Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Það þekkja líklega fáir hér á landi fyrirtækið Mille Foods en þetta er nýlegt fyrirtæki í afurðavinnslu mjólkur og var stofnað í Danmörku árið 2012. Fyrirtækið kaupir mjólkurduft af Arla og notar það hráefni sem grunn í mjólkurduftblöndu fyrir ungbarnamjólk sem seld er í Kína. Fyrirtækið hefur náð undraverðum árangri á örstuttum tíma og hefur vöxtur þess vakið athygli víða og nú þegar selur Mille Foods mjólkurduft sem unnið er úr tugum milljóna lítra mjólkur og það á einungis örfáum árum. Nú stefnir í enn frekari vöxt og gerir áætlun fyrirtækisins ráð fyrir að árið 2022 muni sala þess byggja á dufti úr 200 milljón lítrum mjólkur, sem er mun meira en öll íslenska mjólkurframleiðslan er. Einföld hugmynd Á bak við Mille Foods stendur kínverski frumkvöðullinn Steve Wang en hann hefur verið búsettur í Danmörku í rúm 20 ár. Árið 2008 kom upp alvarlegt íblöndunarmál í Kína þegar í ljós kom að 300 þúsund kínversk ungbörn höfðu veikst vegna gallaðs kínversks mjólkurdufts. Um var að ræða duft sem unnið hafði verið úr melamínbættri mjólk. Söfnunaraðilar mjólkur, þ.e. milliliðir sem kaupa mjólk af bændum og selja afurðastöðvum, höfðu blandað melamíni í mjólkina til þess að hækka próteinmælingu hennar. Þá fengu þeir greitt hærra verð fyrir hana. Þetta hafði verið gert í langan tíma og algengt víða í Kína. Það var hins vegar ekki fyrr en þegar duftframleiðsla hófst og byrjað var að blanda mjólkurduft fyrir ungbörn er eitrunaráhrif melamínsins komu fram. Í kjölfar þessa máls kom upp mikið vantraust heimamanna á kínversku mjólkurdufti og allt í einu skapaðist gullið tækifæri fyrir erlent mjólkurduft. Steve þessi sá þetta tækifæri, stofnaði Mille Foods ásamt nokkrum dönskum meðeigendum og hóf undirbúning framleiðslunnar árið 2012. Tveimur árum síðar var allt tilbúið og öll leyfi til staðar og hófst þá útflutningur Mille Foods til Kína með vörumerkinu Moohko. Of ódýrt í fyrstu Fyrsta árið reyndist Mille Foods ekki sérlega gott en salan var langt undir væntingum Steve. Skýringin fólst ekki í gæðum mjólkurinnar heldur einfaldlega í því að varan var allt of ódýr og virtist sem margir foreldrar litu hreinlega ekki við dósunum frá Moohko vegna þess. Lausnin var ótrúlega einföld, þeir hækkuðu einfaldlega verðið og þá tók salan við sér! Í dag er Moohko meðal 10 dýrustu merkjanna á kínverska markaðinum og það er töluvert þegar horft er til þess að það er talið að 2 þúsund ólík vörumerki af mjólkurdufti fyrir ungbarnamjólk séu á kínverska markaðinum og flest þeirra eru innflutt. Í þessu sambandi er rétt að hafa hugfast að íbúar landsins eru taldir vera um 1,3 milljarðar manna svo viðbúið er að það sé pláss fyrir marga á þessum markaði. Langstærsti hluti innflutts mjólkurdufts sem notað er í mjólk fyrir ungbörn kemur frá Eyjaálfunni og Bandaríkjunum og eru fyrirtæki frá Nýja-Sjálandi einu með um 70% markaðarins! Hráefniskostnaðurinn skiptir litlu Það sem er áhugavert við sögu Mille Foods er hve hráefniskostnaðurinn sjálfur skiptir í raun litlu máli þegar allt kemur til alls. Innflutt mjólkurduft í Kína er verðlagt afar hátt og fimmfaldast í verði við það að fara frá Danmörku og til Kína. Sem dæmi má nefna að ein dós af mjólkurdufti frá Moohko kostar 1.150-1.300 íkr í Danmörku en í Kína þurfa hinir nýbökuðu Danska fyrirtæki Mille Foods hefur sótt hratt fram í Kína: Ótrúlegur vöxtur á fáum árum Furðulegar leiðir í framleiðslu á kjúklingum: Alinn í Bandaríkjunum, unninn í Kína og seldur í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Banda - ríkja Norður-Ameríku hefur gefið grænt ljós á og veitt fjórum afurðastöðvum í Kína leyfi til að vinna og selja á markaði í Bandaríkjunum kjúklinga sem aldir eru í Bandaríkjunum. Kjúklingunum, sem aldir verða á kjúklingabúum í Bandaríkjunum, verður einnig slátrað þar og síðan frystir. Eftir frystingu verða þeir fluttir sjóleiðina í frystigámum rúma 11.000 kílómetra til Kína þar sem þeir verða þíddir, unnir, matreiddir og pakkað í neytendaumbúðir fyrir Bandaríkjamarkað. Að því loknu verður kjötið endurfryst og sent aftur rúma 11.000 kílómetra til Bandaríkjanna og selt þar. Engar upprunamerkingar né eftirlit Samkvæmt leyfinu er ekki krafist upplýsinga um upprunaland eldisins né landið þar sem kjúklingurinn er unninn á umbúðunum sem hann er seldur í. Ekkert eftirlit verður heldur á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana á vinnslunni í Kína. Áhyggjur af matvælaöryggi Fagaðilar í matvælaöryggi innan Bandaríkjanna hafa lýst áhyggjum vegna leyfisins og því að vinna eigi kjúklinginn í Kína þar sem fuglaflensa er landlæg og í landi sem er þekkt fyrir margs konar smit sem veldur matareitrun. Aðrir segja merkilegt að ferlið skuli ganga upp fjárhagslega en þar á móti hefur verið bent á að starfsmaður við kjúklingavinnslu í Bandaríkjunum fái rúmar 1.100 krónur á tímann en að í Kína séu laun fyrir sömu vinnu 100 til 200 krónur á tímann. Þekkt í fiskvinnslu Í dag er sams konar fyrirkomulag framkvæmt í fiskvinnslu þar sem fiski er landað í Bandaríkjunum, er frystur þar og fluttur sjóleiðina til Kína þar sem hann er unninn í neytendaumbúðir og sendur aftur á markað í Bandaríkjunum. Reyndar var svipað uppi á teningnum hér þegar íslenskur fiskur var sendur frosinn til vinnslu og pökkunar í Kína og seldur í Evrópu sem íslensk framleiðsla. /VH Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Steve Wang, framkvæmdastjóri Mille Foods. Rekjanleiki allra vara skiptir miklu máli þegar gæðavara er framleidd og í hinni nýju verksmiðju Mille Foods er hver einasta dós sem kemur út úr framleiðslunni með sérstakt rekjanleikanúmer sem skiptir sérstaklega miklu máli þegar viðkvæmar vörur eru seldar til kínverskra neytenda. Það getur varla talist sérlega vistvænt að ala kjúklinga í Bandaríkjunum, fullunna aftur til baka í verslanir í Bandaríkjunum. Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna. Sæðisfrumur og loftmengun Mælingar sýna að sæðisfrumum í meðallosunarskammti af sæði hefur fækkað undanfarna áratugi. Einnig að fjöldi vanskapaðra og latra sæðisfruma hefur aukist. Kínverskar rannsóknir benda á aukna loftmengun sem líklegan orsakavald. Slæm áhrif loftmengunar á heilsu fólks hafa lengi verið þekkt og í verstu tilfellum leitt til ótímabærs dauða. Þrátt fyrir það er oft eins og lítið sem ekkert sé gert til að draga úr menguninni og hún eykst frá ári til árs. Vísindamenn í Kína hafa sýnt fram á að samhengi er á milli minnkandi frjósemi karla og loftmengunar. Talning á sæðisfrumum í sæði sýnir að frumunum hefur fækkað um allt að 60% í hefðbundnu sæðislosunarskammti á síðustu fjörutíu árum. Rannsóknir á sæðisvökva sýna einnig að í dag finnist fleiri vanskapaðar og latar sæðisfrumur í sæði sem ekki nái að frjóvga eggfrumur en fyrir tæpum fimmtíu árum. Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna. Vonandi verða þessar niðurstöður til að vekja stjórnmála- og valdamenn heimsins, sem oftast eru karlmenn, til vitundar um alvarleika loftmengunar í heiminum. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.