Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Þrátt fyrir að avókadó, eða lárperur, eigi sér árþúsunda ræktunarsögu í Mið-Ameríku var aldinið lítt þekkt í Evrópu þar til eftir heimsstyrjöldina síðari. Í dag njóta lárperur mikilla vinsælda og eftirspurn eftir þeim vex ár frá ári. Vinsældir lárpera hafa aukist nánast á hverju byggðu bóli í heiminum og hefur aukningin í neyslu þeirra verið um 3% á ári undanfarna áratugi. Á sama tíma hefur verð á þeim hækkað talsvert þar sem aukning í framleiðslu hefur ekki verið í samræmi við eftirspurnina. Mest er neysluaukningin í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Evrópu auk þess sem neysla á avókadó hefur aukist hratt í Kína. Tölfræðideild Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAOSTAD, áætlar að heimsframleiðsla á avókadó árið 2015 hafi verið rúm fimm milljón tonn og hefur hún aukist jafnt og þétt frá síðustu aldamótum þegar hún var 2,7 milljón tonn. Mexíkó er langstærsti fram- leiðandi avókadó í heiminum og framleiddi árið 2015 ríflega 1,5 milljón tonn, á tæplega 170.000 hekturum, sem er rúmlega 30% heimsframleiðslunnar. Dóminíska lýðveldið er í öðru sæti hvað framleiðslu varðar með um 440 þúsund tonn og Perú í því þriðja með rúm 350 þúsund tonn. Þar á eftir koma Indónesía, Kólumbía, Kenía, Bandaríki Norður-Ameríku, Síle og Brasilía, með framleiðslu frá rúmlega 300 þúsund og niður í 160 þúsund tonn á ári. Mexíkó er stærsti útflytjandi lárpera í heiminum og flytur út um milljón tonn á ári og eru Bandaríki Norður-Ameríku stærsti kaupandinn. Aðrir stórútflytjendur eru Síle, Indónesía, Bandaríkin, Dóminíska lýðveldið, Kólumbía, Brasilía og Perú. Holland er einnig stór innflytjandi lárpera en um 80% af innflutningnum er fluttur út aftur. Innflutningur til Íslands á avókadó árið 2016 var rúm 883 tonn og fyrstu níu mánuði 2017 var hann 829 tonn. Árið 2016 var mest flutt inn frá Suður-Afríku, rúm 245 tonn, Síle, rúm 198 tonn og Ísrael, rúm 71 tonn. Í kjölfarið komu svo lönd eins og Mexíkó, Kenía og Perú með rúm 41 og niður í tæp 13 þúsund tonn. Fyrstu níu mánuði 2017 var innflutningurinn mestur frá Suður-Afríku, tæp 190 tonn og Perú og Síle, tæp 177 tonn frá hvoru landi. Þar á eftir hefur verið flutt inn mest af avókadó frá Spáni, Ísrael og Bandaríkjunum, frá tæpum 100 niður í tæp 24 tonn. Svo virðist sem avókadó-neysla á Grænlandi sé að aukast eins og annars staðar í heiminum. Árið 2016 voru flutt út frá Íslandi 144 kíló af lárperum til Grænlands en fyrstu níu mánuði 2017 var útflutningurinn 189 kíló. Einstök blómgun Lárperutré, Persea americana, sem eru af lárviðartætt eru upprunnin í Mið-Ameríku og geta náð um 20 metra hæð en eru yfirleitt lægri í ræktun. Trén eru með trefjarót, börkurinn gráleitur og hrjúfur. Blöð trjánna eru stakstæð, 10 til 25 sentímetra löng, dökkgræn og gljáandi, egglaga og oddmjó, eilítið bylgjótt og stinn viðkomu. Blómin hvít, lítil og mörg saman í hnapp og frjóvgast með skordýrum. Blómin bera bæði frævur og fræfla sem þroskast ekki á sama tíma þrátt fyrir að plantan sé að hluta til sjálffrjóvgandi. Þegar blómið opnar sig í fyrsta sinn ber Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.