Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Aðalfundur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL): Dr. Ólafur R. Dýrmundsson gerður að heiðursfélaga Aðalfundur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL) fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15 í Reykjavík. Fundurinn var auglýstur þann 5. nóvember en fresta þurfti fundi um viku vegna veðurs. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2017 var lesinn, reikningar voru samþykktir, kosningar fóru fram og önnur mál voru rædd. Stjórn félagsins skipa: Hugi Ármannsson formaður, Valgerður Auðunsdóttir gjaldkeri og Magnús Ingimarsson ritari. Í varastjórn sitja Gréta Björg Erlendsdóttir og Ingi Vignir Gunnlaugsson. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var gerður að heiðursfélaga í ERL. Hann hefur átt mikið og gott samstarf við félagsmenn og stjórn ERL undanfarin ár og hefur sýnt félaginu og starfi þess einstakan áhuga og velvild. Á fundinum var margt rætt, má þar nefna: Rætt um námskeiðahald. Félagið ásamt Endurmenntun LbhÍ skipulögðu námskeið um landnámshænuna og hænsnahald sem féll niður því lágmarksþátttaka náðist ekki. Stjórn var falið að endurhugsa fyrirkomulag námskeiðisins og leggja drög að annarri tilraun. Á heimasíðu félagsins www. haena.is hefur verið hægt að senda stjórn póst eða sækja um vottun á ræktunarstofni í gegnum þar til gerð skráningarform. Það hefur þó komið í ljós að þær tilkynningar sem þarna hafa verið sendar um nokkurt skeið hafa ekki borist stjórninni. Stjórn ERL hvetur því alla sem notað hafa þetta samskiptaform að ítreka umsóknir sínar með því að hringja í stjórnarmeðlimi eða senda póst a m.ingimars@gmail.com. Vottun landnámshænsna á ræktunarbúum kom einnig til tals. Þetta er langtímaverkefni sem er stór liður í verndun stofnsins fyrir blöndun við aðra hænsnastofna. Félagið hefur boðið félagsmönnum sínum gjaldfrjálsa úttekt í samræmi við útlitsstaðal ERL. Þó nokkrir bíða heimsóknar og var stjórn falið að skipuleggja 2–4 víðtækar ferðir vegna vottunar á næsta ári með skipulögðum hætti. Nú þegar hafa 29 ræktunarbú hlotið vottun af hálfu félagsins og halda fugla sem standast útlit og atferliseinkenni landnámshænunnar. Sjá má lista yfir þessa ræktendur í 1. tölublaði Landnámshænunnar 2017. MATVÆLASÝNING Sýningin verður einstaklega fjölbreytt og munu fjölmörg fyrirtæki kynna og leggja áherslu á hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu. TÆKJASÝNING Þá verður stórsýning á tækjum og tólum til landbúnaðar og hvers kyns rekstrarvörum og öðrum vörum fyrir íslenskan landbúnað. ÖFLUG DAGSKRÁ Unnið er að mótun áhugaverðra fyrirlestra og uppákoma er verða kynnt er nær dregur. Hér er í uppsiglingu öflug landbúnaðarsýning sem hentar öllum þeim sem selja vörur og þjónustu til landbúnaðarins. Hafið samband við Ólaf, framkvæmdastjóra olafur@ritsyn.is, 587 7826 eða Ingu, sölufulltrúa inga@athygli.is 898 8022. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Stórsýning í Laugardalshöll 12.-14. október ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 STÓR- SÝNING foreldrar að greiða um 6.250 íkr fyrir sömu dósina. Hráefniskostnaðurinn sjálfur er því ekki stórkostlegur þegar allt kemur til alls og mætti því vel hugsa sér að hér væri tækifæri fyrir íslenskt mjólkurduft einnig. Milljarða samningur Vegna einstaks árangurs hefur Mille Foods vakið mikla athygli og sér í lagi í Kína. Kínverskir fjárfestar leituðu því til forsvarsmanna Mille Foods um aðkomu að fyrirtækinu með enn meiri uppbyggingu í huga og úr varð að Kínverjarnir munu í ár leggja Mille Foods til 8 milljarða íslenskra króna til frekari uppbyggingar. Fjármagnið verður notað til þess að byggja upp enn frekari framleiðslu og er yfirlýst stefna fyrirtækisins að verða meðal þeirra stærstu á þessum markaði á komandi árum. Þá hefur nú þegar verið hafinn útflutningur til fleiri landa en Kína. Kaupa allt af Arla Í dag sér Arla um allt fyrir Mille Foods, þ.e. um allt hráefni og sér meira að segja bæði um að blanda og pakka í dósir Mille Foods. Nú er hins vegar verið að koma upp nýrri verksmiðju í Hundested á Sjálandi í Danmörku og mun þá Mille Foods sjá um alla framleiðsluna sjálft. Reyndar stendur enn til að kaupa mjólkurduft frá Arla til að byrja með, en á næstu árum verður einnig komið upp þurrturnum fyrir mjólk og þá getur Mille Foods einnig séð um þurrkunina sjálfa. 200 milljón lítrar! Hin nýja verksmiðja Mille Foods í Hundested er með umtalsverða framleiðslugetu og í dag er hægt að pakka þar 5 þúsund tonnum af dufti og ef verksmiðjan er keyrð á fullu allan sólarhringinn getur hún framleitt 10 þúsund tonn á ári. Markmiðið er þó enn meira og gera áætlanir fyrirtækisins ráð fyrir að innan fimm ára geti árleg framleiðsla verið komin í 20 þúsund tonn. Til þeirrar framleiðslu þarf í kringum 200 milljónir lítra af mjólk frá dönskum kúabúum. Það magn er reyndar ekki nema 3,7% af dönsku mjólkurframleiðslunni en ef það magn er sett í samhengi við íslenska mjólkurframleiðslu þá er það meira en öll árleg framleiðsla hér á landi. Svo sannarlega undraverður árangur á einungis örfáum árum sem þetta fyrirtæki virðist vera að ná. Byggt á grein í Landbrugsavisen 12. október 2017 eftir Rasmus Willesen. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Moohko er eitt dýrasta merkið á kínverska markaðinum. Almanak Háskóla Íslands 2018 H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Almanak (ásamt Árbók) Þjóðvinafélagsins 2018 ALMANAKHins íslenska Árbók Íslands 2018 2016 144. árgangur ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 2018 - ÁRBÓK 2016 Fást í helstu bókaverslunum um land allt Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Hænur á vappi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.