Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 13
13Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Massey Ferguson 5711 Hagkvæmur vinnuþjarkur – Lipur í ámoksturstækjavinnu 4 cylinder AGCO Power mótor, 4,4L togmikill sem nýtir orkuna vel jafnt á lágum snúningi sem háum. Sérlega sparneytinn og áreiðanlegur. Gírkassi með 6+6 gírum, hraðastig upp að 12 km/klst akurstilling og upp að 40 km/klst vegastilling. Vendigír vinstra megin við stýrishjól er óháður kúplingu. 98 L vökvafæði til vökvaúttaka og ámoksturstækja. Þriggja hraða aflúrtak (540-540E og 1000 snú/mín). Dráttarkrókur með vökvaútskoti. Rúmgott hús með miklu útsýni. Þægilegt aðgengi. Loftfjöðrun á ökumannssæti. Farþegasæti með öryggisbeltum. Öflug miðstöð. Öll helstu stjórntæki innan seilingar ökumanns. Auka ökuljós á handriðum. Vinnuljós í toppi framan og aftan. Einföld og þægileg uppsetning stjórnbúnaðar. Með ámoksturstækjum og skóflu m.v. EUR 120 Kr. 9.535.600 með vsk. án v sk Verð frá 7.690.000 Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Monsanto og bændur í mál við Kaliforníuríki Monsanto og félög korn-, maís- og sojabænda á vesturströnd Bandaríkjanna hafa nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki fyrir að krefjast þess að vörur sem innihalda glyfosat séu merktar með varúðarmerkingum um að þau geti verið krabbameinsvaldandi. Yfirvöld í Kaliforníu hafa gefið Monsanto-fyrirtækinu frest fram til júlí á næsta ári til að merkja vörur sem innihalda glyfosat með varúðarmerkingunum. Glyfosat er meðal annars virka efnið í Roundup-illgresiseyðinum sem er eitt af mest notuðu varnarefnum í heiminum. Komu þessar kröfur á hendur fyrirtækinu eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO gaf út þá yfirlýsingu fyrir tveimur árum að glyfosat væri sennilega krabbameinsvaldandi. Bændasamtök á svæðinu sem eru fulltrúar fyrir maís-, soja- og kornbændur og Monsanto vísa þessu hins vegar á bug og segja að það sé ekki glyfosat sem orsaki krabbamein. Þess vegna hafa þau ákveðið að fara í mál við yfirvöld því þau halda því fram að varúðarmerkingarnar muni verða til þess að fölskum upplýsingum sé haldið að fólki. Að sögn talsmanna Monsanto munu þessar merkingarkröfur ekki eingöngu snúa að Roundup heldur einnig öðrum varnarefnum sem innihalda glyfosat frá öðrum framleiðendum, uppskeru hjá amerískum bændum sem nota glyfosat og matvörum sem eru framleiddar úr hráefnum sem eru sprautuð með glyfosat. Haft er eftir Scott Partridge, framkvæmdastjóra alþjóða- stefnumótunar hjá Monsanto, að glyfosat sé tryggt, sjálfbært og hagkvæmt verkfæri fyrir bændur og að merkingarkröfurnar muni ekki gera neitt annað en að þvinga fyrirtækið til að prenta falskar viðvaranir og þetta muni einnig leiða af sér hærra matvælaverð. Það er einnig erfitt hjá Monsanto á öðrum vettvangi þessa dagana því varnarefnið Dicamba, sem fyrirtækið þróaði eftir að aukning varð á illgresi sem hafði ónæmi fyrir glyfosat, er að öllum líkindum það efni sem olli miklu uppskerutjóni síðastliðið sumar þar sem það var notað. /ehg - Nationen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.