum
sunnan og norðan heiða.
Náðst hafa samningar við AVH
sem er fyrirtæki sem getur skilað
öllum tilskildum teikningum til
yfirvalda. Ætlunin er að teikningarnar
verði unnar í grunninn af RML en
kláraðar af AVH í fullu samráði við
bútækniráðgjafa RML, varðandi
aðbúnað og vinnuumhverfi, sem ætti
að minnka hönnunarkostnað.
AVH ehf er alhliða teiknistofa
sem sér um arkitekta-, burðarþols-
og lagnateikningar og hönnun fyrir
allar stærðir af mannvirkjum. AVH
ehf. hefur sérhæft og reynslumikið
starfsfólk með áratuga langa reynslu í
öllu sem við kemur mannvirkjagerð.
AVH ehf. hefur hannað fjölmargar
byggingar síðastliðin 40 ár.
Fyrirtækið var formlega stofnað árið
1974 og hét þá Teiknistofa Hauks
Haraldssonar sf., en var breytt í AVH
arkitektúr – verkfræði – hönnun
árið 2003. Hverjum bónda verður
að sjálfsögðu áfram frjálst að velja
aðrar leiðir varðandi fullvinnslu
sinna teikninga kjósi hann svo.
Norska leiðin
Einnig hefur náðst samkomulag
við Norsk Landbruksrådgivning
(NLR sem er í eigu norskra bænda,
á svipaðan hátt og RML er í eigu
íslenskra bænda) um að þeir
komi að mótun og aðstoði RML
við að útfæra ráðgjöf til bænda í
byggingarhugleiðingum að norskri
fyrirmynd.
Hjá NLR er mikið lagt upp úr
því að grunnvinnan sé góð áður
en farið er í framkvæmdir, og með
útboðum og hlutlausri ráðgjöf nái
sölumennskan (söluráðgjöf) ekki
völdum í ákvarðanatöku og vali á
byggingarhlutum og búnaði.
Í dag, með samvinnu við AVH,
erum við hjá RML með flesta þá
þætti sem þurfa að vera til staðar
til að hægt sé að fylgja verkefnum
alla leið og með því að nýta okkur
reynslu Norðmanna getur RML fylgt
bónda betur í gegnum ferlið frá
hugmynd að gripahúsi og í leiðinni
stuðlað að öflugri samkeppni á
markaðnum.
NLR mun senda sérfræðing
í húsnæði fyrir nautauppeldi og
holdakýr til Íslands í lok nóvember
eða byrjun og er ætlunin að ferðast
með hann um landið eins og áhugi
er til.
Samvinna RML og Norsk
Landbruksrådgivning
NLR mun senda sérfræðing í
húsnæði fyrir nautauppeldi og
holdakýr til Íslands 27.–30.
nóvember og er ætlunin að ferðast
með hann um landið eins og áhugi
er til. Eru áhugasamir sem vilja
koma á fræðslufund með honum
vinsamlegast beðnir um að senda
tölvupóst á sigtryggur@rml.is, engin
binding felst í því að hafa samband.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Norska leiðin og samstarf milli RML og AVH
Runólfur Sigursveinsson og Anton Örn Brynjarsson handsala samstarfssamning AVH og RML.
Sigtryggur Veigar Herbertsson
ráðunautur í bútækni og
aðbúnaði
sigtryggur@rml.is
Mynd 1 Skema fyrir hugmynd að útihúsi.
Styrkir til rannsókna-
og þróunarverkefna
2018 ( A-flokkur)
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyri – 311 Borgarnes
Sími 430-4300
Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við
þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar eftir
umsóknum um styrki til verkefna á sviði hagnýtra rannsókna,
þróunar og þekkingarsköpunar.
Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni
og sem líkleg eru til að leiða af sér þekkingu, tækni eða aðrar
afurðir sem hægt er að hagnýta í náinni framtíð í íslenskum
landbúnaði.
Styrkir til atvinnuuppbyggingar á lögbýlum á vegum
einstakra bænda (B-flokkur) sem og námsstyrkir verða
auglýstir síðar í haust.
Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er
að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Umsóknareyðublöð
sjóðsins hafa nýlega verið uppfærð og ekki verður tekið við
umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til
gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum
sem farið er fram á í umsóknarforminu.
Umsóknarfrestur er til 17. nóvember (póststimpill gildir).
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is.
Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Al-
þingis til sjóðsins fyrir árið 2018.
Áttu hugmynd
þar sem mjólk kemur við sögu?
Hér er tækifæri til að fá stuðning.
Auðhumla og Matís ætla að vinna saman að því að styðja og styrkja frumkvöðla
til að þróa og koma nýjum hugmyndum byggðum á mjólk á framfæri.
Opið er fyrir allskonar hugmyndir og eina skilyrðið er að mjólkin gegni lykilhlutverki.
Kostur er ef hugmyndin stuðlar að jákvæðum umhverfisáhrifum og aukinni sjálfbærni.
Styrkir eru að hámarki 3 milljónir. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf t.d. við að koma vöru á
markað, aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun, matvælaöryggi og
mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar).
Einnig kemur til greina að standa fyrir námskeiðum fyrir smáframleiðendur
mjólkurafurða eða afla nýrrar þekkingar á annan hátt.
Það verður ekki greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup.
Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í mars 2018 og séu til eins árs.
Umsóknafrestur er til 15. Janúar 2018.
Frekari upplýsingar á www.mimm.is og
www.facebook.com/mjolk.i.morgum.myndum