Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Menntun er forsenda bættra lífskjara. Við eflum menntun fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám, segir í stefnu Samtaka iðnaðarins. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi þessara greina fyrir samfélagið hefur lítill skilningur verið fyrir því á Alþingi áratugum saman. Klúður og vanhæfni Alþingis í þessum málum kom berlega í ljós nýverið þegar í ljós kom að Útlendingastofnun tók ákvörðun um að vísa matreiðslunemanum Choung Lei Bui úr landi með 15 daga fyrirvara. Hún hafði sótt um landvistarleyfi og var í matreiðslunámi við Menntaskólann í Kópavogi og var jafnframt í starfsnámi á veitingastað. Ástæða brottvísunarinnar var ekki sú að manneskjan væri hættuleg landi og þjóð, heldur var ástæðan sú að ekki var um háskólanám að ræða heldur iðnnám. Hvort það á að kalla þetta menntahroka háskólafólks í íslenskri pólitík eða eitthvað annað, þá sýnir þetta vel þann þankagang sem hefur verið undirliggjandi í mótun íslenskrar menntastefnu áratugum saman. Þar hefur höfuðáherslan verið lögð á menntaskóla og háskóla á kostnað iðn- og tækniskóla. Íslendingar hafa verið að súpa seyðið af þessari arfavitlausu stefnu á undanförnum árum. Iðnmenntað fólk er nú vandfundið hér á landi og Íslendingar orðnir mjög ósjálfbjarga sem þjóð á því sviði. Í marga áratugi hafa þrautseigir baráttumenn fyrir iðnmenntun hér á landi þurft að heyja harða baráttu til að halda lífi í iðn- og tæknimenntun. Oft hafa þar verið á ferð miklir hugsjónamenn sem jafnvel lögðu eigin efnahag undir í baráttunni við þvergirðingslegt opinbert menntakerfi. Í máli matreiðslunemans var Útlendingastofnun samt einfaldlega að fara að lögum númer 80 um útlendinga sem samþykkt voru á Alþingi 2016. Þau lög áttu að vera endurbætur á fyrri lögum. Við breytingarnar, sem mikill meirihluti þingmanna samþykkti með galopnum augum, var allt sem heitir iðnmenntun í fyrri lögum strikað út. Í staðinn var sett klausa sem segir: „Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.“ Er hægt að hafa þetta mikið skýrara? Mikill meirihluti þingmanna samþykkti þetta væntanlega vitandi vits og var um leið að gjaldfella allt iðn- og tæknimenntað fólk á Íslandi og skilgreina háskólanám sem eina „alvöru“ framhaldsnámið. Það má svo sem segja að þetta sé eðlileg niðurstaða og alveg í takt við þá menntastefnu sem hér hefur verið rekin í áratugi. Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Enginn þingmaður á Alþingi Íslendinga greiddi atkvæði á móti þessu, en tveir sátu hjá. Þeir sem ábyrgðina bera á lagasetningu voru 46 alþingismenn: Er til of mikils mælst að iðn- og tæknimenntað fólk á Íslandi verði beðið afsökunar ef þingmennirnir 46 telja að um mistök hafi verið að ræða við lagasetninguna? Ef ekki, þá er það bara komið á hreint og er um leið eins og blaut tuska í andlit þessara mikilvægu starfskrafta í íslensku samfélagi, að Alþingi Íslendinga skilgreinir það í lögum sem annars flokks borgara. /HKr. Annars flokks borgarar ÍSLAND ER LAND ÞITT Hvestudalur við Arnarfjörð. Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Ystir Ketildala eru Verdalir, en þar var lengi mikil verstöð, en aldrei byggð. Þar á eftir kemur Selárdalur, og svo Fífustaðadalur, Austmannsdalur, Bakkadalur, Hringsdalur, Hvestudalur og Auðihringsdalur. Lengi var fjölmenn byggð í Ketildölum en nú eru nær allir bæir komnir í eyði. Mynd / HKr. Flestir sem þetta lesa kannast líklega við að það er oft deilt um hluti tengda landbúnaðinum. Það er erfitt að hafa tölu á því hve oft hefur verið rifist um hluti eins og matvælaverð hérlendis og erlendis, opinberan stuðning við landbúnað eða tollvernd. Svo mun örugglega verða áfram enda erum við ekki og verðum ekki sammála um alla hluti í íslensku samfélagi, frekar en í nokkru öðru. Stundum hættir þeim sem starfa í landbúnaðinum til að einblína um of á gagnrýni á greinina. Það er vissulega skiljanlegt, en við megum samt aldrei gleyma því að íslenskur landbúnaður nýtur gríðarlega mikils velvilja almennings. Öll eigum við rætur í sveitinni þótt þær séu misjafnlega djúpar. Flestir kjósa að kaupa íslenskar afurðir þar sem þess er kostur og hafa ánægju af því að ferðast um lifandi sveitir landsins. Hvað viljum við gera fyrir lægra verð? Eðlilegt hlýtur þó að vera að reyna að tala út frá sama grunni þegar rætt er um landbúnað og spyrja hvað skiptir raunverulega máli. Tollvernd er eitt þeirra atriða sem mikið hefur verið deilt um. Þó er það staðreynd að aðeins um 10% tollnúmera í tollskrá bera einhvern toll yfirleitt. Hlutfallið í Evrópusambandinu er til samanburðar 74%. Því til viðbótar höfum við gert viðskiptasamninga við ESB þar sem felldir eru niður tollar af verulegum fjölda númera í viðbót svo að það eru ekki orðnar margar vörur sem fluttar eru inn frá Evrópu sem lagður er á tollur. Það sem eftir stendur eru bara lítt unnar landbúnaðarvörur. Þessi tollur er lagður á til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu, sem er ekki sanngjörn með öðrum hætti. Við höfum valið það hér að framleiða landbúnaðarafurðir á smærri búum sem yfirleitt eru rekin af fjölskyldum. Það er ekki leitað allra leiða til að pressa verðið niður, til dæmis með því að ráða erlent verkafólk á lágmarkslaunum, stækka einingarnar upp úr öllu valdi, flytja inn afurðahæstu búfjárstofna í heimi, eða nota lyf til að auka vöxt og afurðir. Væri öllum þessum aðferðum beitt mætti örugglega ná verðinu meira niður. En við höfum valið að gera það ekki því okkur er ekki sama hvernig þetta er gert. Stöndum vörð um verðmæti okkar Það er til eitt kúabú í Kína sem er 60% stærra en allur íslenski mjólkurkúastofninn. Við höfum staðið vörð um að varðveita, vernda og rækta innlendu búfjárkynin og byggja á þeim og við höfum valið að banna notkun vaxtarhormóna og notum ekki sýklalyf sem vaxtarhvetjandi efni. Hér eru færri búfjársjúkdómar en í flestum öðrum löndum. Það hefur auðvitað kosti að vera eyja, en af 119 alvarlegum dýrasjúkdómum sem Alþjóðastofnun um dýraheilbrigði fylgist með eru aðeins fjórir taldir landlægir hér og tveir af þeim eru fisksjúkdómar. 101 alvarlegur dýrasjúkdómur hefur aldrei komið upp hér. Við skimum meira en allar aðrar þjóðir eftir kampýlóbakter í kjúklingum og skyldum innlenda framleiðendur til að frysta afurðirnar ef hann finnst. Það er ekki gert erlendis. Og við krefjum kjúklingaframleiðendur um að henda öllum afurðum ef upp kemur salmonella. Það er ekki gert erlendis. Þetta eru hlutir sem skipta máli þegar verið er að bera hlutina saman. Við þurfum að hafa það í huga þegar við tölum um landbúnaðinn því að hann hefur raunverulega og verðmæta sérstöðu sem ekki verður hæglega náð til baka ef henni verður fórnað. Kolefnisbinding og bændur Loftslagsmálin skipta líka verulegu máli. Það er ítarlega um þau fjallað hér í blaðinu. Landbúnaðurinn þarf og vill taka þátt í að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga sem þjóðar á því sviði. Fram hefur komið að heilmikil losun á sér stað vegna landnotkunar og í framræstu landi. Verulegir möguleikar eru á því að auka bindingu kolefnis með aukinni landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Slíkt verður trauðla gert nema í samvinnu við bændur. Á sama tíma er unnið að því að útfæra leiðir fyrir landbúnaðinn til að draga úr losun í sinni almennu starfsemi, t.d. með bættri orkunýtingu, fóðrun og fleiri aðferðum sem nýst geta á því sviði. Þetta er eitt af þeim atriðum sem skipta líka miklu þegar við erum að bera saman hluti, en þar skortir okkur enn gögn. Sauðfjárræktin og garðyrkjan hafa nú látið greina kolefnisfótspor sitt en það þurfa fleiri greinar að gera til að við vitum betur hvar við stöndum. EFTA-dómurinn og verðmætamat Hér í síðasta blaði var fjallað um niðurstöðu EFTA-dómstólsins 14. nóvember þar sem dæmt var að ekki mætti beita þeim aðgerðum sem við höfum beitt undanfarin ár í því skyni að vernda heilsu manna og dýra. Þrátt fyrir að EES-samningurinn kveði á um að slíkar aðgerðir séu heimilar gaf dómstóllinn lítið fyrir það í sinni niðurstöðu en horfði bara til markaðslegra þátta. Það er kannski einmitt það sem menn mættu gjarnan hugsa um í umræðum um þessi mál. Á lágt verð að trompa allt annað eða skiptir annað meira máli? Ef okkur er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, þá hlýtur það að vega þyngra. Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri BÍ sigey@bondi.is Hvað trompar? Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.