Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 48

Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Þórarinn tekur við búinu af ömmu sinni, Sólveigu Þórarinsdóttur, og afa sínum, Guðmundi Jóhannssyni, 1. júní 2009. Voru þá 18 kýr, 12 geldneyti og 70 ær. Geldneytahús var byggt 2012 fyrir 110 gripi, básum fjölgað í fjósinu og fjárhús byggð 2016 fyrir 300 ær (eru reyndar enn á byggingarstigi). Býli: Fljótsbakki. Staðsett í sveit: Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði. Ábúendur: Þórarinn Páll Andrésson og Indíana Ósk Magnúsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórarinn og Indíana eiga samanlagt 7 börn, Jónas Helgi 12 ára, Kristbjörn Logi 11 ára, Anna Guðlaug 8 ára, Sólveig Björg 7 ára, Sólrún Líf 5 ára, Andríana Margrét 4 ára og sá yngsti er fæddur 5. október síðastliðinn. Hundurinn Brúnó og heil ósköp af fjósköttum. Stærð jarðar? Um 410 ha, þar af 74 ha ræktaðir og um 64 ha af túnum nýttir á öðrum jörðum. Gerð bús? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? 24 mjólkurkýr, 130 geldneyti, sauðfé um 250, 5 (flóð) hestar, 1 hani og 24 hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið í fjós milli 6 og 7, svo koma krakkaskaranum af stað í skólann og fleygja í ærnar. Þórarinn vinnur mikið utan heimilis við alls konar störf, rúllun, skítakstur og afleysingar fyrir bændur svo eitthvað sé nefnt. Indíana vinnur í Landstólpa á Egilsstöðum. Farið í kvöldfjós milli 6 og 8 og kíkt í fjárhúsin (fer eftir því hvenær bóndinn er heima). Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekki til leiðinlegt starf í sveitinni. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður risið nýtt fjós, 2–3 sinnum fleiri kýr og fénu fjölgað. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum að það megi gera talsvert betur í þeim málum. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef Viðreisn kemur ekki nálægt landbúnaðarráðuneytinu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru í lambakjöti og skyri, ef menn halda rétt á spilunum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskáparnir eru alltaf sneisafullir, enda margir munnar sem þarf að metta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Reykt kindabjúgu og reykt folaldakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar vatnsleiðslan í loftinu í nautahúsinu sprakk á nýársdag og 10–15 sentimetrar af vatni var á fóðurganginum sem gefið var vel á kvöldið áður. 20 stiga frost úti og gripirnir rennandi blautir sem þar stóðu næstir. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Graskersbrauð með rósmarínsalti og flatbrauð með osti Góð leið til að nýta graskerskjöt úr graskeri, sem til dæmis hefur verið notað til skreytinga fyrir hrekkjavökuveislu, er að baka graskersbrauð með rósmarín salti. Graskerbrauð með rósmarínsalti › 1 bolli (220 g) af hveiti › ½ bolli púðursykur › ½ bolli sykur › ¾ tsk lyftiduft › 1 ½ tsk brúnkökukrydd eða blanda af negul, kanil, engifer og smá múskati › ½ tsk salt › 2 stór egg › 2 msk hlynsíróp › 1 bolli niðursoðið graskersmauk eða bakað mjúkt grasker › 1⁄3 bolli jurtaolía › ½ bolli ristaðar pekan- eða kasjúhnetur Fyrir rósmarínsalt: › 1 tsk flögusalt › 1/4 tsk saxað, ferskt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið form. Í stórri skál skaltu þeyta saman hveiti, púðursykri, sykri, lyftidufti, brúnkökukryddi og salti. Blandið saman eggjum, hlynsírópi, graskeri og olíu í miðlungsstórri skál. Blandið því svo saman við hveitiblönduna. Hrærið vel með spaða, skrapaðu hliðina og botninn á skálinni til að tryggja að öll innihaldsefnin séu blönduð saman. Hrærið í hnetum og hellið í smurt form. Blandið saman salti og söxuðu rósmaríni, nuddið saltið með fingurgómunum til að losa olíurnar í rósmaríninu. Stráið um 1/2 teskeið af rósmarínsalti yfir. Bakið í 40 til 45 mínútur þar til hnífur, sem er stungið í miðju brauðsins, kemur út hrein og með engar leifar af blautu deigi á sér. Kælið alveg áður en það er tekið af pönnu – og borðað. Kjúklingasalat með bökuðu graskeri › 300 g eldaður kjúklingur › 200 g grasker, flysjað og eldað í ofni þar til það er mjúkt, um 30 mín. › 3 msk majónes › 3 msk sýrður rjómi › 1 tsk dijon sinnep › 1 tsk hvítvínsedik › 1/2 tsk sykur › salt og pipar eftir smekk Aðferð Skerið bakað graskerið í 3–4 cm löng stykki. Eða takið kjötið úr með skeið. Blandið elduðu kjúklingakjöti, sýrðum rjóma, dijon, edik og sykri í skál. Kryddið til með salti og pipar eftir þörfum. Framreiðið salatið á graskersbrauði eða í bökuðu graskeri og brauðið til hliðar með vel af köldu smjöri. Flatbrauð með osti og gulrótum › 500 g af hveiti › 100 g af fljótandi súrdeigi (eða 25 g þurr geri) › 10 g salt › 320 g af vatni við 20 gráður › 30 g af ólífuolíu + til að strá yfir deigið fyrir bakstur › 200 g rifnar gulrætur eða það sem verður eftir í safapressuna við safagerð › 100 g rifinn ostur að eigin vali Aðferð Hrærið hveiti, vatni, súrdeigi (eða þurrgeri), og salti í hræri- eða matvinnsluvél. Blandið í 5 mínútur á hægum hraða, og í 10 mínútur á miklum hraða. Þegar um þrjár mínútur eru eftir af vinnslutímanum er olíu bætt við. Þegar búið er að vinna deigið saman er rifnum gulrótum bætt við. Gerið tvo bolta og setjið rakan klút yfir þá. Látið standa og hefast í tvær klukkustundir við stofuhita. Stráið hveiti á borðplötuna. Skiptið deiginu í fjögur stykki (um það bil 300 g hverja kúlu) og fletjið deigið út. Látið hefast í 15 mínútur undir klút, setjið á smjörpappír og stráið rifnum osti yfir og ögn af ólífuolíu. Forhitið ofninn í 235 gráður og setjið kúlurnar á bökunarplötu. Hellið 50 ml af vatni í botninn á ofninum rétt áður en bakað er. Eldið í fjórar mínútur, lækkið síðan hitastigið í 220 gráður og bakið áfram í níu mínútur. Takið brauðið úr ofninum og látið það kólna fyrir framreiðslu. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Fljótsbakki

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.